Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1998, Blaðsíða 18

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1998, Blaðsíða 18
Guðmundur skutlari og áar hans svar til Guðmundu Hreinsdóttur í Fréttabréfi ættfræðifélagsins, 2. tbl., apríl 1997 eru nokkrar fyrirspurnir frá Guðmundu Hreinsdóttur. Ekki er það nú svo að ég geti upplýst Guðmundu um margt, en samt skal ég ekki liggja á því sem ég veit og hef rekist á. í 3. lið spyr Guðmunda um foreldra Guðrúnar Guðmundsdóttur f. 1815. Guðrún átti barn með Jóni Eyjólfssyni, f. 1814, síðar presti í Dýrafjarðarþingum. í íslenskum æviskrám segir svo í greininni um Jón: “Laundóttir síra Jóns (með Guðrúnu Guð- mundsdóttur skutlara í Vigur, Guðmundssonar, þjónustustúlku í Vigur): Jensína Guðrún (f. 9. jan. 1839)...” Um önnur böm Guðrúnar á ég ekkert. Hún átti hins vegar a. m. k. einn bróður, Kristján Guðmundsson, f. 1813, k. h. Guðbjörg Markúsdóttir, þau bjuggu á Borg í Arnarfirði. Sonur þeirra var Kristján, f. 22.10.1844, d. 8.4.1928, hreppstjóri í Stapadal, k. h. Símonía Pálsdóttir, f. 24.11.1855. Dóttir þeirra var Sigríður Kristjánsdóttir, húsfreyja í Hokinsdal og Stapadal, maður hennar var Bjarni Ásgeirsson frá Hrafnseyri. Um Guðmund skutlara og áa hans á ég eftirfarandi (og reyndar meira): Heimildir em í hom- klofúm. Því miður á ég ekkert um móður Guðrúnar né um konu Guðmundar ríka: 1. grein 1 Guðmundur Arason, f. 1757, d. 16. maí 1841, bóndi á Auðkúlu í Arnarfirði, kallaður "ríki". [ÍÆ, Hrafnseyri (BB)] 2 Ari Jónsson, f. um 1715, lögréttumaður og bóndi í Reykjarfirði og á Haukabergi á Barðaströnd. [Lögréttumannatal, VÆ] - Guðrún Þórðardóttir (sjá 2. grein) 3 Jón Hannesson, f. 1678, bóndi í Reykjarfirði í Vatnsfjarðarsveit. [Lögréttumannatal, VÆ] - Hallbjörg Ásgeirsdóttir (sjá 3. grein) 4 Hannes Gunnlaugsson, d. 1703 eða fyrr, bartskeri eða læknir í Reykjarfirði í Vatnsfjarðarsveit. [ísl. ættst., Lögréttumannatal, VÆ] - Anna Þorkelsdóttir (sjá 4. grein) 5 Gunnlaugur Snorrason, d. 4. júni 1682, prestur á Stað áReykjanesi. [ísl ættst., IÆ, Lögréttumannatal] - Kristín Gísladóttir (sjá 5. grein) 6 Snorri Ásgeirsson, f. um 1565, d. júlí 1648 á Varmalæk í Bæjarsveit., bóndi í Vatnsdal í Fljótshlíð og á Varmalæk. Lögréttumaður 1591-1636. [Húsatóftaætt, Ættmeiður, ÍÆ, Lögréttumannatal] - Anna Árnadóttir, f. (1565), húsfreyja í Deildartungu og á Varmalæk í Andakíl. 2. grein 2 Guðrún Þórðardóttir, f. (1715), húsfreyja í Reykjarfirði í Vatnsfjarðarsveit. [Lögréttumannatal] 3 Þórður Jónsson, f. um 1692, lögréttumaður á Haukabergi á Barðaströnd. [Lögréttumannatal] - Ingibjörg Aradóttir (sjá 6. grein) 4 Jón Bjamason, f. (1660), bjó í Breiðuvík í Rauðasandshreppi. Hann var hálfbróðir Jóns Árnasonar biskups í Skálholti. [ÍÆ, ísl. ættst., Lögréttumannatal] - Sigríður Pálsdóttir (sjá 7. grein) 5 Bjarni Narfason, f. (1625). [ísl. ættst.] - Álfheiður Sigmundsdóttir (sjá 8. grein) 17

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.