Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 2015
? Haukur Kristó-fersson fæddist
í Reykjavík 5. nóv-
ember 1919. Hann
andaðist á Hrafn-
istu í Reykjavík 4.
apríl 2015.
Haukur var son-
ur hjónanna Guð-
nýjar Jónínu Jóns-
dóttur, f. 1883, d.
1971, frá Kimba-
stöðum í Skaga-
firði, og Kristófers Grímssonar,
f. 1893 að Steig í Mýrdal í V-
Skaftafellssýslu, d. 1969, rækt-
unarráðunautar. Bræður Hauks
voru Helgi Markús Kristófers-
son, f. 1918, d. 2010, og Björg-
vin Kristófersson, f. 1921, d.
2009. Uppeldissystir Hauks var
Guðný Pétursdóttir, frænka
hans, f. 1927, d. 2004. Eigin-
kona Hauks var Halldóra Jóns-
dóttir (Dóra), f. 15.6. 1911, d.
18.6. 1991, frá Þjórsárholti í
Brynja Björk, f. 2005, og Krist-
ófer Haukur, f. 2008; Leó, f.
1983; dóttir Sigríðar er Rann-
veig Brynja Sverrisdóttir, f.
1970. 3) Guðrún Helga Hauks-
dóttir, f. 1953, maki Jóhannes
Bjarni Jóhannesson, f. 1951.
Þeirra sonur er Jóhannes Helgi,
f. 1981. 
Haukur var í Austurbæjar-
skólanum í Reykjavík. Á ung-
lingsárum var Haukur tvo vetur
á Héraðsskólanum á Laugar-
vatni. Um tvítugsaldur stundaði
hann nám í Garðyrkjuskóla rík-
isins, var hann í fyrsta árgangi
skólans. Eftir það starfaði hann
við garðyrkjustörf í nokkur ár.
Hann stundaði nám við Iðnskól-
ann í Reykjavík og lauk sveins-
prófi í leirkeraiðn og fékk síðar
meistarabréf í iðninni. Mestan
hluta starfsævinnar starfaði
Haukur við leirmunagerðina
Funa hf,, sem hann rak með
bróður sínum Björgvini um ára-
tuga skeið. Síðustu 10 starfs-
árin vann Haukur á skrifstofu
Eimskips við Pósthússtræti 2 í
Reykjavík. 
Útför Hauks fer fram frá Ás-
kirkju í Reykjavík í dag, 17.
apríl 2015, kl. 15.
Gnúpverjahreppi,
Árnessýslu. Börn
þeirra: 1) Margrét
Hauksdóttir, f.
1946, maki Bragi
Kristinn Guð-
mundsson, f. 1942.
Þeirra börn eru
Haukur Kristófer,
f. 1969, maki Mar-
grét Geirsdóttir.
Börn þeirra Krist-
ófer Geir, f. 2006,
Helga Margrét, f. 2007, og
Bragi Páll, f. 2013; Dóra Ósk, f.
1973; Rósa Hildur, f. 1984, maki
Ásgeir Stefán Ásgeirsson, son-
ur hans Róbert Máni, f. 2002;
Fjóla Kristín, f. 1987. 2) Valgeir
Kristófer Hauksson, f. 1948, d.
1990, maki Sigríður Herdís
Leósdóttir, f. 1950. Börn þeirra:
Haukur Kristófersson, f. 1979,
d. 2006; Katrín Ingibjörg Krist-
ófersdóttir, f. 1982, börn henn-
ar með Birgi Guðmundssyni:
Tengdafaðir minn, Haukur
Kristófersson, er nú látinn í hárri
elli ? 95 ára að aldri. Ég kynntist
þeim hjónum Hauki og Halldóru
Jónsdóttur þegar ég fór að draga
mig eftir eldri dóttur þeirra fyrir
hartnær 44 árum. Mér var vel
tekið af þessum elskulegu, sam-
rýndu hjónum sem voru bæði
góðum kostum búin, glaðlynd og
jafnlynd.
Á þessum tíma voru þau ný-
lega flutt úr fjölskylduhúsinu
Silfurteigi 4, sem hafði verið
byggt sameiginlega af Hauki,
bræðrum hans tveimur, föður
þeirra og föðursystkinum.
