Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						Fréttír DV
Keflavík fagnaði tveimur bikarmeistaratitlum í körfuknattleik með stæl í Stapan-
um á laugardagskvöldið. Kvöldið endaði þó ekki eins og menn hefðu helst viljað
því einn leikmanna liðsins, Fannar Ólafsson, varð fyrir hrottafenginni líkamsárás
á leiðinni út af staðnum og uppskar ellefu skurði og yfir fjörtíu spor í andlitið.
Sigurqleðin
breyttist í blóðbað
Sexígæslu-
varðanald
Lögreglan í Keflavík, í
samstarfl við lögreglu og
tollgæslu á Keflavíkurflug-
velli, lögregluna í Reykja-
vík.Tollstjórann í Reykjavík
og lögregluna á Húsavík,
hefur undanfarið unnið að
rannsókn máls sem varðar
innflutning á 1000 E-töflum
og um það bil 130
grömmum af kókaíni. Lögð
var fram krafa um að átta
einstaklingar yrðu úrskurð-
aðir í gæsluvarðhald og
voru sex þeirra úrskurðaðir
í 3-14 daga gæsluvarðhald
á föstudag. Lögregla verst
allra frekari frétta af mál-
inu.
Al Qaeda á
kjarnorkju-
sprengju
Arabíska dagblaðið al-
Hayat greindi frá því í gær
að hryðjuverkasamtökin Al
Qaeda hefðu keypt kjarn-
orkuvopn af aðilum í Úkra-
ínu árið 1998. Heimildir
blaðsins eru hátt settir aðil-
ar innan Al Qaeda. Kaupin
eiga að hafa átt sér stað
þegar úkraínskir vísinda-
menn heimsóttu afgönsku
borgina Kandahar sem var
ein af höfuðstöðvum Tali-
bana. Sprengjan kemst fyrir
í skjalatösku og er talin vera
leifar úr sovésku vopnabúr-
unum. Sprengjur af þessu
tagi er taldar vera jafn öfl-
ugar og þúsund tonn af
TNT og geta drepið um
100.000 manns.
Hættir að
atilís
lands
Bandaríski herinn hefur
tilkynnt um samdrátt hjá
farpegaflugfélagi hersins,
Patriot Express, sem þýðir
að á árinu 2006 hættir það
að fljúga til íslands. Patriot
Express hefur verið notað
til að flytja bandaríska her-
menn og fjölskyldur þeirra
milli herstöðva. Frá árinu
1960 hefur flugfélagið sinnt
fólksflutningum milli 27
staða og með því hafa
meira en 340.000 farþegar
ferðast á ári.
Á næsta ári ætlar Patriot
Express að draga mjög úr
flugi til Keflavíkur og
Guantanamo-flóa á Kúbu.
Flugi til Rínarstöðvar í
Þýskalandi verður hætt. Á
árinu 2006 verður svo hætt
að fljúga til ýmissa staða,
þar á meðal Keflavíkurflug-
vallar.
Keflvíkingar voru á skemmti
staðnum Stapanum að fagna
tveimur  bikarmeistaratitlum
sem karl- og kvennalið félags
ins unnu á laugardaginn.
Karlaliðið vann granna sína
í Njarðvík í úrslilaloik og
heldur hefur það farið í
taugarnar   á   Oddi
Jónassyni,   22ja   ára
pípara úr Njarðvík, því
að hann réðst á Fann-
ar Ólafsson, leikmann
Keflvíkurliðsins    og
landsliðsmann, þegar
hann var á leiðinni út
af Stapanum og braut
glas á höfði hans með
þeim  afleiðingum  að
æðar fóru í sundur, hann
missti tvo og hálfan lítra af
blóði og að sauma þurfti yfir
40 spor í andlit Fannars. Að sögn
heimildarmanns  DV var  árásin
hrottaleg og algerlega tilefnislaus.
Heimildamaðurinn sagði í gær að
fólk, sem hefði orðið vitni að þess-
ari árás, væri enn slegið vegna
hrottaháttarins sem við
hafður var. Það hefur
lengi      verið
grunnt á því
góða á milli Keflvíkinga
og Njarðvíkinga í körf-
unni en aldrei hefur
rígurinn    brotist
fram á þennan hátt
þó   menn   hafi
stundum tekist á,
eins   og   einn
heimildarmaður
DV orðaði það.
Mikil reiði ríkir í
Keflavík vegna
málsins   og
hefur    DV
heimildir
fyrir því að
nokkrir ein-
staklingar
ætli að safna
liði og hefna
árásarinnar
á    Fannar.
Hins   vegar
hefur    DV
einnig heim-
ildir fyrir því
að   faðir
Fannar missti tvo og háifan
lítra afblóði ogsauma þurfti
yfir 40 spor íandlit hans.
