Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Blaðsíða 26

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Blaðsíða 26
BYGGÐAMAL Atvinnutækifæri og byggðarþróun Dr. Ingi Rúnar Eðvarðsson, lektor við Háskólann á Akureyri Einhæft atvinnulíf er einn þeirra lykilþátta sem skýra flutning fólks frá landsbyggðinni til höfuðborgar- svæðisins. Allt útlit er fyrir að árs- verkum í landbúnaði og sjávarút- vegi muni fækka á næstu árum, einkum á landsbyggðinni. Á hinn bóginn er áætlað að störfum við stóriðju, verslun, þjónustu, menntun og rannsóknir fjölgi í framtíðinni og eins og nú hoifir við verða slík störf aðallega í Reykjavik og nágranna- sveitarfélögum. Markmið þessarar greinar er að bera saman atvinnu- tækifæri á landsbyggðinni og á höf- uðborgarsvæðinu og skýra frá spám um framtíðarþróun atvinnulífs. Jafn- framt er bent á nauðsyn þess að finna nýjar leiðir til að fjölga störf- um við úrvinnslu, þjónustu og rann- sóknir úti á landi.' íslenskt atvinnulíf Atvinnulíf utan höfuðborgar- svæðisins er víða einhæft þar sem meginuppistaðan eru frumvinnslu- greinar (landbúnaður og sjávarút- vegur) og lítið er um iðnað og þjón- ustu. Helsta undantekningin frá þessu mynstri er Eyjafjarðarsvæðið þar sem landbúnaður er tiltölulega lítill en hlutur iðnaðar, verslunar og * Geinin byggist á rannsóknarskýrslu sem var unnin á vegum Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri fyrir stjórn Byggðastofnunar. Sjá Þróun atvinnutcekifœra á höfuðborgarsvœði og lands- byggð í heimildaskrá. þjónustu því meiri. Á höfuðborgar- svæðinu eru hins vegar hlutfallslega flest störf í úrvinnslu og þjónustu og þar fer rannsóknar- og þróunarstarf að mestu fram. Uppbygging stóriðju hefur einnig farið fram á því svæði hin síðari ár. 1. mynd sýnir að hlutur lands- byggðarinnar er rýr í samanburði við höfuðborgarsvæðið þegar litið er til starfa í verslun, samgöngum, peningastofnunum og þjónustu. Al- vara málsins verður þá fyrst ljós þegar þess er gætt að þessar at- vinnugreinar hafa vaxið hvað örast á liðnum árum og rnargir telja að þær muni halda áfram að vaxa í framtíðinni, einkum þegar til þess er litið að þetta eru meginstörf upplýs- ingasamfélagsins. Mismunur höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar verður mun áþreifanlegri þegar litið er til skipt- ingar starfandi fólks eftir starfsstétt árið 1996 (2. mynd). Myndin leiðir í ljós að meirihluti manna sem fást við stjómun, þekkingu og þjónustu er búsettur á höfuðborgarsvæðinu. Störf iðnaðarmanna og ófaglærðs fólks eru hlutfallslega flest úti á landi. Fátt er við því að segja að ein- hver munur sé milli höfuðborgar- svæðis og landsbyggðar þar sem meirihluti þjóðarinnar býr í ná- grenni Reykjavíkur. Árið 1994 voru 59,7% landsmanna á aldrinum 16- 74 ára skrásett á höfuðborgarsvæð- inu. Það sem hins vegar er athuga- vert við núverandi ástand er hversu mikill og kerfisbundinn munurinn er. Þannig var 63,1% stjómenda- og embættismanna búsett á höfuðborg- arsvæðinu árið 1996, 77,6 af hundraði sérfræðinga, 64,6% sér- 4T 1. mynd. Hlutfallsleg skiptlng vinnuafls á atvinnugreinar á höfuöborgarsvæöi og lands- byggöinni áriö 1994.* * Byggðastofnun, Þróunarsvið. 88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.