Birtingur - 01.12.1963, Blaðsíða 32

Birtingur - 01.12.1963, Blaðsíða 32
HÖRÐUR ÁGÚSTSSON: AF MINNISBLÖÐUM MÁLARA Undarleg ruslakista er altarið í íslenzkum kirkj- um, undir skrúðlitum klæðum er öldungis hvers- dagslegur tréskápur fullur af allskyns dóti. Aldrei er fyrir það að synja, að ekki finnist þó fáséður gripur í bland við gamlar máðar guðs- orðabækur, kertavax, vínpotta, ryk eða dauðar flugur, til dæmis aldin róða, frelsari hins kristna heims, höggvinn í tré endur fyrir löngu og hefur vakið í brjóstum lýðsins mann fram af manni upphafna tilkenning, en nú liggur Kristur eins og annarlegt úrhrak undir drasli í tréskáp í húsi, sem þó er helgað honum. Krossinn er týndur, 'hinir útréttu armar afbrotnir, einungis fætur, bolur og hófuð eru eftir. Ekki hefur mér gefizt tfmi til að rannsaka aldur höggmyndar þessarar, en ætti hún ekki betri stað Skilið, til dæmis Þjóð- minjasafn íslands. Undarlegri var þó sýn sú, er blasti við á sama stað, mannvirki nokkurt, er þar stóð á bæjarhlaðinu og aðkomumaður rekur fljótt augun í, ekki sfzt vegna stílhreins um- búnings á margan hátt, við fyrstu athugun gæti það sýnzt brunnhús eða snoturlega gert smáhýsi til geymslunota. Við nánari eftirgrennslan reynd- ist það hinsvegar útikamar og er í sjálfu sér ekki frásagnarvert, hitt er fréttnæmara, að kamar þessi er reyndar gamall turn af kirkju, er þar hafði staðið fyrr meir. Sýnir dæmi þetta ljós- legar en flest annað íslenzka nýtni. En hvað landið getur sýnzt slétt á stundum, eins og teikniborð og við enda þess ber Jökul í skarð ofar Hyrnu, endar í gapandi gini efst eins og storknað óp af löngu liðnum sársauka, á aðra hönd eru fínkornótt brot nýbrotins spegils, hafið hér fram af þangbrúnni fjörunni, seinna í næt- urstað sá ég svo einhvers staðar mann í húsa- sundi ganga fyrir sólina og hverfa. Já undarleg- ast af öllu er landið: dimmgráir flekkir, skraut- lýstir vindmáðir fletir, Kolbrandskúla, Ber- serkjahraun, og hinir fjólubláu deplar, Blóð- bergskransinn. Væri það til of mikils mælzt á þessum uppgangs- tímum, að íslendingar legðu eitthvað af mörk- um til viðhalds örfáum atvinnusögu menn- ingarminjum, að þeir sýndu forfeðrum okkar og þeim örfáu sýnilegu verklegu minjum, sem enn- þá eftir þá standa, einhverja ræktarsemi? Þeir færðu okkur þó með hörðu og fórnfúsu striti sínu landið að gjöf. í næstum hverjum kaupstað á íslandi er fortíðar mannvirki, sem á einhvern hátt getur merkilegt kallazt og er þess virði, að við sé haldið af fyrrnefndum ástæðum. auk þess sem það er enn sem komið er bezta fordæmi eður lexía íslendingum í húsagerð. Hvers vegna slíkt ósamræmi milli varðveizlu orðs og forms? Miklu er til kostað og mikið á sig lagt til varðveizlu tungunnar og bókmenntanna og ber sízt að lasta það, en getur sú þjóð talizt fullsiðuð, sem af- rækir skyldur sínar við sjónmenntir? f Ólafsvík er til dæmis ágætt og einstakt sýnishorn sérstakr- ar tegundar húsagerðar, sem vert væri að sýna fullan sóma, vöruskemma frá 1844 reist af Hans kaupmanni Clausen, sem hóf verzlun í Ól- 30 BIRTINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.