Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2013, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2013, Blaðsíða 22
F ræðimaðurinn Guðgeir Vagn Valbrandsson er í þann veg­ inn að leggja lokahönd á safnrit með fleygum orð­ um. Vinur hans Klemens Magnason, fyrrverandi heilbrigð­ isráðherra, hyggur á endurkomu í stjórnmálin eftir að hafa neyðst til að segja af sér embætti. Hvorugan þeirra gæti grunað að líf þeirra muni breytast vegna hreingerningarkon­ unnar á heimili Guðgeirs sem þekkir leyndarmál þeirra beggja. Þetta er þráðurinn í leikritinu Maður að mínu skapi eftir Braga Ólafsson. Leikstjóri verksins er Stef­ án Jónsson en hann hefur áður sett leikritin Belgíska Kongó og Hænu­ ungarnir eftir Braga á svið. Og líkt og í fyrri leikritum Braga fer Eggert Ólafsson með aðalhlutverkið. Leikur að formi „Þetta er í grunninn stofudrama,“ segir Bragi en verkið ber undirtitil­ inn „stofuleikur“. „Já, við leikum okk­ ur aðeins með þetta form. Þetta er leikhúsleikur sem gerist í stofu. Það er tekinn svolítið óvæntur snúning­ ur á þessu klassíska leikhúsformi, en ég vil ekki gefa meira upp um það.“ Bragi segir samstarfið við Stefán hafa gengið vel. Stutt er síðan þeir félagar unnu saman útvarpsleikrit eftir Braga sem var hluti af dag­ skránni Rýmið og tíminn á Listahá­ tíð í Reykjavík. Nú leikstýrir Stefán þriðja sviðsverki Braga en fyrri verk­ in tvö fengu afar góðar viðtökur. „Okkur gekk strax mjög vel að vinna saman. Við fundum það strax. Og samstarfið er jafnvel nánara nú en áður því ég hef átt meira samstarf við leikstjóra og dramatúrg en áður. Svo má ekki gleyma Eggerti. Við náum mjög vel saman og það veitir mér innblástur að skrifa sérstaklega fyrir hann.“ Hvernig myndi Bragi lýsa Eggerti sem leikara? „Hann hefur mjög flottar fraser­ íngar og kómískt element sem hent­ ar mjög vel fyrir mínar persónur. Þó eru þetta ekki beinlínis gaman­ leikrit sem ég hef skrifað. Maður að mínu skapi myndi líklega flokkast sem drama, en drama sem hæðist að og nánast tortímir sjálfu sér,“ segir Bragi. Leikritið Hænuungarnir var skrif­ að á tíma hrunsins og lásu margir deilur húsfélagsins í leikritinu sem dæmisögu um ástandið í samfé­ laginu sjálfu. Bragi opnaði einnig fyrir þann lestur og sagði verkið póli­ tískt undir niðri. Hvað með Mann að mínu skapi? Er það pólitískt verk? „Í raun finnst mér verkið kljást við svipaðar spurningar og Hænu­ ungarnir. Það er eldfimt ástand í samfélaginu. Það fljúga ásakanir þvers og kruss, auk þess sem hin stóra afneitun hefur skapað mikla kergju í þjóðfélaginu. Þetta fjallar kannski líka um hugtakið frelsi, sem er oft svo hræðilega misnotað hug­ tak. Pólitík er oft uppspretta í mín­ um verkum, en ekki það sem þau hvíla á.“ n 22 Menning 11. september 2013 Miðvikudagur Þrjár opnanir í Hafnarhúsinu n Íslensk vídeólist og litháískir listamenn Klapp, klapp, klapp„ Eyes rolling... Nú fáum við sem ekki kusum ríkisstjórnina að finna fyrir því. Groundhog day hefst á ný fyrir okkur í bransanum við að skýra frá hagrænum áhrifum kvikmynda- gerðar... Aftur. Tja, svo er hægt að fara á bætur eða flytja dýrmæta þekkingu úr landi. Klapp, klapp, klapp. Vera Sölvadóttir dagskrárgerðarkona um fyrirhugaðan niðurskurð hjá Kvikmyndasjóði Íslands. – Facebook Hafa hlustendur heyrt talað um mjólkurkýr?