Haukur var lærður garðyrkju-
maður, hafði útskrifazt með
fyrsta árgangi nema við Garð-
yrkjuskóla ríkisins í Hveragerði
1941 og starfaði sem slíkur nokk-
ur ár eftir það. Þá sneri hann sér
að leirmunagerð og lauk námi í
því fagi ásamt Björgvin bróður
sínum. Þeir bræður keyptu leir-
munagerðina Funa og ráku hana
í eina þrjá áratugi. Eftir það
starfaði Haukur til starfsloka hjá
Eimskip í Pósthússtræti.
Þau hjón bjuggu í Fellsmúla
þegar ég kom inn í fjölskylduna
en keyptu síðan raðhús við Sæ-
viðarsund þar sem þau nutu sín
afskaplega vel, allt þar til Dóra
lézt skömmu eftir 80 ára afmæli
sitt. Þar naut Haukur menntunar
sinnar í garðyrkju og gerðu þau
afskaplega fallegan og blómlegan
garð við hús sitt auk þess sem
Haukur byggði þar myndarlegt
gróðurhús þar sem hann ræktaði
m.a. tómata og vínber.
Þeir Björgvin og fjölskyldur
þeirra reistu sér hvor sitt sum-
arhúsið í Almannadal skammt of-
an við Reykjavík. Þar voru, auk
blóma og trjáa, ræktaðar kart-
öflur, rófur o.fl. ? og fyrir mína
tíð mun fjölskyldan hafa ræktað
nokkurt magn af þessum afurð-
um og selt í búðir.
Mjög var eftirsótt í fjölskyld-
unni að skreppa upp í Land, eins
og þessi sælureitur var ávallt
kallaður innan fjölskyldunnar.
Þeir Björgvin byggðu þarna
myndarlegt jarðhýsi þar sem
kartöflur voru í öruggri geymslu
allan veturinn. Auk þess að skjót-
ast í Landið á sumrin í góðu veðri
voru farnar margar ferðir þang-
að yfir veturinn í misjafnri færð
að sækja kartöflur í soðið. Þurfti
þá stundum að ganga langa leið
vegna ófærðar og vissara að hafa
með sér skóflu til að komast í
jarðhúsið!
Þau hjón nutu þess að ferðast
saman innanlands og utan og
fóru margar ferðir til meginlands
Evrópu, fyrst með Gullfossi en
síðar var auðvitað flogið, bæði til
annarra Norðurlanda og síðan
sunnar, t.d. til Ítalíu og Spánar.
Eftir að Haukur missti konu
sína minnkaði hann við sig hús-
næði og keypti þá raðhús í Jökul-
grunni í nágrenni Hrafnistu.
Þegar Elli kerling fór að láta að
sér kveða fékk hann síðan hús-
næði í þjónustuíbúð við Norður-
brún en undir lokin dvaldi hann á
hjúkrunarheimilinu í Hrafnistu.
Þar naut hann góðs aðbúnaðar og
þrátt fyrir nokkur áföll síðustu
árin bar hann sig vel og dáðist ég
að því hve jákvæður hann var alla
tíð þrátt fyrir líkamlegar tak-
markanir.
Bragi.
Í dag kveðjum við tengdaföður
og afa Hauk Kristófersson okkar
hinstu kveðju.
Sem ungur maður fór hann í
Garðyrkjuskóla ríkisins, ræktun
var hans líf og yndi alla tíð. Hann
gat fengið flest til að vaxa og gróa
sama hvort sem um var að ræða
rósir í sinni fjölbreyttustu mynd,
dalíur, grænmeti eða ávexti.
Hvergi höfðum við smakkað
bragðbetri vínber eða tómata en
þá sem hann ræktaði í litlu gróð-
urhúsi í garði sínum við Sæviðar-
sund, garði sem flest sumur var
sem lystigarður. Þar var tilvalið
fyrir unga stráka að leika á sumr-
in, í bílaleik eða dunda sér við að
sleppa hornsílum í tjörnina sem
hann hafði útbúið af kostgæfni,
enda var beðið með eftirvænt-
ingu í hvert skipti sem heim-
sækja átti ömmu og afa.
Hann hafði mikinn áhuga á
ljósmyndun og ferðalögum og er
til stórt safn eftir hann með
myndum af náttúru, ýmiss konar
formum og blómum sem hefur
rekið á fjörur hans og Halldóru
eiginkonu hans í gegnum tíðina.
