Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 29.12.1929, Blaðsíða 4

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 29.12.1929, Blaðsíða 4
54 TÍMARIT V. F. í. 1929. in alveg tilgangi sínum. .Tcg býsl viS því, að menn þroskist lítið á því, að læra dæmi utanað, og að með þvi lagi verði stærðfræðiaðferðirnar aldrei svo tamar, að þær verði verulegt vopn í liöndum þeirra. til þess að leysa ný viðfangsefni stærðfræðilegs eðl- is. Jeg vil leiða hest minn hjá því, að ræða um þrosk- andi áhrif stærðfræðinnar á einstaka nemendur. Þau eru líklega mjög misjöfn. En stærðfræðikunn- átta gerir menn hæfa til þess að leggja stund á ýms- ar fræðigreinar, sem þeir mundu annars gefast upp við, eða fara yfir á liundavaði. Fyr á tímum voru flest fræði skrifuð á latínu. Nú er talsverður hluti vísindanna skrifaður á máli stærðfræðinnar, og hún er því eins sjálfsagður lykill að mentun, eins og lat- ínan var. Einn af mentamönnum okkar sagði við mig fyrir nokkru. Jeg hefi nú í seinni tíð haft mik- inn áhuga fyrir sociologi, og lesið nokkuð um þau efni, og jeg roðna af skömm í hvert skifti sem jeg rekst á stærðfræðilega formúlu, og hugsa stundum með sjálfum mjer, að gott hefði verið, að kunna skólastærðfræðina sína betur. Stærðfræðin er, ýmsra hluta vegna, mjög nauðsyn- legt skólafag. Til þess að komast niður í henni, þarf mikla sjálfstæða vinnu og þolinmæði, og það er mjög sjaldgæft, að óskólagengnir menn sjeu vel að sjer í stærðfræði: þar munu flestir þurfa aðsloð kennara, til þess að brjóta isinn, og halda vökinni auðri að baki sjer. Hinsvegar er ekki svo óalgengt, að óskóla- gengnir menn sjeu vel að sjer í tungumálum, sögu og jafnvel sumum greinum nátlúrufræðinnar. Mjer er óhætt að fullyrða, að langflestir, sem ekki læra stærðfræði í skólum, fara hennar alveg á mis, og eru því útilokaðir frá því að kynna sjer öll „exakt“ vís- indi. Þess vegna verða menn að læra stærðfræði í skólunum, og læra liana vel; þetta virðast allar þjóð- ir vita, nema íslendingar, eins og eftirfarandi tafla gefur liugmynd um. En svo búið má ekki standa. Við þurfum að öðlast vald yfir náttúrunni engu sið- ur en aðrar þjóðir, það ætti ekki aðeins að vera oklc- ur ljúft og skylt, heldur einnig metnaðarmál, að taka þátt í viðleitninni til þess. Tafla, er sýnir stundafjölda námsgreinanna: Gagnfræðadcilcl Lærdómsdeild Stærð- fræði Eðlis- og cfna- fræði Stærðfræði Eðlis- og efnafr Málad Stærð- fræðid. Málad. Stærð- fræðid. Danmðrk (Hellerup) . 25 10 6 19 18 Svíþjóð (Östermulm) . 28 8 11 24 3 19 Prússland 18-22 10 16 20 8 20 ísland (Rvík) 16 5 — 19 2 19 Sigurkarl Stefánsson. Leiðrjetting, Af innganginum i grein mína „Húmaníóra“ í 4. liefli „Timaritsins" verður eigi annað skilið, en að stærðfræði sje ekki kend í Akureyrarmentaskóla, en ])etta er rangt, að því er skólastjóri segir mjer. Kveðst hann liafa fengið leyfi stjórnarráðsins til þcss að láta kenna stærðfræði í öllum skólanum og fengið þar til samþykki meiri hluta nemenda. Reykjavík, 21. mars 1930. Ólafur Daníelsson. Hundrað ára afmæli Fjöllistaskólans i Kaupmannahöfn. Den Polytekniske Læreanstalt 1829—- 1929 ved J. T. Lundbye. Kbh. 1929. I tilefni af afmæli Fjöllistaskólans í Kaupmanna- höfn hefir skólinn, eins og venjulega gerist við slík tækifæri, látið semja sögulegt minningarrit. Að þessu liafði Inspektör Ilarding unnið um nokkurt árabil, og var vel á leið kominn með það, en þegar hann f jell frá, sumarið 1928, reyndist alt, sem eftir liann lá, vera hraðritað og með öllu ólæsilegt öðrum. Varð ])ví að byrja á nýjan leik, og var prófessor Lundbye fenginn til þess að semja ritið. Það er mesta furða, hve vcl honum liefir tekist, með ekki lengri fyrirvara, að semja jafn riiikla og merkilega bók og þá, er nú liggur fyrir, 483 bls. í stóru broti; ekki einungis er frágangur bókarinnar prýðilegur, heldur er hún að efninu til hin skemtilegasta og fróðlegasta. Höfund- urinn segir tiltölulega lítið frá eigin brjósti, lieldur lælur forstjórana tala og aðra, scm að skólanum hafa staðið. En þar sein lijer er yfirleitt um að ræða merkustu menn hvern á sínu sviði, er með þessu fengin saga skólans i fylstu merkingu, og jafnframt hinar skýrustu myndir af þeim mönnum, sem n'okkru máli skifla i þessu sambandi. En heildin gef- ur glögga mynd af veigámiklum þætti menningar- sögu Dana á síðastliðinni iild. Fyrst lýsir höf. stutt- lega tildrögum að stofnun skólans, en rekur síðan sögu skólans undir stjórn þeirra 8 manna, sem hafa tekið við hver að öðrum sem forstjórar lians fram að Jiessu: H. C. Örsted, J. G. Forchhammer, C. G.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.