Lögmannablaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 6

Lögmannablaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 6
6 2 / 2 0 0 2 AÐALFUNDUR LögmannafélagsÍslands 2002 var haldinn föstu- daginn 15. mars s.l. Á dagskrá fundar- ins voru venjuleg aðalfundarstörf sam- kvæmt samþykktum félagsins. Fundar- stjóri á aðalfundinum var Þórunn Guð- mundsdóttir hrl. og fundarritari Ólafur Örn Svansson hdl. Skýrsla stjórnar og ársreikn- ingur. Formaður félagsins, Ásgeir Thor- oddsen hrl., flutti skýrslu stjórnar og vísaði m.a. til prentaðrar ársskýrslu, sem send var félagsmönnum fyrir fundinn. Í erindi sínu gerði formaður- inn að umtalsefni mál sem borið hefðu hæst á liðnu starfsári, t.a.m. skráningu á sögu fé- lagsins í tilefni af 90 ára afmæli þess, uppbygg- ingu á heimasíðu, auk þess sem hann kom inn á fjármál félagsins og þá aukningu sem orðið hefði á vanskilum félagsmanna á félagsgjöldum sem væri mikið áhyggjuefni. Benti Ásgeir á að ráðist hafi verið í mikið innheimtuátak og hefði umtals- verður árangur náðst á síðustu tveimur mánuðum. Að loknu ávarpi formanns um skýrslu stjórnar, lýsti hann kjöri tveggja heiðurfélaga Lögmannafé- lags Íslands, þeirra Jóns Finnssonar hrl. og Árna Guðjónssonar hrl., og afhenti þeim sérstakt heið- urskjal af því tilefni. Í lok ræðu sinnar þakkaði Ásgeir stjórnarmönnum farsælt samstarf og starfs- mönnum fyrir vel unnin störf og bað fundargesti um að minntist þeirra fjögurra félagsmanna er fallið höfðu frá á starfsárinu með því að rísa úr sætum. Að loknu ávarpi formannsins gerði Ingimar Ingason, framkvæmdastjóri félagsins, grein fyrir ársreikningi þess og Námssjóðs fyrir árið 2001, en reikningurinn fylgdi prentaðri skýrslu stjórnar. Fjallaði framkvæmdastjórinn um sameiginlega niðurstöðu reikninga hins lögbundna hluta félags- ins og félagsdeildar þess. Fram kom í máli fram- kvæmdastjóra að þrátt fyrir hækkun tekna af ár- gjöldum til skyldubundna hluta félagsins og flestum öðrum tekjupóstum á síðasta ári hafi orðið nokkuð tap á rekstrinum og gerði grein fyrir helstu ástæðum þess. Í umræðu um reikninga félags- ins gerði Jakob R. Möller hrl. m.a. vanskil félagsgjalda að umtalsefni. Lýsti hann yfir ánægju sinni með hertar innheimtuaðgerðir félagsins sem formaður þess lýsti í ræðu sinni, en taldi hins vegar ekki nægjanleg úr- ræði til staðar að óbreyttum lögum. Koma þyrfti inn ákvæði í lögmanna- lögin þar sem heimilt yrði að svipta þá lögmenn réttindum sem starfandi væru án þess að greiða árgjöld til fé- lagsins. Formaður félagsins svaraði framkominni athugasemd og vakti hann athygli á að í tillögu að frum- varpi til nýrra lögmannalaga væri að finna ákvæði sem veitti stjórn lögmannafélagsins heimild til að legga til við dómsmálaráðherra að svipta lögmann réttindum greiddi hann ekki álögð árgjöld. Kosningar. Ásgeir Thoroddsen hrl. gaf ekki kost á sér til endurkjörs til embættis formanns félagsins. Lögð var fram tillaga um Gunnar Jónsson hrl. í embætti formanns og var hún samþykkt. Auk Gunnars voru kjörnir í aðalstjórn til næstu tveggja ára, þeir Aðalsteinn Jónasson hrl. og Jóhannes Karl Sveinsson hrl. en auk þeirra sitja áfram í stjórn þau Helgi Jóhannesson hrl. og Lára V. Júlíusdóttir hrl. Í þriggja manna varastjórn voru kjörin Gunnar Sturluson hrl., Margrét Vala Kristjánsdóttir hdl. og Ólafur Rafnsson hdl. Gústaf Þór Tryggvason hrl. og Othar Örn Petersen hrl. voru kjörnir endur- skoðendur og Þorbjörg I. Jónsdóttir hdl. til vara. Í laganefnd voru kjörin Jakob R. Möller hrl., Er- lendur Gíslason hrl., Ólafur Haraldsson hdl., Jó- hannes Rúnar Jóhannsson hrl. og Sif Konráðs- dóttir hrl. Í stjórn Námssjóðs, sem jafnframt gegnir störfum bókasafnsnefndar félagsins, voru þau Erla S. Árnadóttir hrl., Jóhann Níelsson hrl. og Eyvindur Gunnarsson hdl. kosinn til þriggja ára. Aðalfundur Lögmannafélags Íslands Ingimar Ingason framkvæmdastjóri LMFÍ

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.