Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 2

Neytendablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 2
Ekki innheimtu án laga Bréf kemur inn um lúguna. Þar til- kynnir innheimtuaðili um vanskil á láni. I sundurliðun á skuldinni koma fram fjölmargir liðir, umfram höfuðstól skuldarinnar og um- samda vexti, eins og dráttarvextir, ítrekunargjald, vanskilagjald auk innheimtukostnaðar viðkomandi innheimtustofu. Loks leggst við þessa upphæð virðisaukaskattur á innheimtukostnaðinn. Skuldarinn, sem einhverra hluta vegna getur ekki staðið í skilum, hefur ekkert um þennan kostnað að segja, hann verður bara að borga. Hann hefur enga samningsstöðu enda velur hann ekki innheimtuaðilann. Sá sem innheimtir ákveður reglurnar og hvað skuldari þarf að borga í innheimtukostnað. Hér á landi eru ekki til innheimtu- lög, öfugt við flestar nágrannaþjóð- ir okkar, þar á meðal hjá frændum okkar á Norðurlöndum. Þar eru almenn ákvæði um hvernig standa skuli að innheimtu auk þess sem sett er þak á hvað innheimtuaðilinn geturkrafist hárrar innheimtuþókn- unar. Þetta er talið nauðsynlegt, bæði til að skapa almennar leikregl- ur um innheimtustarfsemi auk þess sem með slíku þaki er viðurkennd léleg samningsstaða skuldarans. Neytendasamtökin hafa lengi barist fyrir því að settar yrðu reglur um leyfilegt hámark þóknunar. Þóknun fyrir innheimtu getur oft verið æði há, auk þess sem sumir innheimtu- menn ganga mjög hart fram. Sína sögu segir að mál hafa komið á borð Neytendasamtakanna þar sem með einu símtali hefur mátt fá innheimtuþóknunina lækkaðaveru- lega. Það segir talsvert um hvaða upphæðir er um að ræða þegar slíkt er mögulegt. Frumvarp til innheimtulaga hef- ur fimm sinnum verið lagt fram á Alþingi. í upphafi var um að ræða stjórnarfrumvarp sem Finnur Ingólfsson, þáverandi viðskiptaráð- herra, lagði fram í tvígang. Þrátt fyrir að um stjórnarfrumvarp hafi verið að ræða í upphafi var ekki samstaða um þetta mál milli stjórn- arflokkanna og því dagaði frum- varpið uppi í nefnd. Síðan hefur Jóhanna Sigurðardóttir ásamt fleiri þingmönnum lagt þetta frumvarp fram í þrígang, meðal annars á yfir- standandi þingi. Framsóknarflokkur- inn hefur ítrekað lýst yfir stuðningi við þetta frumvarp. Neytendasam- tökin hafa vissu fyrir því að allir stjórnarandstöðuflokkarnir styðji það einnig. Það er því út í hött að þetta brýna mál nái aldrei að koma til atkvæðagreiðslu þegar ljóst er að meirihluti þingmanna styður það. Það er Ijóst að andstaða innheimtu- aðila við þetta frumvarp hefur ráðið ferðinni á Alþingi sem sýnir stuðn- ing þess við þrönga sérhagsmuni. Neytendasamtökin minna hins vegar á að alþingismönnum ber að gæta almannahagsmuna en ekki þröngra sérhagsmuna. Jafnframt minna samtökin á að hér er um mikilvæga neytendavernd að ræða. Hér er verið að tryggja skuldurum sjálfsagða lágmarksvernd gagnvart innheimtuaðilum. Skilaboð okkar til alþingismanna eru einföld. Víkið sérhagsmunum til hliðar og látið al- mannahagsmuni ráða og tryggið að um innheimtu gildi sérstakar reglur í lögum. Jóhannes Gunnarsson Efni Frá kvörtunarþjónustunni 3 Megrun án árangurs 4 Erfðatæknin 5 Gæðakönnun 6 Lífræn framleiðsla á íslandi 8 Með kurtið á lofti 11 Gæðakönnun 12 Sjúkdómsvæðing 14 Sjúkdómatryggingar 16 Sparnaður og kostnaðarsjónarmið 18 Hvað þýða merkin? 28 Lækningamáttur í sokkabuxum 21 Siðræn neysla 22 Prentað efni Blaðið er prentað á umhverfisvænan hátt. NEYTENDABLAÐIÐ l.tbl., 50. árg. - mars 2004 Útgefandi: Neytendasamtökin, Síðumúla 13, 108 Reykjavík Sími 545 1200 Fax 545 1212 Veffang: www.ns.is Netfang: ns@ns.is Ábyrgðarmaður: Jóhannes Gunnarsson Ritnefnd: Brynhildur Pétursdóttir, Jóhannes Gunnarsson, Þórólfur Daníelsson, Þuríður Hjartardóttir Umsjón með gæðakönnunum: Ólafur H. Torfason Yfirlestur: Laufey Leifsdóttir Umbrot og hönnun: Ásprent Stíll hf. Prentun: HjáGuðjónÓ ehf. - vistvæn prentsmiðja Pökkun: Bjarkarás Upplag: 13.000 eintök, blaðið er sent öllum félagsmönnum í Neytendasam- tökunum Ársáskrift: 3.400 krónur og gerist áskrifandi um leið félagsmaður í Neytendasamlökunum. Heimilt er að vitna í Neytendablaðið í öðrum fjölmiðlum sé heimildar getið. Óheimilt er þó að birta heilar greinar eða töflur án leyfis Neytendasam- takanna. Upplýsingar úr Neytenda- blaðinu er óheimilt að nota í auglýs- ingum og við sölu nema skriflegt leyfi Neytendasamtakanna liggi fyrir. Lykilorð á heimasíðu: pera04 2 NEYTENDABLAÐIÐ1. TBL. 2004

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.