Birtingur - 01.06.1967, Blaðsíða 38

Birtingur - 01.06.1967, Blaðsíða 38
ÉVGÉNÍ ÉVTÚSJENKO: AFMÆLI Geir Kristjánsson þýddi Móðir, má ég óska þér til hamingju með afmælisdag sonar þíns. Þú hefur svo miklar áhyggjur af honum. Hér liggur hann, hann vinnur sér lítið inn, hjónaband hans var misráðið, hann er langur og horast og hefur ekki rakað sig. Ó, þetta vansæla elskuríka augnaráð! Mig langar til að óska þér, móðir, ef ég má, til hamingju með afmælisdag þíns hugarangurs. Það var frá þér sem hann erfði vorkunnarlausar taugar til þessarar aldar, og hrokafullur og klaufskur í sinni trú, af þér hann þáði trúna, Byltinguna. Þú gerðir hann hvorki auðugan né frægan og óttaleysið er hans eina gáfa. Opnaðu hjá honum glugga, hleyptu inn söngnum í laufmiklum greinum, ljúktu upp augum hans með kossi. Fáðu honum skrifbókarheftið og blekbyttuna, hresstu hann á mjólkursopa og horfðu á hann fara.

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.