Prentarinn - 01.04.1998, Blaðsíða 16

Prentarinn - 01.04.1998, Blaðsíða 16
Stofnfundur Fjölmiðla- sambandsins 1. Þingsetning Lúðvfk Geirsson bauð fundar- menn velkomna og tilnefndi Ge- org Pál Skúlason þingforseta og Helga R. Gunnarsson ritara. Aðrar tillögur komu ekki fram og voru þeir réttkjömir og tóku við störfum. 2. Dagskrá Þingforseti, Georg, kynnti dag- skrá fundarins. 3. Skýrsla undirbúningsstjórnar Lúðvík Geirsson form. undir- búningsstjórnar rakti ítarlega þá vinnu sem undirbúningsstjóm hefði innt af hendi til að af þessu samstarfi gæti orðið, en með und- irritun viljayfirlýsingar ofan- greindra félaga 3. apríl 1998 fór sú vinna í fullan gang og lýkur hér í dag. Tilgangurinn kemur fram í 1. grein laga samtakanna, en hann er ekki hvað síst að efla samvinnu þessara hópa í þeirri öru tækniþróun sem á sér stað hjá starfsmönnum fjölmiðla og miklu skörun á störfum milli einstakra starfshópa. Einnig vakti hann athygli á þörfmni fyrir aukna eftirmenntun sem samband þetta gæti stuðlað að. 4. Lög fyrir Fjölmiðlasambandid Georg fór yfir tillögu undirbún- ingsstjómar að lögum og las þau upp. Þá gerði hann grein fyrir breytingartillögu við grein 4.3. í áður útsendum drögum að lögum. Engar aðrar breytingartillögur bárust, en Ómar Valdimarsson lagði til að fyrir næsta ársfund sambandsins yrðu lögin lesin yftr af íslenskusérfræðingi með tilliti til málfars. Fleiri tóku ekki til máls. Georg bar því næst upp breytingartillöguna sem var sam- þykkt, og þá lögin í heild og voru þau samþykkt samhljóða og eru svohljóðandi: 1. Heiti, heimili og hlutverk 1.1. Heiti samtakanna er Fjölmiðlasambandið, skamm- stafað FMS. 1.2. Heimili samtakanna er í Reykjavík. Vamarþing samtak- anna er í Reykjavík. 1.3. Hlutverk samtakanna er: 1. að efla samvinnu aðildaifé- taga; 2. að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum aðildarfélaga, þ.m.t. eru samráð um kjaramál, fagleg umrœða, réttindamál, vinnuumhverfi, starfsmanna- stefna, tœknimál, orlofsmál, heilsuvernd og endurmenntun; 3. að efla áhrif starfsmanna á stjórn fjölmiðla; 4. að vera málsvari fjölmiðla- starfsmanna á opinberum vett- vangi; 5. að samrœma sem kostur er þátttöku starfsmannajjölmiðla í norrœnu og alþjóðlegu samstarfi; 6. að glœðafélagsanda og efla samheldni starfsmanna fjölmiðla. 1.4. Samtökin sinna hlutverki sínu m.a. með því að setja á stofn vinnuhópa um sérstök viðfangs- efni, sem snerta fjölmiðlastarfs- menn og standa vörð um hags- muni og réttindi starfsmanna gagnvart opinberum aðilum. 1.5. Fjölmiðlasambandið er ekki stéttarfélag. 2. Aðild að FMS 2.1. Fjölmiðlasambandið er full- trúasamband félaga eða félags- deilda launamanna hjá fjölmiðlum og sérstakra starfsmanna samtaka hjá fjölmiðlum. 2.2. Skriflega umsókn um aðild skal senda stjóm FMS ásamt endurriti af kjarasamningi, lögum eða samþykktum félags, upp- lýsingum um stjóm félags eða deildar, félagatölu og félagsgjald. Aðildarfélögum er skylt að veita FMS upplýsingar um breytingar á félagslögum og samþykktum ein- stakra aðildarfélaga, um breytingar á skipan stjómar og um kjarasamninga. 2.3. Stjóm tekur afstöðu til um- sóknar um aðild. Sé umsókn hafn- að af stjórn, skal leggja umsókn- ina fyrir Fjölmiðlaþing sem úr- skurðar endanlega hvort umsókn skuli samþykkt eða henni hafnað. Umsókn um aðild telst samþykkt ef 2/3 greiddra atkvæða á Fjöl- miðlaþingi em henni meðmæltir. 2.4. Reglulegt Fjölmiðlaþing ákveður hvert skuli vera aðildar- gjald að FMS. 3. Skipulag FMS 3.1. Stjómarstofnanir Fjölmiðla- sambandsins em: a) Stjóm b) Fjölmiðlaþing 4. Fjölmiðlaþing 4.1. Fjölmiðlaþing fer með æðsta vald í málefnum FMS. 4.2. Fjölmiðlaþing er haldið einu sinni á ári. Stjóm er skylt að kveðja Fjölmiðlaþing saman til aukafundar ef 2/3 greiddra at- kvæða fulltrúa í stjóm krefjast þess. 4.3. Fjölmiðlaþing sitja allir skipaðir eða kjömir fulltrúar að- ildarfélaga FMS og hafa þeir einir atkvæðisrétt. Hvert einstakt aðild- arfélag skal eiga 10 aðalfulltrúa og jafnmarga til vara á Fjölmiðla- þingi. Auk þeirra sitja þingið, ef þeir eru ekki jafnframt fulltrúar í FMS, þeir sem tekið hafa að sér fulltrúa- eða trúnaðarstörf fyrir samtökin á síðasta rekstrarári eða gegna slíkum störfum þegar þing- ið er haldið, svo og formenn ein- stakra aðildarfélaga. Öðmm starfsmönnum fjölmiðla er heimilt að fylgjast með störfum Fjölmiðlaþings. 4.4. Stjóm undirbýr Fjölmiðla- þing, velur kjörstjóm þingsins og ákveður dagskrá reglulegs þings sem skal vera í eftirtöldum liðum hið fæsta: 1. Kjör þingforseta, þingritara. 2. Skýrsla formanns FMS og nefnda. 3. Samþykkt ársreikninga. 4. Samþykkt fjárhagsáætlunar samtakanna fyrir næsta starfsár og þar með ákvörðun um aðildar- gjald samtakanna. 5. Kosningar. 6. Umræða og afgreiðsla málefna sem stjóm hefur vísað til Fjöl- miðlaþings, þ. á m. tillagna um lagabreytingar. 7. Önnur mál. 4.5. Stjóm skal boða með dag- skrá til reglulegs Fjölmiðlaþings með mánaðar fyrirvara. Hvert aðildarfélag skal sjá um kosningu eða skipan fulltrúa og varafulltrúa til Fjölmiðlaþings. 4.6. Atkvæðagreiðsla um af- greiðslu einstakra mála á Fjöl- miðlaþingi skal vera opinber. At- kvæðagreiðsla skal þó vera leyni- leg ef þriðjungur atkvæðisbærra þingfulltrúa krefst þess. Af- greiðsla máls telst ekki samþykkt nema 2/3 greiddra atkvæða þing- fulltrúa séu henni meðmæltir. 5. Kosningar á Fjölniiðlaþingi 5.1. Öll aðildarfélög Fjölmiðla- sambandsins hverju sinni skulu eiga 1 fulltrúa í stjóm sambands- Fulltrúar FBM á fjölmiðlaþinginu. 1 6 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.