Fréttablaðið - 07.08.2014, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 07.08.2014, Blaðsíða 6
7. ágúst 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 © GRAPHIC NEWSHeimildir: Evrópska geimferðastofnunin, The Planetary Society Ljósmyndir: NASA, ESA/Rosetta/MPS fyrir OSIRIS-teymið Fætur: Draga til sín hreyfiorku sem minnkar fjöðrunarsveiflur. Sýnataka: Unnt er að bora allt að 20 senti- metra niður í yfirborðið. Sýnin færð í geymslu í ofnum eða tekin til skoðunar í smásjá. Skutull: Skotið niður til að festa könnunar- farið við yfirborð loftsteinsins. Nemar mæla þéttleika og hita yfirborðsins. 20. janúar 2014: Rosetta vakin úr dvala. Lending, 11. nóvember: Lendingarfarið Philae sent af stað. Komið á áfangastað, 6. ágúst: Rosetta tekur til við að kortleggja halastjörnuna til að finna hentugan lendingarstað. Mars 2004: Rosetta skotið frá jörðu. Könnunargeimfarinu Rosetta var skotið frá jörðu fyrir tíu árum. Í gær náði það loks að komast á braut umhverfis halastjörnuna 67P/Churyomov-Gerasimenko. Þar með hefst undirbúningur fyrstu lendingar geimfars á halastjörnu. Halastjarnan er nefnd eftir Kim Churyomov og Svetlönu Gerasimenko, sem uppgötvuðu hana árið 1969. Kjarninn er í reynd ísklumpur, um 4 km í þvermál. Nýlegar myndir teknar úr Rosetta- farinu sýna að kjarni hala- stjörnunnar er settur saman úr tveimur minni kjörnum. 5 km KÖNNUNARFARIÐ ROSETTA: Innanborðs er tækjabúnaður til að mæla gerð og efnasam- setningu kjarna halastjörnunnar, hjúpsins umhverfis hann og halans. Sérstakir nemar greina rykkorn, rafgas og ljós, bæði sýnilegt, inn- rautt og út- fjólublátt. Gerð halastjörnu Lendingarfar Loftnetstenging við jörðu LENDINGARFARIÐ PHILAE: Á að lenda á kjarna loftsteinsins, sem ferðast um geiminn á 20 km hraða á sekúndu. Rafgashalinn. Sólvindar feykja burt sameindum, sem jónast vegna útfjólublárra sólgeisla.Rannsóknir: Röntgenlitrófsgreinir mælir efna- samsetningu yfirborðs loftsteinsins; innri gerð hans er rannsökuð með útvarpsbylgjum; sex örmyndavélar taka svo yfirlitsmyndir. Gasgreiningartæki finna flóknar lífrænar sameindir og greina samsætuhlutfall léttra frumefna. Þyngd: 100 kg Kjarni Hjúpur Rykhali S p o r b a u g u r h a l a s t j ö r n u n n a r 6 7 P / C - G Júní 2011: Eftir að hafa flogið fjórum sinnum fram hjá jörðu og Mars er Rosetta send í dvala til að spara orku. Ágúst, 2015: Loftsteinninn verður næst sólu Desember 2015: Leiðangri lýkur formlega. Til fundar við halastjörnu Sporbaugur j ar ða r S p o r b a u g u r M a rs 1. Hvaða erindi átti Hið íslenska reða- safn við landeigendur á Finnbogastöð- um í Trékyllisvík? 2. Hvað hefur íbúi við Bergstaðastræti gert til að hægja á umferð þar? 3. Hvað heitir formaður stjórnar Hins- egin daga? SVÖR: 1. Að óska eftir því að fá reður úr búrhval sem rak þar á land. 2. Að setja blómapotta út á götu. 3. Eva María Þórarinsdóttir Lange. KJÓLAR OG MUSSUR NÝ SENDING Sjá fleiri myndir á 30% afsláttur Mussur stærðir 42-48 áður 14.990 nú 9.990 kr. Kjóll stærðir M-XXL áður 14.990 nú 9.990 kr. Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is VÍSINDI Vísindamenn Evrópsku geimferðastofnunar- innar ESA fylgdust spenntir með í gær þegar könnunar- geimfarið Rosetta komst loks á braut umhverfis hala- stjörnuna 67P/Chuyumov-Gerasimenko. Geimfarinu var skotið út í geiminn árið 2004 og hefur síðan verið að mjakast í áttina. Allt hefur farið eins og til var ætlast, en nú hefst undirbúningurinn að því að lítið lendingarfar verði sent niður til halastjörnunnar. Þetta verður í fyrsta sinn sem geimfari er lent á hala- stjörnu. Könnunarfarið mun svo fylgja halastjörnunni eftir um það bil hundrað kílómetra leið, en vísindamenn von- ast til þess að út úr rannsóknunum komi margvíslegar upplýsingar um gerð og uppruna halastjarna og annarra himintungla. „Evrópska Rosetta-farið er nú fyrsta geimfar sögunn- ar sem kemst í návígi við halastjörnu. Þetta er mikill áfangi í rannsóknum á uppruna okkar. Nú geta uppgötv- anirnar hafist,“ segir í yfirlýsingu frá Jean-Jacques Dordain, framkvæmdastjóra ESA. - gb Könnunargeimfarið Rosetta komið á braut umhverfis halastjörnuna 67P/C-G: Farsælt stefnumót í geimnum FYLGST MEÐ STEFNUMÓTINU Vísindamenn í höfuð- stöðvum ESA í Darmstadt í Þýskalandi hafa beðið í áratug eftir því að ná þessum áfanga. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NÍGERÍA Þrír af helstu ebólafræð- ingum heims skora á Alþjóðaheil- brigðisstofnunina (WHO) að sjá til þess að tilraunalyf sem notuð hafa verið í Bandaríkjunum verði send til Afríku þannig að smitaðir þar fái von um bata. Þótt lyfin hafi ekki verið full- reynd og óvíst sé bæði um árangur og áhættu af þeim, þá sé þörfin það brýn að einskis eigi að láta ófreistað. „Stjórnvöld í Afríkuríkjum ættu að fá að taka upplýsta ákvörðun um það hvort þessi efni verði notuð eða ekki – til dæmis til að vernda heil- brigðisstarfsfólk sem er í sérlega mikilli smithættu,“ segir í sameig- inlegri yfirlýsingu frá Peter Piot, sem uppgötvaði ebólaveiruna árið 1976, David Heymann og Jeremy Farrar. Þeir segja að til séu nokkur mis- munandi lyf og bóluefni sem hægt væri að nota til þess að berjast gegn þessum illskeytta sjúkdómi. Nýjasti faraldurinn hefur orðið 932 manns að bana í fjórum ríkjum vestanverðrar Afríku. Alls hafa 1.711 manns smitast, samkvæmt tölum frá WHO. Engin lækning hefur verið fundin svo öruggt þyki, en tveir Bandaríkja- menn sem smituðust af veirunni hafa verið fluttir á sjúkrahús í Bandaríkj- unum. Þar hafa verið gerðar tilraunir með að gefa þeim blóð úr fólki sem hefur lifað af ebóla smit. - gb Ebólafaraldurinn í vestanverðri Afríku hafði í gær kostað 932 manns lífið, en alls höfðu 1.711 smitast: Skorað á WHO að útvega Afríku ebólalyf SMITUÐU BANDARÍKJAMENNIRNIR Þau Kent Brantly og Nancy Writbol hafa bæði verið flutt frá Líberíu á sjúkrahús í Bandaríkjunum, þar sem prófað hefur verið að gefa þeim blóð í lækningaskyni. NORDICPHOTOS/AFP VEISTU SVARIÐ? hafa látist í þessum nýjasta ebólafaraldri. 932
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.