Vera - 01.12.1998, Blaðsíða 58

Vera - 01.12.1998, Blaðsíða 58
Barnapía í ástarham Dagbók femínis Fórnarlambafemínismi er orðsporiö sem fer af jafnréttisbaráttu kvenna í dag, með titheyrandi fordómum gagnvart öltu því sem viðkemur um- rœðu um stöðu kvenna í samfélag- inu. Enda með nokkrum rétti, því femínísk umrœða hér á landi hefur staðnað nokkuð, einmitt nú þegar mikit gróska er í kynjafrœðum og femínískum rannsóknum. Þetta „fórn- artamþataf' fer mjög fyrir brjóstið á ungum konum (og mönnum) og hefur haft neikvœð áhrif á áhuga yngra fólks á kynjafrœðum og umrœðu um kynjamátefni. Jamie Lee Curtis í kvikmyndinni H20. Hún er kom- in yfir þrítugt og getur því ekki lengur birst sem hin kynþroska. berbrjósta ungmey. Það hefur valdið sumum karlmönnum hrolti. Bent hefur verið á að sífellt tal um undirokun og fórnarlömb sé ekki beint uppbyggilegt og stuðli fremur að því að festa í sessi vanda- mál kvenna en að vinna gegn þeim. Ungar konur eru ekki tilþúnar að leggja upp í kvennabaráttu með þá forgjöf að vera krónískt kúguð fórnarlömþ; slíkt viðhorf virk- ar hvorki hvetjandi né hjartastyrkjandi. Hinsvegar er nauðsynlegt að benda á að allt tal um þetta „fórnarlamþamár er ekki einhlítt, því umræða um femínisma hefur oft verið kynnt á mjög neikvæðan hátt í fjölmiðl- um, með tilhneigingum til að hnykkja á nið- ursoðnum neikvæðum pólum. Þetta er því ekki aðeins spurning um umræðuna sjálfa, heldur umræðuna um umræðuna. En hvað sem því líður þá er þetta tal um fórnarlömb ansi lýjandi og leiðigjarnt og kominn tími til að snúa vörn í sókn, líkt og kvenhetjur hryllingsmynda hafa verið að gera á undanförnum áratugum. Nú er einmitt eftir Úlfhildi Dagsdóttur til sýninga myndin H20, eða Halloween, tuttugu árum síðar, sem segir af söguhetju fyrstu Halloween myndarinnar og endur- fundum hennar við bróður sinn morðingj- ann, tveimur áratugum eftir að hann reyndi sem mest að koma henni fyrir kattarnef. Fyrsta Halloween myndin sem leikstýrt var af John Carpenter hratt af stað bylgju álíka mynda sem einkenndust af raðmorð- um á ungmennum, samfara einhlítum elt- ingaleik við eina aðalkvenhetju. Lengi vel var umfjöllunin um myndir þessar öll á eina leið: „hér er á ferðinni hefðbundin unglinga- hrollvekja með hefðbundinni áherslu á að drepa konur sérstaklega", þangað til kona nokkur að nafni Carot J. Ciover, sérfræðingur í íslendingasögum, benti á að allar enduðu myndirnar eins, ekki á því að riddarinn kæmi til bjargar, heldur með því að kvenhetjan fékk nóg af eltingarleiknum og getuleysi karlhetjunnar, sneri blaðinu við og losaði sig sjálf við morðingjann (þó hann kæmi aftur 20 árum seinna...). Þessi á- bending Clover hefur hlotið blendnar við- tökur femínista sem eru (að vonum) skept- ískar á öll einföld hlutverkaskipti, en vanda- málið er víðtækara en það. Femínisminn hefur löngum ætlað sér einfalt hlutverk frið- argæslu, með tilheyrandi áherslu á „með- fædda“ góðsemi kvenna og andúð á of- beldi, sem sprottið er af móðurhlutverki kvenlíkamans og öðrum innbyggðum tengslum við nærandi náttúru og ótruflaða tilveru. Allar hugmyndir um „vald“ hafa því verið mjög vandasamar og hálfgert vand- ræðamál í femínisma. En það er ekki bara í femínisma sem gagnárásir kvenhetja í hrollvekjum hafa valdið óróa. Karlkyns gagnrýnendur hafa brugðist hart við, líkt og sást greinilega á viðbrögðum kvikmyndagagnrýnanda sjón- varpsins, Árna Þórarinssonar um daginn. í umfjöllun sinni um H20 fór hann háðuleg- um orðum um þessa baráttugleði kvenhetj- unnar og sagði það helstu hrollvekjuna að eiga nú von á bylgju afgamalla barnapía á hækjum að eltast við morðingja. Kvenhetja myndarinnar, leikin af Jamie Lee Curtis, er nefnilega komin yfir þrítugt og getur þvf ekki lengur birst sem hin kynþroska, berbrjósta ungmey sem vissulega var eitt af aðdráttaröflum unglingahrollvekjunnar. Barnaþíukomplexinn er ekki síður áhuga- verður með tilliti til mýtunnar um móður- gleði kvenna, en Árni fullyrðir ranglega að allar þessar myndir fjalli um barnapíur (dæmin sem hann nefnir Friday the 13th og Nightmare on Elmstreet hafa ekkert með barnapíur að gera), og það er greinilegt að glæpur konunnar verður enn stærri með til- liti til þess að þarna brýtur hún gegn (móður)eðlinu. Clover bendir sjálf á að árásargleði kvenhetju unglingahrollvekjunnar orki tví- mælis, en leggur áherslu á að hversu tví- ræð sem hún er, þá sé ekki hægt að líta framhjá þessu framlagi hrollvekjunnar til femínismans. Það er eftirtektarvert að það skuli vera hrollvekjan, yfirlýstur fulltrúi hins lægsta í lágmenningunni, sem kemur með markvisst framlag gegn fórnarlambaímynd konunnar, framlag sem síðan hefur haft á- hrif út fyrir hrollvekjuna og á myndir sem eru meira „mainstream", svo sem hasar- myndir sem hafa æ oftar á að skipa sjálf- stæðri kvenhetju. Og hvað svo sem okkur stelpum finnst um þetta alltsaman, þá hlýtur það að vera til einhvers fyrst þetta pirrar strákana svona? 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.