Vera - 01.04.1986, Blaðsíða 36

Vera - 01.04.1986, Blaðsíða 36
„Dýrmætum árum vel eytt í almennt undirbúningsnám“ í Veru 1/86 er grein er ber yfirskriftina „Réttmætar kröf- ur eða kúgun?“. Þar er varp- að fram þeirri spurningu ,,hvort réttmætt sé að gera þær kröfur til fullorðins fólks, sem hefur hug á einhverri ákveðinni starfsmenntun, að það eyði mörgum dýrmæt- um árum í almennt undir- búningsnám og hlýti sömu skilyrðum og fari í gegnum nákvæmlega sama nám og óreyndir unglingar innan við tvítugt". í efniskynningu greinarinnar er síðan bent á að kvennahreyfingin hljóti ,,að taka þetta mál til gaum- gæfilegrar íhugunar og marka stefnu í þvf' því að það séu konur sem mest sæki í slíkt síðbúið nám. Þegar byrjaö var aö starf- rækja öldungadeildir fyrir u.þ.b. hálfum öörum áratug flykktust konur til náms. Þetta varð konum kærkomin leiö til aukinnar menntunar sem sést best á því aö enn er ekkert lát á aðsókninni í slíka skóla. Þessi áhugi kvenna á námi á sér margar orsakir. Sumar rek- ur hrein fróöleiksfýsn, aðrar stefna í nám í háskóla og enn aðrar sjá í námi í öldungadeild góða tómstundaiðju. Stúdentspróf er lykillinn aö námi í háskólanum og í fyrr- nefndri VERU-grein er deilt um hvort þaö sé yfirleitt rétt að konur sem æskja þess aö stunda háskóianám næli sér í þennan lykil eöa hvort þeim eigi aö standa allar dyr opnar á grundvelli aldurs þeirra og ,,þroska“. Einn karlmaöur ræðir þetta í blaöinu og vil ég hér gera skoö- anir hans aö umtalsefni því í þeim gætir mikilla ranghug- mynda um stööu kvenna og getu þeirra og vilja til náms. Spurningin sem lögö er fyrir karlmanninn er þessi: ,,Er nám í öldungadeild góö lausn fyrir konur sem vilja Ijúka starfs- námi?“ Og hann svarar: „Þaö getur vel verið, ef hægt er aö Ijúka starfsnáminu, sem stefnt er aö í slíkri deild. Annars ekki.“ Síö- an lýsir hann þeirri skoðun sinni aö meö því aö fara í þetta nám séu konur í raun aö beygja sig undir „úrelt og ranglátt kúgunarkerfi“. Hann bætir því við aö þaö sé „hvorki sanngjart né viturlegt að krefjast þess af fullorðnu fólki aö þaö Ijúki einhverju skyldu- námi, sem skilgreint er af gömlum skólaspekingum, til þess aö fá réttindi til aö spreyta sig á háskólanámi. Hver full- oröin manneskja er fullfær um aö ákveöa sjálf hvort hún vill eyða tíma sínum í slíkt — og hve lengi.“ Síöan segir hann þaö „vita tilgangslaust aö krefjast einhverra 135 punkta úr menntaskóla eöa fjölbrauta- skóla sem inntökugjalds. Því fylgi ömurleg sóun á fé, tíma og kröftum. Hver og ein ætti að vera fullfær um aö finna út hvaö hún þarf til undirbúnings því háskólanámi sem hugurinn stendur til og getur sótt þá þjálfun eöa þekkingu til öld- ungadeildar — eins og hvert annað og byrjaö svo háskóla- námiö þegar hún er reiðubúin aö eigin mati, hvaö sem öllum punktum líöur.“ (Leturbreyt- ingar eru mínar). Hér fellur margt vanhugsaö oröiö. í fyrsta lagi er þaö lítiö heillandi að fá dregna upp mynd af konum sem láta gamla skólaspekinga kúga sig. Ýmsislegt má segja um skólakerfið og galla þess en sú umræöa verður aö fara fram undir þeim formerkjum aö skil- greint sé til hvers sé ætlast af skólanum. Svona sleggjudóm- ar út í loftið skýra ekkert. í ööru lagi er þaö mjög nöturlegt að fá þaö framan í andlitið aö nám sé „ömurleg sóun á fé, tima og kröftum“. Mér er málið skylt. Ég fór þessa leið að fara í öldunga- deild og síöan í háskóla. Á báö- um þessum skólastigum hef ég kynnst mörgum konum og engin þeirra hefur upplifaö sig svínbeygða undir kúgunarkerfi eða telur sig hafa sóaö fé sínu, tíma og kröftum á ömurlegan hátt. Þvert á móti. Þaö sem var erfiðara en annað í mennta- skólanáminu var skemmtileg ögrun viö kraftana og árin í menntaskóla eru dýrmætari en mörg önnur ár, sem notuð hafa verið í annaö og hér á ég bæöi við konur sem hafa ekki haldið áfram aö loknu stúdentsprófi og þær sem hafa farið út í fram- haldsnám. í háskólanum er starfandi félagsskapur sem kallar sig „Stúdentsgengið". Þaö eru samtök eldri nemenda. Flestir í þessum félagsskap eru konur og eitt aðalmarkmiðið er aö halda utan um hver aöra í nám- inu, ef svo má aö orði komast. Gefa hver annarri stuðning í löngu, tímafreku og oft erfiðu námi. Þaö hefur nefnilega sýnt sig aö nám kvenna á miðjum aldri stendur á mjög veikum grunni. Það þarf bókstaflega ekkert aö koma fyrir til þess aö þær séu hættar námi. Og eitt er víst, ekki myndi sá grunnur styrkjast ef konurnar skorti fræðilega undirstööu í námi sínu. Þaö er yfrið nóg fyrir þær að slást viö ýmsa aöra þætti í lífi sínu sem gera þeim erfitt fyrir í námi — eins og til dæmis erfiða stööu gagnvart lána- sjóönum, vandkvæöi meö barnagæslu og fleira. Einnig má nefna þaö viðhorf aö þaö er ekkert sjálfsagt að konur á miðjum aldri fari allt í einu í nám. Þetta viðhorf skilar sér á ýmsan hátt inn í vitund kvenna og getur gert þeim skólavistina erfiða. Því getur þaö aldrei orð- iö baráttumál kvenna aö þaö eigi að vera á valdi hverrar og einnar hvort hún telur sig færa í háskólanám. Þaö er of dýru veröi keypt aö byrja á slíku námi án þess að hafa til þess nægan undirbúning og þurfa að reka sig á. Þá er ég sann- færö um aö margar konur myndu missa móöinn og hætta í staö þess aö fara þá aö afla sér undirbúningsmenntunar- innar. Þaö er alls ekkert athugavert viö þaö að gera sömu kröfur til kvenna í námi og gerðar eru til allra annarra. Mér er óskiljan- legt af hverju sumir halda því fram aö þaö þurfi sérstaklega að hlífa konum í því sambandi. Konur geta vel lært. Jórunn Sörensen nemi á ööru ári viö Félagsvís- indadeild Háskóla íslands. Verum virkar og látum í okkur Día ætlar aö hætta hjá Veru, heyra húnhefurséðumauglýsingar, Hvetium konur til að skrifa okk- /Q tjármál og dreitingu. vera vm ur oq koma með huqmyndir j því ráða aðra konu til þessara um efni í blaðið. [\Ofl jfn \ f starfa. Þær sem hafa áhuga setji sig í samband við ritnefnd VERA — blað kvenfrelsisbar- / ~~I \J \ fyrir 15. maí 1986. áttu. /'K ' 36

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.