Svart á hvítu - 01.01.1978, Blaðsíða 25

Svart á hvítu - 01.01.1978, Blaðsíða 25
Byggt umhverfi Stefán Thors Hrafn Hallgrímsson Byggt umhverfi er andstæða náttúrulegs um- hverfis. Byggt umhverfi er mótaö af mannavöldum úr ýmsum þáttum og við mismunandi aðstæður. í flestum tilvikum eru það arkitektar, verkfræðingar eða tækni- og byggingarfræðingar af ýmsu tagi sem móta það byggða umhverfi sem við búum við og verk þeirra verða aö skoðast með tilliti til þeirra þjóðfélagslegu aðstæðna sem þau eru mótuð viö — á íslandi eru þaó aóstæður ríkjandi auóvalds- Þjóðfélags. Þjónusta ofannefndra starfshópa í sambandi við skipulag og hönnun mannvirkja er ásamt öörum Þjóðfélagslegum ráðstöfunum nauðsynleg til aó viðhalda og þróa þjóðfélagið. Til dæmis er skipulag lands bundið ákveðnum markmióum og efnahags- kerfi og veröur því aö hlíta ákveönum skilyröum og gefnum forsendum. Árangur skipulagsvinnu, þ. e. a. s. bæir, hús, gatnamannvirki og fleira endur- speglar þessvegna hin þjóðfélagslegu öfl, þar sem andstæðurnar verða sýnilegar: Fasteignabrask; bankabyggingar frekar en íbúðir; hraðbrautar- framkvæmdir frekar en bætt þjónusta almennings- vagna; mengun; upplausn gróinna hverfa; ónóg barnaheimili; umferðarslys og fl. Um leið og ákveðið var aó veita sjö miljörðum í hraðbrautar- framkvæmdir, var tekin ákvörðun um að Strætis- vagnar Reykjavíkur skyldu standa undir sér fjár- hagslega og í sveitarfélagi einu á Suðurlandi er >>halli“ á rekstri leikskóla reiknaður í götusentí- metrum. Hlutverk skipulags verður því í fyrsta lagi að finna leiðir til að komast hjá þeim vandamálum sem upp koma í hinu byggða umhverfi, vandamálum sem eru afleiöing stríðandi afla í þjóðfélaginu. Skipulagi er jafnframt ætlaö aö segja til um framtíðarráð- stafanir, en þar með er ekki sagt að skipulag móti stefnuna, heldur miðast þessar ráðstafanir viö fyrirfram gefnar forsendur. Byggt umhverfi má því segja að sé sjúkdómseinkenni þjóöfélagsins og Þess vegna hlýtur forsenda fyrir skilningi á bæjar- Þróun aö vera ákveöin innsýn í þjóðfélagið og hugmynd um kenningar sem útskýra þverstæöur þess. Skipulag sem unnið er án nauðsynlegrar vitneskju um hin þjóófélagslegu öfl hlýtur því að vera yfirborðskennt. Arkitektar, verkfræóingar og tæknifræðingar vilja sjálfsagt engum illt, vinna yfirleitt í góðri meiningu og skila snyrtilegum til- iogum þar sem fjálglega er fjallað um félagslegt og mannlegt umhverfi. En raunveruleikinn lagar sig sjaldnast eftir þessum áætlunum og þó veröur hin tæknilega þjónusta sem þessir starfshópar veita sífellt viöameiri. Það hlýtur því að vera mikilvægt að arkitektar og aðrir þeir, sem vinna að þessum málum geri sér grein fyrir því strax í upphafi að hlutir, sem eru snoturlega gerðir og líta vel út á pappír geta allt eins orðiö aö ferlíki, þegar framkvæmdum er lokið og á þaö jafnt við um skipulag sem t. d. banka eða verslunarhallir, sem byggðar eru inn í gamalt og gróið umhverfi. í stað þess að skjóta sér á bak viö það eftir á, að arkitektar fái engu ráðiö, — þeir selji einungis vinnu sína eins og aörir og ráði hvorki við auðvald né löggjafa —, gætu þeir foröast að mála veruleikann grænni en hann er í raun og þannig komið í veg fyrir að verkkaupi (ríki, sveitarfélag eöa einkaaðili) geti vísaö allri gagnrýni á bug með því að benda á ein- staka setningu í greinargerð um mannlegt umhverfi eöa bent á uppdrátt, sem sýnir allar mögulegar suðrænar trjátegundir umlykja mannvirki. Það er auóveldara að gera græna byltingu á pappír rétt fyrir sveitarstjórnarkosningu en í raun, þó svo t. d. aö allir frambjóóendur sjálfstæðisflokks með tölu tækju aö sér að gróðursetja hríslu í Breiðholti eða á eyjunni milli Miklubrautanna. Það hafa líka verið geröar tillögur að endurnýjun eldri hverfa í Reykjavík, þar sem ekki vantar fögur orö og væntanlega góöan ásetning. Fögur orð hafa einatt verið misnotuð til aö dylja raunveruleikann. Það er því mikilvægt að arkitektar geti í fyrsta lagi sjálfir skiliö tengsl viðkomandi verkefnis og umhverfisins og greini þjóðfélagslega þætti þess og geti í öðru lagi dregið þessa þætti inn í lausn verkefnisins á byrjunarstigi. Undanfarinn áratug hafa orðið miklar breytingar á menntun arkitekta, verkfræöinga og tækni- fræðinga í átt að víðara starfssviði strax í skóla. Á arkitektaskólanum í Kaupmannahöfn er til dæmis strax í upphafi náms unnt aö velja milli fimm sér- sviða, sem spanna allt frá hönnun hurðarhúna að svæðaskipulagi. Auk þess er hægt að velja milli tvö hundruð námsskeiða í sambandi vió eða óháð sérsviði. Þessi námskeið fjalla um ólíkustu hluti allt frá mötun rafeindaheila að kenningum Karls gamla Marx. Sérsviðin eru ekki sérhæföari en það, að töluverður samgangur er á milli deilda t. d. á nám- 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.