Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Blaðsíða 18
Fréttaskýrendur fullyrða að nú ríki borgarastyrjöld í Líbíu. Á þriðjudag síðastliðinn hvatti leiðtogi Líbíu, Muammar al-Gaddafi, stuðnings- menn sína til að berjast gegn mót- mælendum. Ekki er ljóst hve marg- ir óbreyttir borgarar svöruðu kalli Gaddafis, en þeir munu líklega hafa verið fáir. Þess í stað leitaði Gaddafi út fyrir landamæri Líbíu og hafa borist fréttir af sómölskum mála- liðum sem herja á mótmælendur í höfuðborginni Tripólí og víðar. Tala fallinna er nú komin yfir 1.000 en ofbeldið hefur stigmagnast dag frá degi. Talið er að Gaddafi sé nú þeg- ar búinn að missa bróðurpartinn af austurhluta landsins úr greipum sínum en hann virðist ekki ætla að gefast upp. Gaddafi safnar nú kröftum ásamt sonum sínum sem leggja á ráðin um gagnsókn til að ná austur- hlutanum aftur á sitt vald. Það gæti reynst honum erfitt ef miðað er við orð eins íbúa í hafnarborginni Bengasi sem sagði við blaðamann Telegraph: „Við munum berjast við hvern þann sem Gaddafi send- ir hingað. Hann á enga leið aftur til valda.“ En hver er þessi maður sem hef- ur lýst því yfir að hann muni berjast til síðasta blóðdropa og segist ætla að verða „píslarvottur byltingarinn- ar“? Rætur Gaddafis Muammar Abu Myniar al-Gaddafi fæddist árið 1942 í útjaðri borg- arinnar Sirt í norðurhluta Líbíu. Foreldrar hans voru svokallað- ir bedúínar, hirðingjar sem búa á eyðimerkursvæðum í Norður-Afr- íku og hafa sitt lifibrauð af sauðfjár- og úlfaldarækt. Fáum sögum fer af frumbernsku Gaddafis en hann mun hafa verið ágætis námsmað- ur sem hneigðist snemma til hug- myndafræði Abdels Nassers, for- seta Egyptalands, um sameinaða Arabíu með sósíalísku stjórnkerfi. Gaddafi tók þátt í mótmælum gegn Ísraelsríki meðan á Súez-deilunni stóð, en þá var hann aðeins 14 ára að aldri. Gaddafi braust til mennta í Kon- unglega herskólanum í Trípólí og sótti sér einnig menntun í hern- aðarfræðum út fyrir landsteinana. Hann fluttist til Englands þar sem hann bjó um skeið, auk þess að nema hernaðarlist í Grikklandi. Gaddafi hefur aldrei sagt skilið við bedúínarætur sínar. Til marks um það gistir hann iðulega í tjald- búðum eins og bedúína er siður, þó tjaldbúðir hans sem leiðtoga Líb- íu séu talsvert veglegri en þær sem hann kynntist í æsku. Gaddafi held- ur alla mikilvæga fundi sína inni í tjaldi, þar sem þjónar starfa við að veifa búntum af hrossahárum – til að kæla loftið fyrir leiðtogann. Valdarán „byltingarhetju“ Árið 1969 fór Gaddafi, ásamt öðr- um ungum liðþjálfum i líbíska her- num, að leggja á ráðin um hvern- ig hann gæti hrifsað völdin í Líbíu úr höndum Idris konungs. Gaddafi settist að í Bengasi þar sem hann útfærði áætlun sína en hann lét til skarar skríða þegar Idris leitaði sér læknisaðstoðar í Tyrklandi. Sayyid as-Hanussi, prins og arftaki Idris, var við stjórnvölinn á meðan kon- ungurinn var á spítala. Hann réð ekkert við byltingarher Gadda- fis og gerði ekki einu sinni tilraun til að stöðva hann. Valdaránið fór þannig fram án blóðsúthellinga og Gaddafi lýsti því stoltur yfir að kon- ungsveldið hefði verið leyst upp og í stað þess stofnað „lýðveldið Líbía“. Gaddafi leit á sig sem mann fólksins og kallaði sjálfan sig „hinn arabíska Che Guevara.“ Rétt eins og Guevara dreymdi um að sameina Suður-Ameríku í sósíalískt ríki, dreymdi Gaddafi um sameinaða Arabíu, jafnvel sameinað ríki allra múslima. Hann var vinsæll meðal þjóðar sinnar til að byrja með og vakti mikla athygli hvert sem hann fór, aðeins 27 ára að aldri, ætíð klæddur safari-fatnaði og ávallt með sólgleraugu. Óvinur Vesturlanda númer eitt Gaddafi átti einnig sameiginlegt með Che Guevara að fyrirlíta vest- rænan kapítalisma og heimsvalda- stefnu. Allt frá því að Gaddafi rændi völdum tók hann sér stöðu með hverjum þeim sem vildu gera Vest- urlöndum grikk. Gaddafi bauð fram aðstoð sína við að fjármagna og þjálfa hryðjuverkamenn, en meðal þeirra sem nutu aðstoðar Gaddafis var Charles Taylor, fyrrverandi for- seti Líberíu. Fjárstuðningur Gadda- fis gerði honum kleift að stunda skæruhernað og hefja borgarastyrj- öld í Líberíu, sem kostaði að