Fréttablaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 16
13. nóvember 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 16 EINELTISMÁL Starfsmaður hjá Keili, miðstöð vís- inda, fræða og atvinnulífs, sakar framkvæmda- stjórann, Hjálmar Árnason, um langvinnt ein- elti gagnvart sér. Þetta kemur fram í bréfi sem lögmaður starfsmannsins sendi fyrir hans hönd til yfirstjórnar Keilis í byrjun september. Starfsmaðurinn hefur starfað á Keili frá árinu 2008 og var trúnaðarmaður starfsmanna frá árinu 2011. Samkvæmt bréfinu hófst hið meinta einelti eftir að hann fór fram á leiðréttingu launakjara hjá félaginu fyrir hönd starfsmanna. Í kjölfarið hafi hann fundað með fjármálastjóra félagsins og daginn eftir þann fund hafi fram- kvæmdastjórinn boðað hann á sinn fund þar sem hann, samkvæmt bréfinu: „hellti sér yfir hann með óviðeigandi fúkyrði og hótunum.“ Í kjölfarið hafi eineltið ágerst og í sjö mánuði hafi starfsmaðurinn mátt „þola ótrúlega aðför“ af hálfu framkvæmdastjórans. Eineltið hafi meðal annars falist í því að framkvæmdastjór- inn hafi lagt sig fram um að „niðurlægja, gera lítið úr, móðga, særa, mismuna og ógna“ honum, að því er fram kemur í bréfinu. Að lokum fór hann á fund með framkvæmdastjóra og fjár- málastjóra vegna eineltisins þar sem sá fyrr- nefndi á að hafa spurt hvort hann vildi ekki leita sér að nýrri vinnu þar sem honum liði augljós- lega illa í vinnunni. Starfsmaðurinn fór eftir þennan fund og ræddi við fjármálastjóra þar sem hann tjáði honum að hann væri að hugsa um að segja upp, þar sem hann gæti ekki unnið við þessar aðstæður lengur. Hann skilaði hins vegar ekki inn uppsagnarbréfi heldur fór til læknis sem mat hann óvinnufæran vegna ástandsins. Í bréfinu kemur fram að starfsmaðurinn sé „í miklu áfalli vegna þess langvarandi ástands sem hann hefur mátt þola og mun ekki mæta til vinnu að læknisráði við óbreyttar aðstæður enda er svo komið að vanlíðan á vinnustað lýsir sér í alvarlegum líkamlegum einkennum og hefur læknir rakið þau til langvarandi álags,“ og að læknir hafi beðið hann um að koma sér úr ástandinu nú þegar. Lögmaður starfsmannsins sendi bréfið fyrir hönd hans þann 7. september síðastliðinn. Þar sem engin svör höfðu borist við bréfinu ítrekaði hann með öðru bréfi 26. október að fundin yrði lausn í málinu. Því bréfi var svarað og í svarinu kom fram að rannsókn væri hafin á málinu. Sú rannsókn verður framkvæmd af sálfræðingum og hefst í lok mánaðarins. Um síðustu mánaðamót fékk starfsmaðurinn ekki greidd laun þrátt fyrir að vera með læknis- vottorð upp á það að hann gæti ekki verið í vinnunni vegna ástandsins. Hann hafði þá fengið sendan starfslokasamning sem hann hefur ekki undirritað þar sem hann telur starfslokin ekki vera á eðlilegum forsendum. Hjálmar Árnason vildi ekki tjá sig um mál ein- stakra starfsmanna þegar eftir því var leitað. Hann sagði málið sorglegt og dapurlegt. „Þetta er fyrst og fremst leiðinlegt mál,“ segir Hjálmar. viktoria@frettabladid.is Sakar framkvæmdastjóra Keilis um langvinnt einelti Starfsmaður hjá Keili sakar framkvæmdastjórann um langvinnt einelti gagnvart sér. Starfsmaðurinn er í veikinda- leyfi vegna eineltisins og fékk ekki borguð laun um mánaðamótin. Framkvæmdastjórinn segir málið sorglegt. KEILIR Maðurinn hafði starfað hjá Keili frá 2008. Hann segir eineltið hafa byrjað eftir að hann fór fram á launaleiðréttingu fyrir hönd starfsmanna sem trúnaðarmaður þeirra. Þetta er fyrst og fremst leiðinglegt mál. Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs SANDGERÐI Bæjarstjórn Sand- gerðisbæjar hefur samþykkt að kaupa eignir fyrir milljarð af Eignarhaldsfélaginu Fasteign. Kaupin eru fjármögnuð með láni frá Íslandsbanka. Eignirnar sem um ræðir eru íþróttamiðstöð bæjarins og eldri bygging grunnskólans. Bygging- arnar voru áður í eigu bæjarins en með kaupunum lýkur aðild Sandgerðisbæjar að Fasteign þar sem engar eignir bæjarins verða eftir þann tíma í eigu eignar- haldsfélagsins. Samkvæmt fundargerð Sand- gerðisbæjar marka kaupin loka- áfanga markmiða sem sett voru um endurskipulagningu skulda og skuldbindinga. - nej Endurheimta íþróttahúsið: Kaupa eignir fyrir milljarð SANDGERÐI Bæjarfélagið lýkur nú endurskipulagningu skulda sinna og skuldbindinga. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÞÝSKALAND Lendingarfar geim- farsins Rosettu lenti í gær á halastjörnunni 67P/Tsjúrjúmov- Gerasímenkó, eins og að hefur verið stefnt í meira en áratug. Mikill fögnuður braust út meðal vísindamanna Evrópsku geim- ferðastofnunarinnar, ESA, í Darm- stadt í Þýskalandi síðdegis í gær, þegar ljóst var orðið að allt hefði gengið að óskum. Engan veginn var öruggt fyrir- fram að allt myndi heppnast. Sjö tímar liðu frá því lendingarfarið var losað frá geimfarinu þangað til það lenti á halastjörnunni klukkan 16.03. Farið lenti óskemmt á yfirborði halastjörnunnar en búnaður til að halda því stöðugu virðist þó ekki hafa virkað sem skyldi. „Við urðum fyrst til að gera þetta, og það mun lifa til eilífð- ar,“ sagði Jean-Jacques Dordain, framkvæmdastjóri ESA, og reyndi ekki að leyna stolti sínu fyrir hönd sinna manna. Nú fara í hönd margvíslegar rannsóknir á halastjörnunni, og vonast vísindamenn til að fá þar vísbendingar um hvernig hala- stjörnur og aðrir hlutir í geimnum verða til og þróast. - gb Vísindamenn ESA fögnuðu ákaft í gær: Fyrsta lendingin á halastjörnu tókst vel FÖGNUÐUR Vísindamenn Evrópsku geimferðastöðvarinnar, ESA, í Frankfurt í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP 2004 Könnunargeimfarinu Rosettu var skotið frá jörðu 2. mars, eftir ýmsar tafir. 2007 Rosetta fer nálægt reikistjörnunni Mars þann 25. febrúar. 2008 Rosetta fer þann 5. september nálægt smástirninu Steins í 400 milljóna kílómetra fjarlægð frá jörðu. 2010 Rosetta sendir myndir frá smástirninu Lutetiu, milli Mars og Júpíters. 2014 Fyrstu sendingar frá Rosettu berast 20. janúar eftir nærri þriggja ára orkusparnaðardvala. Rosetta tekur þann 6. ágúst sveig inn að halastjörnunni og fer á sporbraut umhverfis hana. Lendingarfarið Philae lendir á halastjörnunni þann 12. nóvember. Frá jörðu til halastjörnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.