Í fjöldamörg ár rak hann
ásamt Björgvini bróður sínum og
eiginkonum þeirra leirkeraverk-
stæðið Funa í Borgartúni. Má
segja að þeir hafi verið frum-
kvöðlar hér á landi varðandi leir-
kerasmíði og hjá þeim lærðu
margir leirkerasmíði sem síðar
urðu þekktir á því sviði. Leir-
keravinnsla þeirra var á tímabili
umfangsmikil og seldu þeir vörur
sínar víða um land og bjuggu til
ýmiskonar minningarskildi og
platta fyrir félagasamtök og bæj-
arfélög. Þeir unnu mikið með
hraun til að skreyta leirmunina
og sjást þeir enn þann dag í dag í
hillum á mörgum heimilum. Þeir
gerðu einnig tilraunir með ís-
lenskan leir í sína framleiðslu,
sem sýnir framsýni þeirra á
þessu sviði. 
Síðustu starfsárin starfaði
hann sem húsvörður hjá Eim-
skipafélagi Íslands við Tryggva-
götu.
Gaman var að hlusta á þegar
hann sagði okkur frá því að hann
ásamt bræðrum sínum fór á hest-
vagni innan frá Sogamýri, sem þá
var sveit, með mjólk til viðskipta-
vina niður í bæ, og þegar hann fór
á Héraðsskólann að Laugarvatni
og var keyrður upp að Kolviðar-
hóli og gekk síðan yfir Hellisheið-
ina til Hveragerðis þar sem bíll
tók við þeim og keyrði þá upp að
Laugarvatni. Tímarnir hafa
breyst.
Hann hafði unun af kórsöng og
söng í kórum, svo lengi sem heils-
an leyfði. Hann var afskaplega
dagfarsprúður og ljúfur maður
sem hafði góða nærveru og hann
fylgdist vel með börnum og
barnabörnum og vildi fá fréttir af
þeim og líðan þeirra.
Síðustu æviárin bjó hann á og í
tengslum við Hrafnistu í Reykja-
vík þar sem vel var hugsað um
hann. Eftir að heilsu hans fór að
hraka og máttur í fótum að
þverra átti hann erfitt með að
komast um. Því var erfitt fyrir
hann að geta ekki fylgst með
ræktun okkar á landskika sem
við eigum austur í Gnúpverja-
hreppi. En þá kom nýjasta tækn-
in að góðum notum þegar hægt
var að sýna honum myndir á
spjaldtölvu sem honum fannst
mjög sérstakt og gaman sem
gömlum áhugaljósmyndara og
myndasmið.
En nú er komið að leiðarlokum
sem hann hafði sjálfur beðið eftir
í nokkurn tíma, en það fer enginn
fyrr en hann er búinn með alla
sína daga.
Gráti því hér enginn 
göfugan föður, 
harmi því hér enginn 
höfðingja liðinn. 
Fagur var hans lífsdagur, 
en fegri er upp runninn 
dýrðardagur hans 
hjá drottni lifanda.
(Jónas Hallgrímsson.)
Jóhannes Bjarni Jóhann-
esson, Jóhannes Helgi 
Jóhannesson.
Afi var blíður og hæglátur
maður. Hann og amma voru
bestu vinir, dunduðu sér saman
við að hnýta mottur, rækta garð-
inn og svo spilaði afi á orgel
heima.
Þegar ég var lítil stelpa var ég
mikið í pössun hjá afa og ömmu.
Húsbóndaherbergið hans afa var
uppáhalds dútlstaðurinn minn,
þar gat ég setið tímunum saman,
teiknað og föndrað við skrifborð-
ið hans og hlustað á útvarpið. Á
sumrin breyttist garðurinn
þeirra í heilmikinn ævintýraheim
en afi ræktaði garðinn af mikilli
natni, ömmu og öllum öðrum til
mikils yndisauka. Þar voru
bóndarósir, dalíur, ilmbaunir,
skjaldflétta, ljónsmunni, stjúpur,
hádegisblóm og margt annað fal-
legt. Í gróðurhúsinu ræktaði
hann meðal annars tómata og
vínber og úti í beði var hann með
blómkál, gulrætur og fleira. Það
var mikið ævintýri í augum
barnsins.
