Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 19

Neytendablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 19
Markmiðið með and-auglýsingum er að gagnrýna auglýsingar með því að snúa út úr boðskap þeirra. Kanandísku samtökin Adbusters hafa fyrir löngu fengið yfir sig nóg af auglýsingaáreitinu og telja að framleiðendur gefi ekki alltaf rétta mynd af því sem þeir selja. Adbusters hafa gert fjölmargar and-auglýsingar og þetta tján- ingarform verður sífellt vinsælla. Á ensku kallast þessar auglýsingar „spoof- ads" eða „anti- advertisement", og þeir sem hafa aðgang að netinu geta skoðað árang- urinn af starfi Adbuster á www.adbust- er.com undir „creative resistance". And-auglýsingarnar sem hafa birtst á bak- síðu Neytendablaðsins að undanförnu hafa vakið nokkra athygli. „Það er dýrt að skulda" birtist aftan á októberblaðinu og er þar verið að snúa út úr auglýsingu frá Búnaðarbankanum þar sem áhersla var lögð á að kynna námsmönnum ýmis „kostatilboð". Neytendasamtökin vildu með and-auglýsingu sinni undirstrika þann kostnað sem felst í lántöku og námsmenn sem og aðrir lántakendur gerðu rétt í að reikna dæmið til enda áður en lán er tekið. NEYTENDASAMTÖKIN Það er dýrt að skulda! skðli * skuldir . ,i„na ela vanskil | LÁNSMANNALÍNAN auglýsingar Aftan á síðasta blaði var síðan áskorun til alþingismanna um að samþykkja lög um innheimtu en slíkt frumvarp hef- ur verið lagt fram í þrígang en aldrei komist í gegnum þingið. Sú auglýsing var skírskotun til auglýsingaherferðar sem innheimtufyrirtækið Intrum justica stendur fyrir með skilaboðunum „Fair pay, please". Þar er fólk hvatt til að standa við samninga, eins og ein- hver leiki sér að |dví að lenda í vanskilum. Það hefur a.m.k. ekki borgað sig fyrir neinn að draga að greiða skuldir sínar og innheimtulöggjöf myndi tryggja skuldur- um lágmarksvernd gegn innheimtuaðila. Aftan á þessu tölublaði er auglýsing sem ekki á sér neina fyrirmynd og gæti jafnvel flokkast undir áróður. Auglýsingin er liður í baráttu Neytenda- samtakanna fyrir lægra matvöruverði á Islandi. Þar fáum við lánað slagorðið frá Happdrætti Háskóla íslands „Láttu þig dreyma" og vísum við þar til þess að líkurnar á happdrættisvinningi eru meiri en á því að verð á þessum tilteknu vöru- flokkum lækki á næstunni. Eins má líta á skilaboðin þannig að neytendur geti einungis látið sig dreyma um slíkar kræs- ingar verðsins vegna. Neytendasamtökin hafa gagnrýnt tolla á ávöxtum og ostum og það er staðreynd að af hverri léttvínsflösku renna yfir 60% af verð- inu í ríkissjóð. Gaman væri að heyra frá lesendum varðandi þetta tiltölulega nýja fyrirbæri. Hvaða auglýsingar fara fyrir brjóstið á lesendum Neytendablaðsins og eruð þið með hugmyndir á baksíðuna? Neytendastarf er í allra þágu 10-11 verslanirnar Hagkaup Móna ehf. 11-11 verslanirnar Hans Petersen hf. Nettó Apótekarinn Hreyfill Nóatún Baðstofan ehf. Húsasmiðjan Nói Síríus Blómaval Ingvar Helgason hf. Og Vodafone Bón- og þvottastöðin, Sóltúni 1 R. ísfugl hf. Qsta- og smjörsalan Bónus íslandsbanki Samband íslenskra sparisjóða Bræðurnir Qrmsson hf. [slandspóstur Samkaup Búr íslandstrygging Samskip Danfoss hf. Johan Rönning SHELL - Skeljungur Davíð S. Jónsson & Co. ehf. Kaskó Síminn Egill Árnason hf. Kjarval Sjóvá/Almennar Ellingsen ehf. Krónan Sparkaup Emmessís Lánstraust Sparverslunin, Bæjarlind 2, Kópavogi Europris Líf hf. Sölufélag garðyrkjumanna Fjarhitun hf. Lyf og heilsa Tryggingamiðstöðin Freyja ehf., sælgætisgerð Mjólkurbú Flóamanna Úrval Friðrik A. Jónsson ehf. Mjólkursamsalan Vátryggingafélag íslands Frumherji Mjöll-Frigg VISA ISLAND NEYTENDABLAÐIÐ t.TBL. 2004 19

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.