Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 3

Neytendablaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 3
Úr starfi Neytendasamtakanna „Fríkortið“ |arkaössetning „Fríkortsins" hefur vakið mikið umtal manna á milli, en einnig hefur um- fjöllun um kortið fengið mikið rúm í fjölmiðlum. Neytendasamtökin hafa gagnrýnt þetta kort og nokkuð harkalega að mati sumra. En það er ekki að ástæðulausu að Neyt- endasamtökin taka svo hart á móti. Það eru mörg atriði við „fríkortið" sem Neytendasamtökin telja gagnrýniverð. Þar skal fyrst nefnt að Neyt- endasamtökin telja þetta svo vægt sé til orða tekið afar óheppilegt út frá samkeppnis- sjónarmiðum. Nokkur fyrirtæki mynda hér viðskiptablokk þar sem fyrirtækin hvetja viðskipta- vini sína til að versla við önnur fyrirtæki í viðskiptablokkinni. Ekki síst er þetta alvarlegt þar sem hvert fyrirtæki hefur um- talsverða markaðshlutdeild inn- an þeirra vöruflokka sem þau selja og sum þeirra starfa jafn- vel á einokunar- eða fákeppnis- markaði. Miðað við smæð markaðarins hér er þetta enn al- varlegra. Því telja Neytenda- samtökin eðlilegt að samkeppn- isyfirvöld grípi hér inn í og banni þessa starfsemi vegna skaðlegra áhrifa á eðlilega og fijálsa samkeppni. Annað svið þar sem Neyt- endasamtökin telja að „fríkort- ið“ geti haft slæm áhrif er verð- skyn neytenda og eðlilegt að- hald þeirra að verði og gæðum. „Fríkortið“ gengur út á að fá viðskiptavinina til að versla þar sem punktar fást, verð vömnnar er ekki aðalatriðið heldur punktasöfnunin. Eðlilegt aðhald neytenda skiptir afar miklu máli enda er verðlagning vöru og þjónustu í langflestum tilvikum fijáls. Þetta aðhald að verði og vörugæðum kemur til með að minnka því nú á allt að snúast um punktana. Þriðja atriðið er kynning Jjeirra sem að „fríkortinu" standa. Neytendasamtökin telja að þar séu alltof mörgum gefnar væntingar sem aldrei munu ræt- ast. Tekjur fjölda heimila eru með þeim hætti að það er úti- lokað. Auk þess má benda á að þó að ein fjölskylda geti aflað sér eins farmiða til útlanda með notum á „fríkortinu“ er auk gistingarinnar enn eftir að kaupa Apex-miða fyrir aðra í íjölskyldunni. Færa má rök fyr- ir því að ódýrara sé fyrir fjöl- skylduna að kaupa pakkaferð til útlanda en að nota „fríkortið“. Hagkvæmnin verður enn meiri ef fólk gleymir allri punktasöfn- un og kaupir bara þar sem það er hagkvæmast og gæðin eru mest. Viðskipti með „fríkort- inu“ gefa einfaldlega mjög fáa punkta. Fjórða atriðið er að í sumum lilvikum eru aðilar sem að kort- inu standa alls ekki að gefa punktana í bónus vegna við- skiptana heldur að selja þá. Gott dæmi um þetta er Húsasmiðjan, sem hefur lækkað staðgreiðslu- afslátt úr 5 í 3 prósent. Þá verða þeir sem hafa verið í reiknings- viðskiptum að endursemja um afslátt sem þeir hafa notið og sá sem vill nota kortið verður að una lækkun á umsömdum af- slætti til að fá punkta í ein- hverjum verulegum mæli. Svip- aðar athugasemdir hafa borist Neytendasamtökunum vegna Toyota-umboðsins. Fimmta atriðið eru samn- ingsskilmálamir. Þeir eru Það er að mati Neytendasamtakanna ekki hagkvæmt fyrir neyt- endur að nota „fríkortið“. óvenju einhliða og bijóta að mati Neytendasamtakanna gegn lögum. Þar segir á einum stað að punktamir séu eign þess sem þeir em skráðir á. Á öðmm stað stendur hins vegar að fyrirtækin geti lagt þetta kerfi niður og strikað yfir áunna punkta. Slíkt er að sjálfsögðu eignaupptaka og verður að teljast mjög gagn- rýnivert að fyrirtæki skuli leyfa sér að setja skilyrði sem þessi. Sjötta atriðið er að stofn- kostnaður „fríkortsins" og aug- lýsingar er mjög dýr fram- kvæmd. Fullyrt hefur verið við Neytendasamtökin að sá kostn- aður sé á bilinu 100-150 millj- ónir króna. Þessum kostnaði verður dreift á alla viðskiptavini í hærra vöruverði. Þau heimili sem hafa lægri tekjur koma þannig til með að greiða sinn hluta þessa kostnaðar án nokkurs ávinnings. Sjöunda og síðasta atriðið sem nefnt verður hér er að með þeirri skráningu upplýsinga sem fram fer þegar notuð em kort skapast möguleikar til „harðari" markaðsfærslu en tíðkast hefur. Fyrirtækin fá ná- kvæmar upplýsingar um hvað hver kaupir. Niðurstaða Neytendasam- takanna er því sú að það er ekki hagkvæmt fyrir neytendur að nota „fríkortið“. Einnig að starfsemin stríði gegn sam- keppnislögum og samningalög- um. Því ber yfirvöldum að stöðva þessa starfsemi. Samkeppnisráð hefur ákveðið að setja samruna innanlandsflugs Flugleiða og Flugfélags Norðurlands ströng skil- yrði. Það ströng að mati fyrirtækjanna að hæpið sé að af sameiningu verði. Vegna jjessa sendu Neyt- endasamtökin frá sér fréttatil- kynningu þar sem bent var á að íslenskir neytendur búa við Samruni í innanlandsflugi fákeppnismarkað í flugi. Þrátt fyrir að flugrekstur verði gef- inn frjáls á miðju þessu ári sé ljóst að erlend flugfélög munu ekki helja flug á flugleiðum innanlands um ófyrirsjáanlega framtíð. Því hefði umræddur samruni enn aukið á fákeppn- ina. Það sé því fagnaðarefni ef ekki verður af þessum sam- runa. Neytendasamtökin telja raunar að samkvæmt. 18. grein samkeppnislaga hefði samkeppnisráð átt að banna jjennan samruna. Það var hins vegar ákvörðun samkeppnis- ráðs að setja samrunanum ströng skilyrði. Jafnframt lýsa Neytenda- samtökin yfir undrun sinni á viðbrögðum samgönguráð- herra við úrskurðinum. Neyt- endasamtökin minna á að kjömir fulltrúar almennings eiga að gæta hagsmuna al- mennings en ekki einstakra fyrirtækja. NEYTENDABLAÐIÐ - Maí 1997 3

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.