Lögmannablaðið - 01.03.2011, Blaðsíða 26

Lögmannablaðið - 01.03.2011, Blaðsíða 26
26 lögmannablaðið tbl 01/11 Hinn 10. dESEmBEr 2010 gekk dómur Efta dómstólsins í máli þar sem Héraðsdómur reykjavíkur óskaði ráðgefandi álits á tilteknum álitaefnum sem vörðuðu mat Hæstaréttar Íslands á eigin sök Þórs kolbeinssonar vegna vinnuslyss sem hann varð fyrir hinn 28. júlí 2001. dómurinn er um margt merkilegur en til að átta sig á málinu er nauðsynlegt að fara yfir forsögu þess. slysið Þór réði sig 10. apríl 2001 til Ístaks hf. í tímabundið verkefni sem húsasmiður við byggingu verslunarmiðstöðvarinnar Smáralindar. Þann 28. júlí vann hann að því ásamt tveimur erlendum smiðum að einangra með steinull á milli gólfbita og klæða milligólf ofan við fyrirhugað verslunarrými í austurenda hússins. klætt hafði verið neðan á milligólfið með samfelldum gifsplötum sem mynduðu loft verslunarrýmisins í um 5 metra hæð frá steingólfi. að morgni dags fór Þór upp með skæralyftu og stiklaði frá henni eftir gólfbitunum Á leiðinni skrikaði Þór fótur þannig að hann féll niður á steingólfið og slasaðist. Hann hafði hjálm á höfði. Lögreglu og Vinnueftirliti ríkisins var þegar tilkynnt um slysið. Í skýrslu Vinnueftirlits ríkisins um slysið segir að ekki hefðu verið settar fallvarnir af neinu tagi ofan á gólfbitana eins og skylt væri né öryggisbelti í líflínu og mætti rekja orsök slyssins til þess. eigin sök Þórs niðurstaða Héraðsdóms reykjavíkur, sem gekk 17. mars 2005, var sú að vinnuveitandi Þórs bæri skaðabótaábyrgð á slysinu en á Þór var felld 50% eigin sök þar sem honum hlaut „að vera ljóst hve háskalegt væri að stikla eftir 5 sm breiðum gólfbitunum og á hinn bóginn að úrbætur væru auðveldar með því að leggja á þá palla“ eins og segir í forsendum dómsins. Það er rétt að geta þess að þótt Þór hafi lokið sveinsprófi 1989 og meistararéttindum 1992 í húsasmíði þá hafði hann starfað fá ár við húsasmíðar þar sem hann útskrifaðist sem viðskiptafræðingur árið 1995. Þór var verulega ósáttur við að á hann skyldi vera felld 50% eigin sök og áfrýjaði dóminum til Hæstaréttar en vinnuveitandi Þórs gagnáfrýjaði. Í dómi Hæstaréttar nr. 246/2005 var vinnuveitandinn sýknaður af kröfu Þórs og sagt að honum hefði átt að vera ljós sú hætta sem stafaði af því að fara um svæðið. mál höfðað gegn íslenska ríkinu Þór tók ákvörðun um að höfða mál á hendur íslenska ríkinu og hélt því fram að íslenska ríkið bæri skaðabótaábyrgð á því að hafa ekki réttilega innleitt í íslenskan rétt tilskipanir nr. 89/391 um lögleiðingu ráðstafana er stuðla að bættu öryggi og heilsu starfsmanna á vinnustöðum og tilskipun nr. 92/57 um framkvæmd lágmarkskrafna um öryggi og hollustuhætti á bráðabirgða- og færanlegum byggingarsvæðum. Báðar tilskipanirnar eru hluti af EES samningnum. Þá hélt Þór því fram að ef íslenska ríkið hefði réttilega innleitt efni tilskipananna í íslenskan rétt, þá hefði Hæstiréttur í dómi 246/2005 gert mistök sem íslenska ríkið bæri skaðabótaábyrgð á. Í þeim efnum skipti engu máli af hvaða ástæðu EES samningurinn hefði verið brotinn, íslenska ríkið bæri skaðabótaábyrgð gagnvart einstaklingi sem yrði fyrir tjóni fyrir þá sök að hann næði ekki fram rétti sem EES samningurinn ætti að tryggja honum, hverju svo sem um væri að kenna, þ.e. hvort sem það er löggjafinn eða dómsvaldið sem hefur valdið því tjóni. undir rekstri málsins fyrir héraðsdómi gerði Þór kröfu um að aflað yrði álits dómur efta dómstólsins í máli nr. e­2/10 Þór kolbeinsson gegn íslenska ríkinu Aðsent efni stefÁn Geir Þórisson Hrl.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.