lokum um 250 þúsund mannslíf. Lengi vel virtust Vesturlöndin þó vanmeta mátt Gaddafis. Stjórnar- far hans var lítið gagnrýnt, ekki bar á öðru en að friður ríkti í Líbíu og olían flæddi þaðan óáreitt til Vest- urlanda. Spennan fór þó vaxandi, sérstaklega milli Bandaríkjanna og Líbíu. Í stjórnartíð Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta náði þessi spenna hámarki. Reagan kallaði Gaddafi „óða hundinn í Mið-Austurlöndum“ og gerði tilraun til að koma honum frá völdum. Reagan og ráðgjöfum hans gramdist sérstaklega stuðning- ur Gaddafis við Írani, þegar þeir áttu í stríði við Írak. Á þeim tíma studdu Bandaríkjamenn nefnilega Saddam Hussein, forseta Íraks. Um miðjan níunda áratuginn var í raun óumdeilt að Gaddafi væri einn helsti fjárhagslegi bakhjarl hryðju- verkamanna. Hann studdi meðal annars dyggilega við bakið á „Svarta september“ sem stóð að gíslatök- unni og morðunum á ísraelskum íþróttamönnum á ólympíuleikun- um í München árið 1972. Hann var einnig sakaður um að hafa fyrirskip- að „diskótekshryðjuverkið“ þeg- ar sprengja var sprengd á diskóteki í Vestur-Berlín árið 1986. Um 200 féllu í árásinni, þar á meðal fjöldi bandarískra hermanna. Í kjölfarið settu Bandaríkin viðskiptabann á Líbíu og hættu að kaupa þaðan olíu. Sömuleiðis hættu bandarísk yfir- völd að gefa út vegabréfsáritun fyrir þá sem vildu ferðast til Líbíu. Stjórnmálaheimspeki Gaddafis Gaddafi gerði grein fyrir stjórn- málaheimspeki sinni í riti og í anda Maós, sem skrifaði Rauða kverið í Kína, skrifaði Gaddafi Græna kverið. Ritið kom út í þremur bindum á ár- unum 1975 til 1979 en það þarf vart að taka það fram að Græna kverið er skyldulesefni í líbískum skólum. Í Græna kverinu er kveðið á um þjóð- hollustu, hollustu við islam og sósí- alíska velferð. Í Græna kverinu kynnti Gaddafi til sögunnar hugtakið Jamahiriya, sem kveður á um „stjórnarfar í hönd- um alþýðu“. Samkvæmt Gaddafi rík- ir enn þann dag í dag beint lýðræði í Líbíu, þar sem þúsundir nefnda á sveitarstjórnarstigi fara með völd- in. Efst í þessum valdastiga er svo allsherjarþingið í Tripólí, þar sem Gaddafi fór með hlutverk forseta. Hann sagði síðar af sér sem forseti þingsins og afsalaði sér einnig öllum öðrum valdatitlum, nema þeim sem hann heldur enn í dag: „Bróðurlegi leiðtogi og vegvísir byltingarinnar og Jamahiriya.“ Engum í Líbíu hefur þó dulist að Gaddafi stjórni öllu sem hann vill stjórna. 18 | Erlent 25. febrúar 2011 Helgarblað Svalaskjól Smi›sbú› 10 | 210 Gar›abær Sími: 554 4300 | www.solskalar.is hf -sælureitur innan seilingar! Frábært skjól gegn vindi og regni Engir póstar n Muammar al-Gaddafi kýs heldur borgarastyrjöld en að víkja úr valdastóli n Ólst upp í eyðimörkinni og kann best við sig í tjaldi n Var einn helsti bakhjarl hryðjuverkamanna um árabil n Sneri sér til Vesturlanda á nýrri öld vegna viðskiptatækifæra Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is „Reagan kallaði Gaddafi „óða hundinn í Mið-Austur- löndum“. Fyrirskipaði Gaddafi Lockerbie-árásina? Nú í vikunni sagði Mustafa Al Jeleil af sér sem dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Gaddafis. Í kjölfarið sagði hann í viðtali við sænska blaðið Expressen að það hefði verið Gaddafi sem persónulega fyrirskipaði Lockerbie-hryðjuverkaárásina. Lockerbie-hryðjuverkið vakti mikinn ugg á Vesturlöndum. Flugvél frá Pan Am lagði af stað þann 21. desember 1988 frá Lundúnum á leið sinni til New York. Um borð voru 243 farþegar og 16 í áhöfn. Þegar flugvélin var stödd undan vesturströnd Skotlands sprakk sprengja sem varð til þess að allir um borð létust. Brot úr flugvélinni lentu á skoska bænum Lockerbie, þar sem 11 manns létust af þeim sökum. Abdelbaset al-Megrahi, líbískur leyniþjónustumaður, var dæmdur fyrir verknaðinn en hann neitaði ávallt að hafa tekið við fyrirmælum frá Gaddafi. Ungur og reffilegur Gaddafi árið 1969, rétt eftir valdaránið. Hann var aðeins 27 ára þegar hann komst til valda. „Konungur konunganna“ Muammar Gaddafi situr í hásæti sínu. Það kann að breytast á næstu dögum. Mynd ReUteRS „Píslarvottur byltingarinnar“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.