„ Það þykir æskilegt að sleppa því að slátra þeim. Er mögulegt að fara fram á að þeir sem stjórna fjármálum á Íslandi kanni hvernig aðrar þjóðir fara að? Jafnvel þjóð- ir í kreppu? Lesa þau erlend blöð? Horfa á sjónvarp? Hafa þau heyrt talað um alnetið? Sigríður Pétursdóttir dagskrárgerðar- kona um sama mál. – Facebook Fokkit„ Hvað á þýskur leikhús-maður að gera í kringum 1940 þegar hann er eftirlýstur af nasista- flokknum og hefur verið á flótta í sjö ár? Í borgum Evrópu geisar styrjöld og hann bíður eftir áritun til Ameríku, til Hollywood. Hvernig væri að setjast bara að í Múmíndal í nokkur ár? Fá sér amerískt kaffi og bláber, semja leikverk með vinkonu sinni og slappa af í sánu þess á milli, má það? Er hann að sniðganga raunveruleikann? Má hann hafa það gott? Gera það besta úr stöðunni og hafa það bara svolítið gaman og næs? “Fokkit”? Katrín Halldóra Sigurðardóttir leiklistarnemi um sýninguna Build me a Mountain. – reykvelin.is Stefnulaus Jobs„ Myndin sendir ansi misvísandi skilaboð um ágæti Jobs og eiginlega ómögulegt að átta sig á í hvaða ljósi leikstjórinn Joshua Michael Stern og handritshöfundurinn Matt Whiteley vilja sýna Jobs. Stefnuleysið er slíkt að illmögulegt er að átta sig á hvort leikstjórinn er að hampa honum eða sýna hann í neikvæðu ljósi. Vitanlega er hér um kvikmynd að ræða og viss skáldaleyfi því óhjákvæmilega tekin en áhorf- andinn situr eftir með efann um hvort sönn mynd hafi verið dreginn upp af viðfangsefninu. Vignir Jón Vignisson gefur myndinni Jobs 1,5 stjörnu. – svarthofdi.is Þunnur eftir leikritaskrif„ Ég varð BA-villimaður í gær, gekk um gólf og talaði við sjálfan mig. Tróð í mig mat beint úr ísskápnum, borðaði þurrt múslí með lúkunum og skolaði niður með köldu kaffi. Rauðeygður og urrandi bölvaði ég forritum á borð við Word og handritaforritinu Celtx.... Á hinn bóginn kláraðist þetta fína BA-verkefni, 40 síðna leikrit byggt á viðtölum sem ég tók við mann sem barist hefur við geðklofa. Nú er það í prentun og ég með BA-þynnku..... Finnbogi Þorkell Jónsson leikari skrifar leikrit. – Facebook Eldfimt þjóðfélagsástand Leiklist Símon Birgisson simonb@dv.is n Maður að mínu skapi fjallar um hina eilífu baráttu pennans og sverðsins„Pólitík er oft upp- spretta í mínum verkum, en ekki það sem þau hvíla á. Eggert Þorleifsson og Pálmi Gestsson Í hlutverkum sínum í leikritinu Maður að mínu skapi. Mynd Eddi Bragi Ólafsson rithöfundur „… hin stóra afneitun hefur skapað mikla kergju í þjóðfélaginu.“ Á laugardaginn er sýningar­ opnun á þremur myndlistar­ sýningum í Hafnarhúsinu. Þessar sýningar marka upp­ haf vetrardagskrá hússins. Sýn­ ingarnar heita Brunnar eftir lit­ háíska listamanninn Zilvinas Kempinas, Vera eftir Tomas Martisauskis og sýningin Íslensk vídeólist frá 1975–1990. Segulband í nýju ljósi Í tilkynningu frá Listasafni Reykja­ víkur segir að sýningin Brunn­ ar sé „staðbundin innsetning þar sem segulbönd bylgjast í gusti frá aflmiklum loftræstiblásurum og mynda þannig eins konar lands­ lag. Litháíski listamaðurinn Zil­ vinas Kempinas (f. 1969) hefur nýtt sér segulbönd úr VHS­spólum til að skapa verk sem virðast hafna upp­ runalegu hlutverki miðilsins.“ Um verk Tomas Martisauskis segir: „Vera er nýjasta verk litháíska listamannsins Tomas Martišausk­ is (f. 1977) en hér kemur fram póstmódernísk sýn á tengsl högg­ mynda og rýmis. Listamaðurinn umbreytir einstökum skúlptúr í form nútímamiðla og víkkar þannig út hugmyndir okkar um hefð­ bundna skúlptúra. Verkið og þrjár birtingarmyndir þess eru sýndar en þær koma fram í þrívíddarmynd, á myndbandi og í hljóðmynd.“ Og um Íslenska vídeólist segir: „Á sýningunni Íslensk vídeólist frá 1975–1990 er að finna vídeóverk eftir á annan tug íslenskra lista­ manna sem voru flest sýnd í fyrsta skipti hér á landi á níunda áratug síðustu aldar. Fæst þeirra hafa verið sýnd hér síðan. Markmiðið með sýningunni er að draga fram verk sem sýna fyrstu tilraunir íslenskra listamanna til að nota vídeómiðil­ inn til listsköpunar.“ n simonb@dv.is Allvision, 1976 Úr sýningunni Íslensk vídeólist frá 1975–1990. Mynd/Steina Vasulka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.