Lögmannablaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 16

Lögmannablaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 16
16 lögmannaBlaðið TBl 04/12 UMfJöllUn aftur á byrjunarreit eftir 30 ár Viðtal við inga H. sigurðsson hdl. Þegar ingi H. sigurðsson lögmaður hjá lögmönnum Hafnarfirði veiktist vorið 2010 grunaði hann ekki að saklaus flensa myndi breyta lífi hans til langs tíma. Þó tvö og hálft ár séu liðin síðan hann veiktist er hann langt því frá búinn að jafna sig. Í tilefni þess að þema blaðsins að þessu sinni eru trygginga­ mál lögmanna tók lögmanna blaðið hús á inga og spurði um áhrif veikindanna á lífið og tilveruna. upp úr flensunni fékk ég vírus sem olli hjartabilun er dró mjög úr dælugetu hjartans. síðan þetta gerðist hef ég verið fimm sinnum á sjúkrahúsi, lengst í einn mánuð samfellt. nú er ég kominn með svokallaðan bjargráð og bíð eftir því að komast í þjálfun á reykjalundi í annað sinn. Ég vonast svo til þess að í framhaldinu geti ég farið að vinna á ný. Nú ert þú einyrki með skrifstofu aðstöðu ásamt fleiri lögmönn um undir nafni Lögmanna Hafnarfirði. Hafa veikindin haft mikil áhrif á afkomu þína? Já, þau hafa haft mikil áhrif að ég tali nú ekki um fjárhaginn. tímasetningin á veikindum mínum er auðsjáanlega afleit hvað fjárhagsmálefni varða. Ég er með sjúkra­ og slysatryggingu hjá sjóvá og fæ dagpeninga í allt að þrjú ár. sú tryggingavernd munar öllu. Ég keypti mér sjúkratryggingu þegar ég byrjaði í sjálfstæðum atvinnurekstri árið 1984 og hef haldið henni óbreyttri alla tíð síðan, það kemur sér vel núna. tryggingaiðgjöld eru nokkuð dýr en margborga sig þegar og ef á reynir. Þar sem mér var ókleift að vinna í eigin málum, sökum veikinda, hefur sá mæti maður gylfi thorlacius hrl. séð um öll samskipti mín við tryggingafélagið. Þau samskipti hafa gengið snurðulaust. samkvæmt tryggingaskilmálum, fer ég þegar tími þykir til kominn í örorkumat þar sem afleiðingar veikindanna verða metnar. að því mati loknu fæ ég ein­ greiðslu frá tryggingarfélaginu. í dag tel ég mig að sjálfsögðu heppinn að vera vel tryggður. Hvernig hefur þér gengið að vinna úr þessu áfalli? Það er erfitt að vinna sig út úr framan­ lýstum aðstæðum, bæði hvað varðar starf og daglegt líf. Vinnan er stór partur af lífi hvers manns. Þegar veikindi mín báru að var ég nýlega farinn að draga úr vinnu minni og stytta vinnuvikuna nokkuð, til að njóta lífsins að öðru leyti. í svona veikindum einangrast menn félagslega. Það er ekki bara starfið sem fer í mola, heldur fara einnig öll áhugamálin forgörðum. í tómstundum stundaði ég árum saman útivist, til dæmis skotveiðar og stangveiðar. Það eykur á leiðindin og reynir á skapið að geta ekki sinnt áhugamálum sínum. Það er ekki uppörvandi að þurfa oft í viku mæta til læknisrannsókna og endur hæfingar. Það léttir hins vegar lundina mikið að kíkja við hjá gömlu kollegunum af og til. Þeir hafa reynst mér afar vel við þessar aðstæður sem ég nú bý við. Átt þú von á að eiga afturkvæmt í lögmennskuna? auðvitað er ég bjartsýnn á að geta hafið vinnu á ný en það verður varla á sömu forsendum og áður. ef til þess kemur verð ég að segja má á byrjunarreit því skjólstæðingum mínum hef ég í mörgum tilfellum þurft að beina annað. Áttu til einhverjar ráðleggingar til lögmanna varðandi það hvernig þeir eigi að tryggja sig? Hver og einn verður að meta trygginga­ þörf sína sjálfur. tryggingar kosta sitt en í mínu tilfelli hefur góð trygging bjargað því sem bjargað varð. Það gefur auga leið að það er ekki hægt að stöðva rekstur lögmanns eins og hendi sé veifað. lögmaður er með viðskiptavini sem þarf að sinna. EI.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.