Á sumrin nutum við amma
garðsins á daginn á meðan afi var
í vinnunni. Ég gerði mér leik úr
öllu sem til féll hjá afa og bauð
ömmu upp á ?kaffi? úr mold og
vatni og dýrindis veitingar úr
blómaknúppum og fleiru í þá
veru. Afi sýndi mér hvernig
maríuhænur geta flogið, kenndi
mér að stíga ekki á járnsmiði og
margt fleira í þeim dúr. Á haustin
átti hann það til að gefa afastelp-
unni vönd af morgunfrúm sem þá
stóðu í blóma.
Afi og amma áttu sumarbústað
rétt við borgarmörkin og Beggi
bróðir hans við hliðina. Afi hafði
útbúið notalega kvos til að njóta
sólar. Þar spruttu líka falleg
sumarblóm. Hvorki var rafmagn
né rennandi vatn í bústaðnum en
afi safnaði rigningarvatni í tunnu
og setti á hana krana. Báðar fjöl-
skyldurnar ræktuðu kartöflur á
sumarbústaðarlandinu og höfðu
þeir bræðurnir útbúið jarðhýsi til
að geyma kartöflurnar í allan árs-
ins hring. Það er mér minnis-
stæðar ökuferðir þangað að vetri
til við mismunandi aðstæður og
mokstur til að komast í kartöflu-
geymsluna. Þarna fór oft allt á
kaf í snjó. En þar var gaman að
vera og þar byggði maður sér bú
á sumrin til að leika sér með.
Afi var líka lærður leirkera-
smiður og rak með bróður sínum
leirkeragerðina Funa. Afi var
líka mjög flinkur að skera út í við
en hann fór að læra það þegar
hann hætti að vinna. Og auðvitað
fékk fjölskyldan að njóta afrakst-
ursins. Einnig hafði hann það að
áhugamáli að binda inn bækur.
Afmæliskortin frá ömmu og afa
voru alltaf uppáhalds, afi skrifaði
alltaf inn í þau fallegar kveðjur
og utan á umslagið ávarpaði hann
dótturdóttur sína sem ?Yngis-
mær?.
Þegar kom að lífinu og tilver-
unni var afi mjög yfirvegaður og
átti það til að koma barnabörnum
á óvart þegar erfiðir hlutir komu
til tals. 
Hann átti blíðan og sterkan
faðm á erfiðum stundum og tók
öllu sem lífið rétti honum með
stóískri ró. Hann hafði misst
marga og orðinn saddur lífdaga
þegar hann kvaddi okkur 95 ára
að aldri. Afi hafði engar áhyggjur
af því sem við tæki eftir sinn dag.
Hann vissi að það yrði tekið vel á
móti honum fyrir handan. Það
var afskaplega dýrmætt fyrir
okkur barnabörnin að fá tækifæri
til að kveðja hann. Blessuð sé
minning hans.
Dóra Ósk Bragadóttir.
Haukur 
Kristófersson
? Grímur Jósa-fatsson fæddist
12. mars 1924 á
Efri-Svertings-
stöðum í Miðfirði,
Vestur-Húnavatns-
sýslu. Hann lést á
dvalar- og hjúkr-
unarheimilinu
Grund í Reykjavík
8. apríl 2015.
Foreldrar hans
voru Guðrún
Ebenezersdóttir, f. 25.5. 1890, d.
13.11. 1955; og Jósafat Hansson,
bóndi og sjómaður, f. 10.12.
1870, d. 8.9. 1930. Grímur ólst
upp frá sex ára aldri hjá Hall-
grími Ebenezerssyni, móður-
bróður sínum, og Guðrúnu Guð-
mundsdóttur, konu hans, að
Árbakka. Stundaði nám við Hér-
aðsskólann í Reykholti 1942-
1944 og var í námsdvöl í Banda-
ríkjunum 1958-1959. Vann hjá
Kaupfélagi Árnesinga 1947-
1958. Starfaði á skrifstofu Ár-
nessýslu á Selfossi 1960-1964 og
var framkvæmdastjóri Kaup-
félagsins Hafnar 1964-1971.
