Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2004, Page 10
1 0 LAUGARDAGUR I7. JANÚAR 2004
Fréttir DV
Hutton getur
reynst erfiður
Skýrsla Huttons lávarðar
um rannsókn á sjálfsvígi
vísindamannsins, dr. David
Kelly, verður gerð opinber
þann 28. janúar næstkom-
andi. Sama
dag mun
Hutton lá-
varður koma
fram í sjón-
varpi og skýra
frá helstu
niðurstöðum.
Breskir
stjórnamála-
skýrendur telja að skýrslan
kunni að reynast Tony Blair
erfið og haft var eftir einum
að forsætisráðherrann væri
að nálgast sitt „Monicu
Lewinsky-andartak." Það er
ef í ljós kemur að Blair hafl
sagt þinginu ósatt um hver
lak nafni Davids Kelly en
hann var heimildarmaður
BBC vegna fréttar um að
hættan af meintu vopna-
búri Saddams Husseins
væri orðum aukin.
Rauðvín í
pilluformi
ítalskir vísindamenn
vinna nú að gerð pillu sem
gerir sama gagn og eitt
rauðvínsglas. Hófleg
drykkja rauðvíns hefur
löngum þótt hin mesta
heilsubót. Því hefur verið
haldið fram að daglegt glas
af rauðvíni vinni
gegn krabba-
meini og hjarta-
sjúkdómum. VHT
Vísinda-
mennirnir ^
sjá fyrir sér
að rauðvín-
spillan verði vin-
sæl meðal þeirra sem
ekki nenna að standa í vín-
drykkju upp á hvern dag og
eða bara geta ekki neytt
víns. Pillan verður nefni-
lega samsett úr öllu því
sem fyrirfinnst í hefð-
bundnu rauðvíni fyrir utan
alkóhólið.
Eivör Pálsdóttir er mjög hæfi-
leikarík og sannkallaður hval-
reki á Islandsstrendur. Hún er
einlæg og opinská. Geðslag
hennar virðist henta vel ís-
lenskum aðstæðum. Hún eryf-
irleitt í góðu skapi og hrein og
bein í samskiptum við annað
fólk. Hún má ekkert aumt sjá
og telst falleg sál.
Kostir & Gallar
Óstundvísi er ókostur í fari
Eivarar - en íslendingar kippa
sér ekki beint upp við það.
Hún er kaótísk og óskipulög.
Sveimhugi sem hendar ákaf-
lega vel þegar tónlistarsköp-
unin sem slík er annars vegar -
en verra við að eiga þegar
skipuleggja á ýmsa atburði í
tengslum við tónlistarflutning.
Bókar sig gjarnan á tvo staði í
einu - og það náttúrlega
gengur ekki upp.
Forstjóri í gufubaðsflutningum fær 100 þúsund í málskostnað og var sýknaður af
19 þúsund króna kröfu fyrir lögreglufylgd úr Reykjavik upp að Litlu-Kaffistofunni.
Gulnbað forstjóra í
ókeynis lögreglufylgd
Öm Gústafsson, forstjóri Alþjóða líftrygginga-
félagsins, þarf ekki að greiða fyrir lögreglufylgd
sem honum var gert að hafa í flutningi gufubað-
húss út fyrir borgarmörkin.
örn lét flytja gufubaðið austur að sumarhúsi
sínu í Biskupstungum í september 2002. Þar sem
stærð baðhússins var yfír leyfilegum mörkum var
forstjóranum skylt að fá lögreglufylgd. Lögreglu-
menn úr Reykjavík fylgdu húsinu vegspottann frá
Krókhálsi og að Litlu-Kaffistofunni þar sem starfs-
bróðir þeirra úr Selfosslögreglunni tók við og var í
föruneyti baðhússins allt þar til yfir lauk í Laugar-
dal í Biskupstungum.
Varalögreglustjóri er fastur fyrir
Fyrir sinn snúð vildi lögreglan í Reykjavík fá
18.668 krónur og sendi Erni reikning fýrir þeirri
upphæð. Á Selfossi taldi lögreglan hins vegar
nægjanlegt að innheimta 19.063 krónur þó emb-
ættið hefði fylgt sánu forstjórans meira en tífalt
lengri leið.
örn taldi misræmið of mikið og neitaði að
greiða reikninginn frá Reykjavíkurlögreglunni.
Ingimundur Einarsson varalögreglustjóri útskýrði
fyrir forstjóranum að verkið hefði útheimt tvo lög-
reglumenn í þriggja tíma útkall og að lágmarks-
gjald fyrir akstur miðaði við 30 ekna kílómetra:
„Reikningurinn stendur því óbreyttur og
óskast hann greiddur nú þegar,“ sagði varalög-
reglustjórinn í tölvubréfi til Arnar.
Þegar Örn sinnti ekki ítrekuðum innheimtutil-
burðum lögreglunnar í Reykjavík kom málið loks
til kasta Héraðsdóms Reykjavíkur.
Örn krafðist þess að dómurinn sýknaði hann
af kröfunni þar sem lögreglan hefði í raun ekki
heimild íyrir gjaldtökunni.
Skorti reglur frá ráðherra
Skúli J. Pálmason héraðsdómari sagði umferð-
arlög gefa dómsmálaráðherra heimild til að setja
reglur um gjald fyrir veitta lögregluþjónustu. Það
hefði ráðherrann aftur á móti ekki gert. Þess
vegna hafi kostnaður við umrædda þjónustu ekki
verið skilgreindur og gjaldið ekki haft lagastoð.
