Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2006, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.09.2006, Blaðsíða 7
RITSTJÚRNARGREiniAR 112 hringja - hnoða Einn af mikilvægustu þáttum góðrar heilbrigð- isþjónustu er skipulag og rekstur neyðarþjónustu utan sjúkrahúsa. Samþætt starfsemi neyðarlínu og neyðarbíls, lækna og sérhæfðra sjúkraflutn- ingamanna, slökkviliðs og sjúkrahúss er flókið og vandasamt verkefni sem krefst stöðugrar end- urskipulagningar, endurmats, samvinnu og fræðslu. Þannig er um mjög sérhæfða heilbrigðisþjónustu að ræða þar sem skjót viðbrögð, fagleg þekking, reynsla og tækjabúnaður geta skipt sköpum um árangur meðferðar. Mikilvæg skref voru stigin í þróun þessarar þjónustu þegar rekstur neyðarbíls- ins hófst 1982, neyðarlínan var sett á stofn 1991 og stefnumótakerfi tveggja sjúkrabíla var tekið upp í útköllum vegna hjartaáfalla 1996. í þessu starfi er mikilvægt að byggja á traustum fræðilegum grunni. Aðferðir sem notaðar eru þarf að gagnreyna með vísindalegri aðferðafræði. Hér er þó um vandasamt rannsóknarsvið að ræða. Al- þjóðlegar leiðbeiningar (1) liggja til grundvallar skipulagðra verkferla sem beitt er (2). Nauðsynlegt er að mæla árangur meðferðarinnar og endurmeta á hvaða sviðum árangur hefur náðst og hvar megi gera betur. I þessu tölublaði Læknablaðsins birtist uppgjör á árangri endurlífgunar utan sjúkrahúss á Reykja- víkursvæðinu 1999-2002. Hér er á ferðinni mik- ilvægt framlag til þessa gæðamats sent haldið hefur verið uppi á síðastliðnum 20 árum undir forystu Gests Þorgeirssonar yfirlæknis (3, 4) og annarra á undan honum (5,6). Slík endurskoðun er forsenda þess að þróa starfsemina til framtíðar. I grein sinni komast Hjalti Már og félagar að nokkrum meginniðurstöðum: 1. Árangur endurlífgunar utan sjúkrahúsa í Reykjavík 1999-2002 er tölulega svipaður og í fyrri uppgjörum þó að meðalaldur hafi hækkað og útkallstími lengst um 90 sekúndur (20%). 2. Árangur endurlífgunar í Reykjavík er sambæri- legur við það sem best gerist erlendis. 3. Lífslíkur sjúklinga í hjartastoppi eru nærri fimmfalt betri ef einhver verður vitni að stopp- inu. 4. Lífslíkur sjúklinga í hjartastoppi tvöfaldast ef endurlífgun er hafin fyrir komu neyðarbíls. 5. Endurlífgun var hafin fyrir komu neyðarbfls í 54% vitnaðra hjartastoppa. 6. Sem fyrr voru horfur sjúklinga í hjartastoppi bestar ef fyrsti taktur var sleglatif eða slegla- hraðtaktur. Af þessum tölum má draga margvíslegan lær- dóm þó að fjöldi tilfella sé ekki mikill og vikmörk víð. í fyrsta lagi má sjá að 20% fleiri leggjast á sjúkrahús á tímabilinu en á meðaltali fyrri tímabila (41% vs 34%). Söntuleiðis ná 15% fleiri að útskrif- ast nú en meðaltal fyrri tímabila (19% vs 16,5%). Útkallstími sjúkrabílsins hefur lengst og gefur það tilefni til að endurmeta hvort fjölga þurfi útkalls- stöðvum sjúkrabíla umfram það sem gert hefur verið. Skyndihjálp nærstaddra sem verða vitni að hjartastoppi getur skipt sköpum og þarf að vera almennari en þessar