Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.05.2012, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 18.05.2012, Blaðsíða 46
14 viðhald húsa Helgin 18.-20. maí 2012 67% ... kvenna á höfuðborgar- svæðinu lesa Fréttatímann* *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent okt.-des. 2011 Hvað er viðhald? Þegar talað er um viðhald fasteigna, er yfirleitt átt við viðhald á veðrun- arkápu. Veðrunarkápa eru þeir hlutar byggingar sem verða fyrir álagi af völdum veðurs. T.d. þak, útveggir, gluggar og gler. Viðhaldi fasteigna má í raun skipta í þrjá meginflokka: 1. Viðhald sem krefst tafarlausra aðgerða. Undir þennan flokk falla t.d. lekar en í slíkum tilfellum er nauðsynlegt að bregðast hratt við svo að frekari skemmdir hljótist ekki af. 2. Fyrirbyggjandi viðhald. Hér er átt við viðhald sem þarf að fram- kvæma áður en skemmdir verða. Í þessum lið er verðgildi fasteignar- innar viðhaldið. Til dæmis má nefna að eðlilegt er að endurnýja máln- ingu á steyptum veggjum áður en málningin hættir að vernda vegg- ina. 3. Endurnýjun. Stundum eru hlutar byggingarinnar orðnir svo lélegir að ekki er hægt að viðhalda þeim lengur. Sem dæmi má nefna að ekki nægir að mála mjög fúinn glugga. Mjög fúinn glugga getur þurft að endurnýja í heild sinni. Hvað er eðlilegt viðhald? Með eðlilegu viðhaldi er yfirleitt átt við reglubundið og fyrirbyggjandi viðhald í samræmi við lið 2. hér að ofan. Sem dæmi má nefna að rétt er að mála timburglugga á 2-6 ára fresti. Múrviðgerðir og endurmálun veggja er eðlilegt að framkvæma á 4-10 ára fresti. Viðgerðir á steyptum svölum er eðlilegt að framkvæma á 4-7 ára fresti. Hefðbundið bárujárnsþak er nauðsynlegt að endurmála á 10-20 ára fresti. Eins og sjá má á tölunum að ofan, þá er mikil óvissa hver viðhaldstíðn- in þarf að vera. Því er eðlilegt að velta því fyrir sér hvaða þættir hafa áhrif á tíðni viðhalds. Hvaða þættir hafa áhrif á tíðni viðhalds? 1. Langmikilvægasti þátturinn er sá að sinna fyrirbyggjandi viðhaldi. Steypu og timbur þarf að vernda gegn ágangi vatns og frosts, svo ekki hljótist skemmdir af. Því miður er reynsla okkar sú að oft- ast er ekki ráðist í aðgerðir fyrr en verulegar skemmdir koma í ljós. Litlar skemmdir eru fljótar að skemma út frá sér og verða kostnaðarsamar. Sem dæmi má nefna að málun á timburglugga sem er 1 m2 kostar aðeins um 5.000 kr (u.þ.b 1000-1200 kr/m). Sé málningunni hins vegar ekki viðhaldið, kemst vatn í timbrið sem verður til þess að timbrið í glugganum fúnar. Nýr gluggi getur skemmst á 5-10 árum, fái vatn greiðan aðgang. Sé glugga hins vegar vel við haldið getur endingin orðið allt að 60 ár. Nýr gluggi af sömu stærð kostar lík- lega frá 100.000 kr með ísetn- ingu. 2. Gæði framkvæmda eru gífurlega mikilvæg. Þegar leitað er tilboða í verk er venjulega lægsta tilboði tekið. Lægsta tilboðið getur hins vegar einnig verið lélegast m.t.t. endingar. Sem dæmi má nefna að múrviðgerðir af lágum gæðum geta enst í 3-4 ár á með- an vel heppnaðar múrviðgerð- ir geta enst í allt að 20 ár. Það er því mjög mikilvægt að velja traustan verktaka sem getur lagt fram upplýsingar um svipuð verk 3-7 ára gömul. Handbragð iðn- aðarmanna og gæði þeirra efna sem eru valin, eru nauðsynlegir hlutar að vel heppnuðu verki. 3. Til að tryggja gæði framkvæmda eru eftirlitsmenn oft fengnir til aðstoðar. Þeirra hlutverk marg- þætt og mikilvægt. Ekki er hægt að leggja nægjanlega áherslu á gildi þess að fá eftirlitsaðila til að tryggja að verktaki vinni samkvæmt kröfum og gildandi reglum. Sem dæmi má nefna að nú nýverið stöðvaði undirritaður framkvæmdir á húsi sem var ver- ið að endursteina. Undirvinnan var það illa unnin að þessi stóra framkvæmd hefði verið ónýt eft- ir 3-5 ár. Góð steining endist í 40-50 ár eins og sjá má í gömlu hverfum Reykjavíkur. Það er því mikilvægt að fá sérfræðinga sér til