Lengst af starfaði hann hjá
Verslunarráði Íslands í Reykja-
vík, 1972-1994. Hann var oddviti
Hveragerðishrepps
1954-1958 og var í
hreppsnefnd Sel-
fosshrepps 1966-
1970. Var vara-
þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins í
Suðurlands-
kjördæmi 1967-
1971. Hann var
einnig fréttastjóri
blaðsins Suðurland
á Selfossi 1962-
1964. Grímur skrifaði greinar
um ýmis efni í blöð og tímarit.
Fyrri eiginkona hans var Sigrún
Harne Ragnarsdóttir kennari, f.
1924, d. 2002, og áttu þau eina
dóttur, Guðrúnu Úlfhildi, f.
1953. Eiginmaður hennar er Jón
Snorrason og börn þeirra eru
Sigrún Kristbjörg, Snorri Páll
og Þórdís Gerður. Seinni eigin-
kona Gríms var Soffía Níels-
dóttir, f. 1925, d. 2007, hjúkr-
unarfræðingur. Sonur þeirra er
Hlynur Níels, f. 1966. Eiginkona
hans er Elísa Guðrún Halldórs-
dóttir og synir þeirra eru Egill
Smári og Kjartan Nói.
Útförin fer fram frá Nes-
kirkju í dag, 17. apríl 2015, kl.
13.
Grímur situr í hægindastóln-
um sínum. Var að horfa á fót-
boltaleik í sjónvarpinu. Á gólfinu
við hliðina á stólnum liggja dag-
blaðabunki og bækur. Soffía er
annaðhvort nýkomin af vakt eða
að fara á kvöldvakt. Ef hún er að
fara á vakt er hún búin að und-
irbúa kaffið og meðlætið. Grímur
spyr tíðinda af börnunum. Áhugi
hans á þeim er einlægur og hann
gleðst yfir því sem hann heyrir.
Skreppur gjarnan sem snöggvast
í verslunina á horninu til að
kaupa ís og súkkulaði fyrir börn-
in. Sest svo aftur í stólinn og
hlustar af athygli á okkur tala.
Skýtur inn fróðleiksmolum úr
pólitík, bókmenntum, íþróttum
og ættfræði þegar það á við.
Dásamar afrek annarra en minn-
ist aldrei á eigin afrek.
Þannig birtist myndin í huga
mínum af heimsóknum okkar til
Gríms og Soffíu. Það hefði senni-
lega ekki verið Grími að skapi að
skrifuð yrði löng minningagrein
um hann í hástemmdum stíl. Það
er því efst í huga mér á þessari
stundu að láta í ljós þakklæti fyr-
ir þær stundir sem við áttum með
honum og Soffíu. Blessuð sé
minning þeirra hjóna.
Jón Snorrason.
Grímur
Jósafatsson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐRÚN SÓLVEIG SIGURÐARDÓTTIR,
lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga
7. apríl.
Útför Sólveigar fer fram frá Húsavíkurkirkju
laugardaginn 18. apríl og hefst athöfnin kl. 14.
.
Fjölskyldan.
Ástkær eiginkona mín, móðir, systir
og móðursystir,
SIGRÚN TRYGGVADÓTTIR
ROCKMAKER,
Washington DC,
lést í faðmi fjölskyldunnar fimmtudaginn
9. apríl.
Minningarathöfn verður haldin í Reykjavík síðar.
.
Philip Rockmaker,
Anna Vala Rockmaker, Daniel Keane,
Lára Tryggvadóttir Engebretson, Gary Engebretson,
Hrafnkell Tryggvason,
Silja Gomez, Richard Benson.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
BÁRA SIGURÐARDÓTTIR
frá Bólstað í Vestmannaeyjum,
lést þriðjudaginn 14. apríl.
.
Auðbjörg Pálsdóttir, Guðjón Norðdahl,
Gísli Pálsson, Guðný Guðbjörnsdóttir,
Karl Pálsson, Ólöf Sigurðardóttir,
Lilja Pálsdóttir, Halldór Sighvatsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR,
Dúna,
frá Litlu-Giljá,
til heimilis að Grensásvegi 60,
Reykjavík,
lést þriðjudaginn 14. apríl.
.
Gunnar Þór, Gígja H. Óskarsdóttir,
Ingimar Ársæll Einarsson,
Elín Björk Einarssdóttir
og barnabörn.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44