tölur gefa til kynna. Má eiga von á að svo verði þar sem kynningarátak end- urlífgunarráðs landlæknis „Hringja-hnoða“ hófst eftir að rannsóknartímabilinu lauk (2). Tæknilegar framfarir á Landspítala, svo sem sólarhringsvakt á hjartaþræðingarstofu og kæl- ingarmeðferð á gjörgæslu, hófust eftir að þessu rannsóknartímabili lauk og eru líklegar til að bæta árangur endurlífgunar enn frekar (7). Sjálfvirk hjartastuðtæki eru nú víða í fyrirtækjum og stofn- unum og vaxandi vitund um notkun þeirra. Það er því ástæða til bjartsýni um bættar horfur þeirra sem fá hjartastopp utan sjúkrahúsa í framtíðinni. Tiltölulega einfaldar aðgerðir geta haft úrslita- áhrif um horfur þeirra sem verða fyrir hjartastoppi utan sjúkrahúsa. Aðgerðir sem stuðla að fræðslu almennings urn grunnendurlífgun þurfa ekki að vera kostnaðarsamar en hafa bjargað mörgum mannslífum á hverju ári á íslandi. I leiðbeiningum Endurlífgunarráðs sem birtust hér í Læknablaðinu 2002 (8) segir: „Með hlið- sjón af ofansögðu leggjum við til að viðbrögð við hjartastoppi utan sjúkrahútss hjá fullorðnum verði einfölduð. Fyrstu viðbrögðin yrðu að Itringja í 112 og fá sjúkrabifreið með rafstuðsgjafa á vettvang sem fyrst. Meðan beðið er skal síðan hefja hjarta- hnoð nema vitni hafi þjálfun í fullri endurlífgun og treysti sér til að framkvœma slíkt. Auðvelt er fyrir leikmenn að muna þessi viðbrögð með tveimur einföldum orðum - hringja og hnoða. “ Heimildir 1 Guidelines 2000 for cardiopulmonary resuscitation and emerg- ency cardiovascular care. Circulation 2000; 102:1-1-1-384. 2 Björnsson HM. Arnar DO. Klínískar leiðbeiningar frá Landlæknisembættinu. Vinnuferlar fyrir endurlífgun. Læknablaðið 2003; 89:128-33. 3 Blængsdóttir GH. Þorgeirsson G. Endurlífganir utan spítala á Reykjavíkursvæðinu 1987-1990. Læknablaðið 1994;80:381-6. 4 Sigurðsson G, Þorgeirsson G. Sérhæfð endurlífgun utan sjúkrahúsa á Reykjavfkursvæðinu 1991-1996. Læknablaðið 2000;86:669-73. 5 Guðjónsson H, Baldvinsson E, Oddsson G. Ásgeirsson E, Kristjánsson H, Harðarson T. Results of attempted cardiopulmonary resuscitation of patients dying suddenly outside the hospital in Reykjavik and surrounding area 1976- 1979.Acta Med Scand 1982;212:247-51. 6 Einarsson O.Jakobsson F.Sigurðsson G. Advancedcardiaclife support in the prehospital setting:The Reykjavik experience. J Int Med 1989; 225:129-35. 7 Björnsson S, Valsson F. Áhrif kælingar á einkenni frá heila eftir hjartastopp. Læknablaðið 2003; 90:609-13. 8 Arnar DO. Þengilsdóttir S. Torfason B. Valsson F, Þorgeirsson G, Svavarsdóttir H, et al. Hringja-hnoða. Tillaga að einföld- uðum vinnubrögðum almennings við hjartastoppi utan sjúkrahúss. Læknablaðið 2002; 88:646-8. Karl Andersen kandersen@lcmdspitali. is CPR-911 Karl Andersen, M.D. Associate professor of medicine Dept of Cardiology Landspítali university hospital IS-101 Reykjavík Höfundur er hjartalæknir og í ritstjórn Læknablaðsins. Læknablaðið 2006/92 587
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.