Litli Bergþór - 01.12.2011, Blaðsíða 32

Litli Bergþór - 01.12.2011, Blaðsíða 32
Litli EJergþór: Efnisskrá 1 930 -til 2008 Þrúða frænka mín í Miðhúsum bað mig að skrifa nokkur orð um sjálfa mig og hvernig það atvikaðist að „lyklun“ Litla-Bergþórs varð lokaverkefni mitt við Háskóla íslands. Ég bý í Austurey í Laugardal og rak þar kúabú ásamt Snæbirni, eiginmanni mínum, í tæp 30 ár. Arið 2005 tókum við þá ákvörðun að hætta með kýrnar. Ég er þeirrar skoðunar að það sé alveg nóg að eyða 30 árum af starfsævi sinni í það að vera kúabóndi. Þetta er skemmtilegt og gefandi starf, en afar bind- andi. Þá var næsta skref að ákveða hvað tæki við. Maðurinn minn er húsasmíðameistari og rekur í dag smíðafyrirtækið Sandá-Laugardal ehf. Ég lenti hins vegar í smá „tilvistarkreppu“. Byrjaði á því að vera einn vetur í kvöldskóla NTV í Kópa- voginum. Svo ákvað ég að dusta rykið af stúdents- prófsskírteininu mínu og sótti um í Háskóla Islands. Það var óneitanlega dálítið strembið að setjast á skólabekk eftir svona langt hlé en vorið 2010, eftir þriggja vetra háskólanám, útskrifaðist ég sem bóka- safns- og upplýsingafræðingur frá HÍ, með sagnfræði sem aukagrein. Lokaverkefni mitt í háskólanum var að lykla Litla- Bergþór, þ.e.a.s. að búa til efnisorðaskrá eða skrár, um efni blaðsins í gegnum árin. Lyklaðir eru árgangarnir 1980 til 2008 að báðum árum meðtöldum. Lyklun auðveldar fólki leit að greinum og viðtölum í blað-inu. Hægt er að leita eftir efnisorðum, höfundum eða nöfnum. Hins vegar eru þessar skrár ekki tæmandi, því sumu því sem blaðið inniheldur var sleppt. Ég vil hvetja alla sem vilja, til að nota sér þessa efnisskrá hún er öllum opin og aðgengileg á netinu. Það er hægt er að nálgast hana með því að fara inná skemman.is og slá inn Litli- Bergþór sem leitarorði. I upphafi verkefnisins er inngangur þar sem sagt er í megindráttum frá verkefninu. Þar segir m.a.: Efnisskrá Litla-Bergþórs er unnin sem B.A. verk- efni í bókasafns- og upplýsingafræði við Háskóla íslands. í Litla-Bergþóri birtast greinar sem bæði eru byggðar á gögnum og frásögnum frá fyrri tíð og einnig taka atburðir líðandi stundar sitt pláss. Litli-Bergþór er lifandi alþýðurit, sem hugsað er fyrir alla Tungnamenn jafnt unga sem aldna. Ohjákvæmilega litast efnisval blaðsins af þeim sem eru í ritstjórn blaðsins hverju sinni. Þeir sem sitja í 111II11111........III.............11111111..111111111111H111!111M11111!111111111............1111]111111111111111111II11111111111111111111111111M 11111 [11111111111111111111111111111111111111111! 1111.1.........11111 [11111111! 111111....11111 Þjónusta í yfir 30 ár □ Þjónusta á búvélum og tækjum í landbúnaði □ Smurþjónusta - Olíusíur í bíla og dráttarvélar □ Háþrýstislöngur - Sérsmíði □ Bifreiðaviðgerðir c □ Framrúðuskipti Mmlll □ Hjólbarðaþjónusta □ Nýsmíði Litli-Bergþór 32

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.