Vera - 01.04.1986, Blaðsíða 28

Vera - 01.04.1986, Blaðsíða 28
„Þeir eru vingjarnlegir við nýgræðinga“ Guðrún J. Halldórsdóttir, skólastjóri Námsflokka Reykjavíkur, tók sæti á Alþingi þann 10. febrúar s.l., í fjarveru Sigríðar Dúnu. Meðferðis hafði hún frumvarp um fjarnám, þingsályktunartillögu um fullorð- insfræðslulög, og fyrirspurn um norsku- og sænskukennslu. Vera kom að máli við Guðrúnu og spurði hana hvern- ig það væri að sitja á Alþingi íslendinga? „Alþingi er virðulegur staður, eins og ég vissi fyrir", sagði Guðrún. „Á göngunum eru virðulegir verðir sem fylgjast með hvort einhver óboðinn gestur er á ferð. Þegar ég var bú- in að vera þarna í nokkra daga, kom einn þeirra til mín og baðmig umaðfæra bílinn minn. Éghafði lagt honum upp að gangstétt fyrir framan Alþingishúsið. Hann hef- ur líklega haft áhyggjur af því að ég væri að taka plássið frá ráðherrum”. „Annars er Alþingi viðkunnalegur vinnustaður og þingmenn almennilegir. Einn bauð mig velkomna með kossi, en hann þekkti ég að vísu fyrir. Fyrsta daginn fór ég út úr efri deildar þingsalnum og inn í hliðarherbergi, þar sem gluggi vísar út á Austurvöll. Ég var að vitja um bílinn minn sem var þarna ólöglegur uppi á gangstétt. Inni í hliðarherberginu var þingmaður sem sá mig horfa út um gluggann. Hann kom til mín og sagði góðlátlega „Já, þetta er nú Austurvöllur”. Þeir hafa verið virkilega hjálplegir og vingjarnlegir við þig? „Já, þeir ortu jafnvel til mín vísu“, sagði Guðrún. „Þegar ég flutti jómfrúr- ræðuna þá mælti ég fyrir frumvarpi til fjarnáms. Davíð frá Arnbjargarlæk var eitthvað neikvæður og voru nokkur orðaskipti á milli okkar um efni frumvarpsins, en það fór allt vel að lokum. Nokkrum dögum seinna þegar þingsályktunartillagan um fullorðinsfræðslu var til um- ræðu í sameinuðu þingi kom hann með þessa vísu:“ Guörún merkið hefur hátt, hennar málin eru góð. Við höfum þegar samið sátt, því sendi ég henni þetta Ijóð. „Og ég hnoðaði saman svari að bragði:“ Guörún Halldórsdóttir Vísuna ég þakka þér og það sem henni að baki er þau mál sem ég fyrir brjósti ber berðu sjálfsagt líka, þingið þyrfti fleiri bændur slíka. „Ég hugsa að þegar kosningar eru í nánd kveði við annan tón“, sagði Guðrún. „Eitt sinn fór Hjörleifur vin- samlegum orðum um mig í ræðustóli. Ég fór til hans í kaffistofunni á eftir og þakkaði honum. Þá sagði Jón Baldvin „ég skal bara segja þér, Guðrún mín, við stund- umekki svonagælur hérnaáAlþingi". „Það má líklega eiga von á því að það sé pínulítið hvassara þarna á köfl- um. Þeir eru vingjarnlegir við nýgræðinga, en eru þó misjafnlega hatrammir út í Kvennalistann". Hvað kom þér mest á óvart, var Guðrún spurð. „Það hvað þingmenn voru lítið í sætum sínum og mikið á göngunum. Ósjálfrátt talaði ég hærra en ella því mér fannst ég þurfa að ná til þeirra fram á gang“. Hvernig finnst þér gæði umræðunnar vera? „Þeir reyna að tala um það sem þeir hafa vit á, koma sér upp sérsviði og hafa þá kynnt sér málin til hlítar. Endrum og eins varð maður var við sýndarmennskuupphlaup þeg- ar einhverjir voru á pöllunum. Þá töluðu þeir meira fyrir pallafólkið en þingheim annan og voru sífellt að gjóa augum upp á svalirnar". Þá hafa þeir nú ekki látið sig vanta? „Nei, aldeilis ekki“, sagði Guðrún. „Þetta er erfiðast fyrir litlu flokk- ana þar sem fáir þurfa að hafa vit á öllu. Þess vegna þurfa litlir flokkar að stækka, þess vegna þurfum við að vera helmingi fleiri næst“, sagði Guðrún aö lokum. J

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.