aðstoðar, því það getur verið dýrt að horfa í aurinn en kasta krónunni. Það eru því margir þættir sem þarf að hafa í huga vegna viðhalds á fast- eign og vonandi hefur þessi stutti pistill gefið nokkra hugmynd um þá þætti sem hafa áhrif þar á. Indriði Níelsson Verkís Tíðni viðhalds  FasteIgNIr álag vegna veðurs e itt af því sem fylgir hækk-andi sól hér á landi er að húseigendur fara að huga að viðhaldi eigna sinna utanhúss. Í langflestum tilfellum er íbúðar- húsnæði fjölskyldunnar stærsta eignin og oft á tíðum það sem allt fjármálakerfi fjölskyldunnar snýst um, tala nú ekki um á þessum síð- ustu og verstu tímum. Það er því mjög mikilvægt fyrir þá sem ætla að sinna viðhaldi í sumar og fá til þess utanaðkomandi aðila, að þeir athugi vel hvort þeir aðilar sem þeir versli við séu þeir sem þeir segja, þ.e. fagmenn með réttindi og þær skyldur og ábyrgð sem þeim fylgja. Það er nefnilega þannig að á vorin eru það ekki bara farfuglarnir sem koma til landsins, heldur spretta hér upp ótrúlegustu aðilar sem kynna sig sem sérfræðinga í viðhaldi húsa með víðtæka reynslu og áreiðanleg vinnubrögð. Það er ekki út af engu sem ekki ber neitt á þessum aðilum nema á vorin og sumrin, þeir eru nefnilega margir sem búa erlendis yfir veturinn en koma til landsins á vertíð á sumrin með tilheyrandi blekkingum, lygum og sviksamleg- um vinnubrögðum sem grandalaust fólk lendir á í góðri trú að versla við. Þau eru ófá símtölin sem við á skrif- stofu Málarameistarafélagsins fáum á hverju sumri um viðskipti sem fólk hefur átt við svona aðila með hörmu- legum afleiðingum, afleiðingum sem oft á tíðum eru óbætanleg en að öllu jöfnu mjög kostnaðarsöm að bæta. Hér er um að ræða allskyns reynslusögur af hremmingum fólks, allt frá því að hlutir séu illa og hroð- virknislega unnir yfir í það að hús- eigenda er hótað handrukkun og líkamsmeiðingum ef hann er með eitthvað múður yfir lélegum vinnu- brögðum og geri ekki upp í snatri. En eitt eiga allar þessar hrakning- ar sameiginlegt; húseigendur hafa ekki getað fengið þessa fúskara til að bæta og lagfæra sín verk, það er eins og þessir menn gufi bara hrein- lega upp um leið og búið er að borga reikninginn, ef reikningur er þá yf- irhöfuð gefinn út. Það virðist líka vera sameiginlegt með þessum að- ilum sem stunda svona sviksamlega starfsemi að símanúmer þeirra eru í öllum tilfellum óskráð, þ.e. ekki er hægt að vita hver er skráð- ur fyrir símanúmerinu eða hvar hann er staðsettur. Það er því mikilvægt að húseigendur kanni vel hvort viðkomandi sé með tilskilin réttindi, fái skrif- legt tilboð og, ef um stærri framkvæmdir er að ræða, geri skriflegan samning þar sem fram komi hvað sé verið að semja um, hvað það kosti og svo framveg- is. Málarameistarfélagið heldur úti öflugri heimasíðu, www.malarar. is þar sem fram koma upplýsingar um málarameistara sem eru með sín réttindamál á hreinu og standa undir nafni með vönduðum vinnu- brögðum. Einnig er þar að finna ítar- legar upplýsingar um hvernig best er að standa að því að fara í verkleg- ar framkvæmdir, hvað þarf að hafa í huga og hvað ber að athuga. Mögu- legt er að setja inn beiðni um tilboð í verkefni á heimasíðunni og fá þá allir félagsmenn tilkynningu þar um. Þetta getur því sparað fólki tíma í hringingum ásamt því að sjálfsögðu að það tryggir sér áreiðanlegan verktaka með reynslu og ábyrgð á sínum verkum. Á árunum fyrir hrun var mjög erfitt að fá til sín góða iðnaðar- menn þar sem álagið á þeim var mjög mikið, en nú hefur hægst mikið um og fyrirtæki farin að geta bætt á sig verkefnum. Húseigandi góður, það er betra að kynna sér við hvern þú ætlar að eiga viðskipti við áður en viðskiptin eiga sér stað. Þorsteinn V. sigurðsson, formaður MMF  ÓprúttNIr fúskarar Varasamir fuglar sem birtast á vori Þorsteinn V. Sigurðsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.