Birtingur - 01.01.1960, Blaðsíða 29

Birtingur - 01.01.1960, Blaðsíða 29
Einar Bragi i. Hannes Sig'fússon, skáld, ritar í febrúar- hefti af Tímariti Máls og menningar grein sem hann nefnir: Bókmenntir í blind- götu. Það er upphaf þessa máls, að í fyrra hafði Hannes verið beðinn að skrifa grein um skáldsagnagerð á Skandínavíu 1958, en hasazt upp á verkinu vegna „slæmsku norskra bókmennta þess árs“. Þegar líður að jólaföstu fer aftur á móti að flögra að honum, að nota megi grein- ardrögin sem dómsúrskurð um almenna „niðurlægingu vestrænna bókmennta nú hin síðari ár“, og verður hann hvorki sak- aður um skort á hugkvæmni né nýtni. Aðferð Hannesar við að „sanna“ fánýti alls vestræns skáldskapar út frá norsk- um skáldsögum ársins 1958 er afar ein- föld: „. . . skáldsagnagerð Norðmanna er nokkuð trúverðug spegilmynd af andlegri reisn vestrænna rithöfunda í dag“, segir hann og þarf ekki frekari vitna við. Sem sagt: hann „gefur sér“ það sem átti að finna, til að losna undan hinni leiðu sönn- unarkvöð. Og sýnist nú ekki gott á pass- anum með vestrænar bókmenntir. Dólgamarxismi Hannes gerir lauslega grein fyrir 14 norskum skáldsögum frá árinu 1958. Um könnun efnisins kemst hann svo að orði: „Að sjálfsögðu hef ég ekki haft tök á að lesa þær allar (þ. e. norskar skáldsögur 1958. E. B.) — þær munu vera um tutt- ugu og sumar allþykkar — en ég hef kynnt mér skrif gagnrýnendanna og lesið þær sem forvitnilegastar voru“. Anzi kyndugt orðalag á þessum stað: ,,Að sjálfsögðu ...“! Slík vinnubrögð eru svo fjarri því að vera sjálfsögð, að það er einmitt mjög erfitt að hugsa sér meiri yfirborðsmennsku í skrifum um bókmenntir. Hvernig ætli Hannesi Sigfússyni félli það, ef erlendur rithöfundur birti í þekktu tímariti sall- andi dóma um verk hans, byggða á um- Birtingur 27

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.