Odds hafi hitt Fannar í gær og rétt fram sátta-
hönd.
Fannar, sem lék ekki með Keflvíkingum í bik-
arúrslitaleiknum þar sem hann er að jafna sig
eftir fingurbrot, sagði í samtali við DV í gær að
hann hefði verið á leiðinni út af staðnum þegar
hann sneri við til að kasta kveðju á Pál Kristins-
son, leikmann Njarðvíkur. Þá hefði umræddur
Oddur vikið sér að honum og reynt að æsa hann
upp. Fannar sagðist hafa ýtt honum frá sér og
beðið hann um hætta þessu en þá héfði Oddur
slegið hann með glasi með áðurnefndum afleið-
ingum. Fannar segist hafa ætlað að svara fyrir
sig en að það hefði liðið yfir hann. „Það fóru
tvær eða þrjár æðar í sundur og ég missti svo
mikið blóð að það leið yfir mig. Að sögn þeirra
sem voru þarna var þetta eins og í sláturhúsi -
blóðið flaut um allt gólf."
Fannar sagði að það lægi beinast við að kæra
Odd fyrir líkamsárás, enda væri ekki hægfráð
láta mann komast upp með svona. „Ég vil hins
vegar ekki reka þetta mál í fjölmiðlum heldur
mun það hafa sinn vanagang í dómskerfinu,"
^      sagði Fannar.
Oddur pípari vildi ekkert tjá sig
k^      um málið þegar DV hafði sam-
M^   band við hann og vildi hvorki
Hk   neita því né játa að hann hefði
ráðist á Fannar, þrátt fyrir að
H  fjölmörg vitni tengdu hann við
líkamsárásina.   Lögreglan  . í
Keflavík  staðfesti  að  maður
hefði verið í haldi í nótt vegna
lfkamsárásarinnar en honum
HT   verið sleppt þar sem málið væri
B>   talið upplýst.
Fannar fagur og fríður Fannar Ólafsson,
landsliðsmaður i körfuknattleik, sést hér fagna Is-
landsmeistaratitlinum með Keflavík árið 1999.
Hann er ekkijafn fagur og fríður í dag eftir hrott-
lega og tilefnislausa likamsárás sem hann varð fyr-
ir aðfaranótt sunnudags í Stapanum í Reykjanesbæ
Nefið á John Kerry
Svarthöfði er með böggum hildar
þessa dagana.
Annars vegar fylgist hann auðvit-
að grannt með forkosningum
demókrata í Bandaríkjunum og af
því Svarthöfði er óneitanlega búinn
að fá sig fullsaddan á Bush forseta,
þá óskar hann þess heitt að
demókratar beri gæfu til að velja
einhvern sterkan frambjóðanda. I
bili virðist næsta víst að John Kerry
verði fyrir valinu, þótt Svarthöfði
geri sér grein fyrir því að margt geti
enn gerst á langri leið.
Hins vegar hefur Svarthöfði
fylgst síðustu dagana með auglýs-
ingaherferð Stöðvar tvö sem ætlar
að setja Ruth Reginalds f „Extreme
Makeover" og barnastjarnan knáa
hefur meðal annars lýst því yfir að
hún ætli að nota tækifærið til að láta
laga á sér nefið.
Þótt Svarthöfði hafi svo sem
alltaf getað bæði vatni haldið og
sofið vært fyrir tilhugsunum um
nefið á Ruth Reginalds, þá hefur
honum alltaf þótt söngstjarnan
bara vera með hið ágætasta nef.
Svarthöfði er að minnsta kosti
þeirrar skoðunar að hið prúða og
fallega nef Ruthar eigi sinn þátt í því
að hún hefur aldrei fallið honum úr
minni, meðan aðrar bamastjörnur
og „venjulegri" í útliti eru honum
með öllu gleymdar.
Ekki gæti Svarthöfði til dæmis
með nokkru móti rifjað upp hvernig
Hanna Valdís leit út, þótt hún hafi
án efa verið smáfríðari en Ruth,
samkvæmt hefðbundinni skilgrein-
ingu.
Svarthöfði hélt sem sagt að allt
væri í stakasta lagi með nefið á
Ruth. En fyrst það er greinilega mis-
skilningur og heil sjónvarpsstöð sér
ekkert athugavert við að kosta miklu
til að „laga" á henni nefið, svo henni
líði vel og öðlist sjálftraust, þá renn-
ur um leið upp fyrir Svarthöfða að
nefið á John Kerry hlýtur að verða
honum mikill fjötur um fót í barátt-
unni um forsetastólinn í Bandaríkj-
unum.
Því það sama hlýtur að gilda um
konur og karla, er það ekki?
Svarthöfði

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32