Vera - 01.10.1983, Blaðsíða 17

Vera - 01.10.1983, Blaðsíða 17
þeir eru til þess kjörnir. Við berum þvert á móti öll ábyrgð á framtíð mannkynsins. íslenskir jafnaðarmenn, ásamt jafnaðarmönnum á hinum norðurlöndunum krefjast þess, — að hætt verði við áætlanir um uppsetningu meðaldrægra eldflauga í Vestur-Evrópu. — Að SS 20-eIdflaugum verði fækkað. — Að afvopnunarviðræðum stórveldanna verði haldið áfram eftir 1983 og að þær verði tengdar START-viðræð- unum, þannig að raunverulegur árangur, sem Ieiðir til raunhæfrar afvopnunar, náist sem fyrst. — Að Norðurlöndin verði lýst kjarnorkuvopnalaust svæði, helst fyrir 1985. Þetta eru þó aðeins áfangar á leið til friðar og afvopnunar, hið endanlega markmið er eyðing allra kjarnorkuvopna og sýklavopna, og að átök milli þjóða verði leyst með friðsamlegum hætti, eins og hæfir sið- menntuðum mönnum, en ekki með vopnuðum átökum, sem leitt geta til eyðingar alls mannkyns Ekkert er eins mikilvægt og friður. Eða hvað stoðar okkur efnahagsleg velmegun og þjóðfélagslegar umbæt- ur, ef heiminum verður eytt í kjarnorkustríði? Þess vegna verðum við öll, þú og ég, hinir almennu borgarar, að sameinast um kröfuna um algera afvopnun. Kröfuna um líf og framtíð fyrir okkur og börn okkar, — í stað dauða og tortímingar. Ávarp Við viljum frið. Við viljum að framleiðsla kjarnorkuvopna verði stöðvuð og bann verði lagt á framleiðslu efnavopna og sýklahernað. Við viljum að öll kjarnorkuvopn verði eyðilögð. Við viljum afvopnun. Við viljum að konur beiti samtakamætti sínum til að vinna að friði og stuðli að samstarfi aílra þeirra hópa og einstaklinga sem vilja taka upp baráttu fyrir friði og afvopnun. Öll erum við ábyrg fyrir því hvort þjóðfélagið sem við tökum þátt í að móta stefnir að stríði eða friði. Við lýsum eindregnum stuðningi við ályktun Presta- stefnu Islands 1982 um friðarmál og hvetjum landsmenn til að taka þátt í þeim aðgerðum sem þar eru boðaðar. Við tökum undir þau sjónarmið evrópskra og banda- rískra friðarhreyfinga að þjóðir heimsins marki sér stefnu óháð hagsmunum risaveldanna. Við óskum samstarfs við alla sem vilja vinna að friði og tryggja að mannréttindi séu i heiðri höfð. Gífurlegum fjármunum er varið til vígbúnaðar meðan stór hluti mannkyns sveltur. Bilið milli ríkra og fátækra þjóða eykst stöðugt. Vígbúnaðarkapphlaupið magnast þó að þau vopn sem þegar eru til nægi margfaldlega til að útrýma mannkyninu. Þúsundir vísindamanna nota hug- vit sitt og krafta til að fullkomna vopn sem geta eytt öllu lífi á þessari jörð. Þetta er mesta ógnun sem mannkynið hefur nokkru sinni staðið andspænis og hún er verk okkar mannanna sjálfra. Við verðum því sjálf að snúa þessari þróun við. Við verðum að taka höndum saman, konur sem karlar, og vinna markvisst að því að ókomnar kynslóðir fái að byggja þessa jörð. Okkur er ljós sá styrkur sem felst í samtökum kvenna og því skorum við á allar konur á íslandi að þær hugleiði þessi mál og taki þau til umræðu og umfjöllunar hvar sem því verður við komið. MMHMI Auður Eir Vilhjálmsdóttir: ,Við óskum sam- starfs við alla 55 44 Ágæta fundarfólk. Ég er hingað kornin til að lesa ykkur ávarp Friðarhreyfingar íslenskra kvenna, sem stofnuð var nú í vor. Svo sem fram hefur komið er hún samtök kvenna úr öllum stjórnmálaflokkum, og kvenna sem ekki eru þar af ákveðinni stjórnmálaskoðun. Allar þessar konur vilja saman vinna að friði — þótl þær séu alls ekki í einu og öllu sammála um hverjar leiðir skuli farið — og sameinist ekki um allt, sem sagt hefur verið hér í dag. Ég kem því ekki hingað sem fulltrúi Friðarhreyfingar íslenskra kvenna, heldur sem einn þeirra einstaklinga, sem starfa þar, til að lesa ykkur það ávarp, sem samið var af konum, sem undirbjuggu hreyfinguna og friðarsamtökin eru sammála um að birta í sínu nafni. Friðarkór kvenna syngur 17

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.