Skúli dómari sagði að honum þætti verða að
sýkna forstjórann af kröfum Reykjavíkurlögregl-
unnar „eins og þær eru settar fram.“
í stað þess að fá tæpar 19 þúsund krónur
greiddar fyrir veitta þjónustu er Reykjavíkurlög-
reglunni nú gert að greiða Erni forstjóra 100 þús-
und krónur í málskostnað.
„Þetta hefur ekki ýkja mikil áhrif. Ég vakti at-
hygli dómsmálaráðuneytisins á því að reglur
skorti. Ráðuneytið brást fljótt við og er nú að
semja reglur um flutning á farmi sem almenningi
getur stafað hætta af,“ segir Ingimundur varalög-
reglustjóri.
Lögregla heldur uppteknum hætti
Að sögn Ingimundar nema tekjur Lögregl-
unnar í Reykjavík af lögreglufylgd með flutning-
um aðeins nokkur hundruð þúsundum króna á
ári. Embættið hafi þrátt fyrir dóminn haldið
uppteknum hætti að innheimta þjónustugjöld
fyrir kostnaði við slík verkefni.
„Við höfum greint mönnum frá því hvað þetta
kostar og höfum farið fram á að þetta sé greitt
fyrirfram," segir Ingimundur. í dóminum segi að
lögregla hafi fulla heimild til að innheimta gjald-
ið þó reglurnar um það skorti.
„Fyrst og fremst er gagnrýnin á að reglur
ráðuneytisins séu ekki til. Reglurnar sem eru í
burðarliðnum. Þær verða í samræmi við það
verklag sem verið hefur,“ segir varalögreglu-
stjóri.
Handskrifað og út í hött
Ingimundur Einarsson
Varalögreglustjórinn í Reykja-
vlk segir enn rukkað fyrir lög-
reglufylgd þrátt fyrir dóm um
gjaldtakan hafi ekki lagastoð.
Örn Gústafsson ForstjóriAI-
þjóða liftryggingafélagsins
taldi lögregluna krefjast allt of
hárrar upphæðar fyrir lög-
reglufylgd með gufubaði.
J stað þess að semja voru ein-
faldlega sendir á mig lög-
menn. Framkoma embættisins
var með ólíkindum
„Þetta gjald var út í hött. Reikningurinn sjálf-
ur var ótrúlegur; eitthvert handskrifað og ónúm-
erað plagg og ekki skjal af því tagi sem hæfir rík-
isbókhaldi. Það er íhugunarefni hvað verður um
þessa peninga," segir Örn.
Örn segir það ekki hafa verið vegna íjárskorts
sem hann greiddi ekki uppsett gjald. Reykjavrk-
urlögreglan hafi einfaldlega neitað að samræma
reikninginn við uppsett gjald Selfosslögregl
unnar:
„Okkur fannst ekki fyrir hendi skýr-
ar reglur um gjaldtöku. í stað þess
að semja voru einfaldlega
sendir á mig lögmenn.
Framkoma embætt-
isins var með
ólíkind-
um,“ segir
Örn.
gar@dv.is
Listasafniö efnir til sýningar á verkum hins heimsþekkta Ólafs Elíassonar
20 milljóna króna myndlistarsýning
„Já já, þetta er eitt af því um-
fangsmesta sem við höfum gert til
fjölda ára,“ segir Eiríkur Þorláks-
son forstöðumaður Listasafns
Reykjavíkur sem efnir til sýningar
á verkum Ólafs Elíassonar. Hún
ber yfirskriftina Frost Activity og
mun standa yfir í Hafnarhúsinu frá
17. janúar til 14. mars.
Sýningin er söguleg fyrir ekki
bara fyrir þá sök að Olafur, sem
vakti heimsathygli á síðasta ári fyr-
ir sýningu á Tate Modern í
London, sé að sýna á íslandi í kjöl-
far velgengni sinnar, heldur styrkir
fésýslu- og athafnamaðurinn
Björgólfur Björgólfsson, sýning-
una um sem nemur einum þriðja
kostnaðar. Eiríkur segir ekki tíma-
bært að gefa upp kostnaðaráætlun
vegna sýningarinnar - sú tala sé
ekki fyrirliggjandi og geti breyst.
Hins vegar hefur DV heimildir fyr-
ir því að kostnaðurinn sé um 20
milljónir og framlag Björgólfs um
7 milljónir. Þetta er stærsti styrkur
einkaaðila til menningarverkefnis
hér á landi og Eiríkur segir að sér-
lega ánægjulegt að ný kynslóð
kaupsýslumanna tald í auknum
mæli forystu í stuðningi við lista-
og menningarlíf.
Björgólfur Thor segist glaður
styðja við sýninguna, hann hefur
fylgst með frama Ólafs í Bretlandi
og telur hann einn af athyglisverð-
ustu listamönnum samtímans.
Hann segir jafnframt í fréttatil-
kynningu að mikilvægt sé fyrir
okkur íslendinga að sjá hverju við
getum áorkað út í hinum stóra
heimi - og ætti að þekkja það.
jakob@dv.is
Ólafur Elíasson Hér við eitt verka
sinna. Heimurinn er hans vettvangur
segir forstöðumaður Listasafns Islands.
DVmyndHari
MYNDLISTASKOLINN opið hús laugardag kl. 14 -18
í REYKJAVÍ K