Franskir dagar - 01.07.2015, Blaðsíða 26

Franskir dagar - 01.07.2015, Blaðsíða 26
Fpðjxskir ckg&r3 ® [esjovirs fpdjxgais Bekkjarsystur fœddar 1960. Arný Bára Friðriksdóttir, Ámý Jóhannsdóttir, Valborg Kristjánsdóttir, Björg Traustadóttir og Ama Geirsdóttir. Aukpeirra voru Dagný Axelsdóttir ogjóhanna Guðnadóttir t hópnum. Strákamir voru tólfí bekknum. Hlátrasköllin bárust út ágötupegar égfór og hitti pessar bekkjarsystur sem allar eru fæddar árið 1960. Þœr rifja upp óteljandi skemmtileg atvik, oftar en ekki með leik- rœnum tilprifum, sem gerðust á áhyggju- lausum barnæskuárum á Fáskrúðsfirði. Margt var gert til dægrastyttingar. Oft á björtum sumarkvöldum fengu unglingarnir séttur að láni og reru út á fjörð sér til ánægju. Þar var sungið svo undir tók í fjöllunum. Þær höfðu frá mörgu skemmtilegu að segja um barnaskólagöngu sína og léku fyrir mig og hlógu mikið. Þær eru sammála um að Sigrún á Hól hafi verið miklu meira en hefðbundinn kenn- ari, hún hafi alltaf gefið sér tíma til að koma út 26 í frímínútunum og leikið sér við þau í alls konar leikjum þar sem allir krakkarnir vildu vera með. „Svo þegar kom að því að fara heim í hádegis- mat fylgdum við útbæingarnir henni og gengum í halarófu á eftir henni út götuna og hafði Sigrún gaman af því að við lékum göngulagið eftir henni og gerði hún það skemmtilegt fyrir okkur. Það var stoppað við hvert hús þar sem einhver okkar bjó og hann kvaddur, alla leið upp að Hól þar sem hún fór heim en þeir sem áttu heima utar í bænum héldu áfram með þeim orðum ffá Sigrúnu að fara beint heim,“ segja þær Valborg og Arný og er þessi minning skemmtileg í þeirra huga. Þær rifya upp hvað það var spennandi að fara niður á bryggju og skoða útlensku skipin sem komu í höfn. Oftast voru það japönsk skip og í eitt skipti var svartur maður um borð í einu skip- inu. Fór þá stór hópur af krökkum úr skólanum niður á bryggju til að skoða hann því fyrir þeim var hann framandi og vildu sumir fá að koma við hann, segja þær og hlæja. Þær tala um að þau bekkjasystkinin hafi verið mjög samtaka og oft verið erfið kennurunum en allt í sakleysi gert. Þær byrjuðu flestar að vinna í frystihúsinu 12 ára sem þótti alveg sjálfsagt og eðlilegt á þeim árum. Einnig riíja þær upp að þær hafi aðstoðað mæður sínar í síldarsöltun frá unga aldri. I þá daga var raðað í tunnurnar og vógu börnin salt á tunnu- brúninni þannig að fæturnir vísuðu upp í loft meðan raðað var í botninn og upp fyrir miðja tunnu. Fengu krakkar skemil til að standa á og var þetta góð hjálp fyrir mæðurnar þar sem allar vildu þær ná að salta sem flestar tunnur í hverri törn. Þeim fannst mjög gaman að fá að kalla „taka tunnu og nýja tunnu,“ þær minnast þessara skemmtilegu tíma með bros á vör.

x

Franskir dagar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.