Fréttablaðið - 14.11.2014, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 14.11.2014, Blaðsíða 10
14. nóvember 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 SVEITARSTJÓRNIR Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkti að Mold- haugahálsinn, norðan Akureyrar, yrði nánast allur nýttur í efnis- námu. Íbúi í grennd við hálsinn er afar ósáttur og segir að þetta muni gerbreyta ásýnd svæðisins. Formaður Landverndar telur að fara þurfi varlega. Hörgársveit á land frá Akureyri í Eyjafirði og liggur bæjarfélagið inn Öxnadal og Hörgárdal. Malar- nám hefur verið í sveitarfélaginu við Hörgá um áratugaskeið. Síð- ustu árin hefur efnistaka einnig verið í Moldhaugahálsi, rétt ofan við þjóðveg eitt. Með samþykkt sveitarstjórnar, frá því í fyrra, gefst verktökum kostur á að vinna efni úr hálsinum næstu fimmtíu árin. Verði það að veruleika munu sjónræn áhrif efnistökunnar verða mikil víða. Íbúar eru margir hverj- ir ósáttir við það. Þeir sem Frétta- blaðið hefur rætt við segjast ekki hafa vitað nógu vel hversu mikil efnistaka er fyrirhuguð í hálsin- um. Væntanleg malarnáma sé í alfaraleið og sjónmengun af henni verði mikil. Hjörvar Kristjánsson, íbúi á Ósi í Hörgársveit, undrast þessa til- högun. „Mér finnst hálfundarlegt að þessi ráðstöfun skuli ganga í gegnum allt kerfið án þess að nokkur segi neitt. Þetta mun hafa mikil áhrif. Ég tel þetta ekki Hörg- ársveit til hagsbóta að leyfa svona stórfellda efnistöku í Moldhauga- hálsinum.“ Í umhverfismati sem gert var segir að nokkur sjónræn áhrif verði af framkvæmdinni. „ … svæðið liggur nærri hringveg- inum og er sýnilegt af honum en mestra sjónrænna áhrifa gætir af Ólafsfjarðarvegi og í nágrenni hans. Landslag á svæðinu telst ein- kennalítið og verndargildi lands- lags ekki mikið. Beinna áhrifa á landslag gætir þegar á hálsinum og aukin efnistaka mun stækka raskað svæði til suðvesturs. Áhrif- in á náttúrulegt landslag á hálsin- um munu aukast og eru áhrifin bein og varanleg.“ Guðmundur Sigvaldason, sveit- arstjóri Hörgársveitar, segir svæðið og efnistökuna hafa geng- ið í gegnum öll lögformleg ferli. Umhverfismat hafi verið gert þar sem ítarlega hafi verið farið ofan í saumana á svæðinu. „Þessi efnis- taka er þannig skipulögð að verk- taki þarf að undirgangast mjög ströng skilyrði sem ég held að séu líklega með þeim strangari hér á landi. Sveitarstjórn getur fyrir- skipað stöðvun efnistöku með sjö daga fyrirvara ef ekki er farið að settum skilyrðum,“ segir Guð- mundur. Hann segir að reynt verði að minnka sjónræn áhrif fram- kvæmdanna. „Þessi áhrif geta valdið einhverjum sjónrænum áhrifum frá vissum stöðum.“ Guðmundur Hörður Guðmunds- son, formaður Landverndar, telur að menn þurfi að stíga varlega til jarðar þegar malarnám er annars vegar. „Ingólfsfjall til að mynda er víti til að varast. Margir Selfyss- ingar, Sunnlendingar og aðrir sjá enn eftir þeirri ráðstöfun að hafa leyft malarnám í Ingólfsfjalli. Það sár sem sést þar er fyrir allra augum og menn ættu í þessu til- viki að íhuga hlutina vandlega.“ sveinn@frettabladid.is Margir [...] sjá enn eftir þeirri ráðstöfun að hafa leyft malarnám í Ingólfsfjalli. Það sár sem sést þar er fyrir allra augum og menn ættu í þessu tilviki að íhuga hlutina vandlega. Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar AUSTARI STÓRI-KLETTUR VESTARI STÓRI-KLETTUR Akureyri Þelamörk Dalvík ÞELAMÖRK HÉR SÉST FYRIRHUGAÐ EFNISTÖKUSVÆÐI Leyfa stórfellt malarnám í 50 ár í landi Hörgársveitar Skiptar skoðanir eru um leyfi sveitarstjórnar Hörgársveitar til að leyfa efnistöku í Moldhaugahálsi við Akureyri. Sjónræn áhrif verða mikil verði allt landið nýtt. „Ingólfsfjall víti til að varast,“ segir formaður Landverndar. HEILSA Hjartaheill og SÍBS buðu ókeypis mælingu á blóðþrýstingi, blóðsykri, blóðfitu og súrefnis- mettun um síðustu helgi. Met- fjöldi mætti í mælingu, en af 866 manns sem mældir voru reyndust 532 eða 61% vera með háþrýst- ing, og þar af voru 48 manns eða 5,5% á hættusvæði. Það voru hjúkrunarfræðinemar við Háskóla Íslands ásamt starfsfólki Hjartaheilla og SÍBS sem unnu að mælingunum. Fjölda fólks var bent á að fara til læknis í frekari skoðun í kjölfar mælinga. - sáp Mældu blóðþrýsting: Margir með of háan þrýsting DÓMSMÁL Ein umsókn barst um setningu í embætti dómara við Hæstarétt frá 1. janúar 2015 til 15. september 2017. Starfið var auglýst laust til setningar og var umsóknarfrestur til 13. október síðastliðins. Ingveldur Einars- dóttir, settur dómari við Hæsta- rétt, var eini umsækjandinn. Í frétt á vef innanríkisráðuneytis- ins segir að umsóknin hafi verið send dómnefnd sem metur hæfni umsækjenda um embætti dómara, skv. ákvæðum laga nr. 15/1998 um dómstóla. Ingveldur var sett hæstaréttardómari til tveggja ára frá 1. janúar 2013. - aí Dómari við Hæstarétt: Ein sótti um KÓPAVOGUR „Sérstaklega undr- ast ég framgöngu aðstoðarmanns húsnæðismálaráðherra og hrein- lega spyr um hæfi hans,“ segir í bókun Ármanns Kr. Ólafssonar bæjarstjóra í tilefni af umræðu í bæjarstjórn Kópavogs um félags- legt húsnæði. Vísar Ármann til bókunar Matthíasar Imsland og fleiri um skort á slíku húsnæði. „Það getur ekki verið markmið bæjarins að fela vandamálið heldur hlýtur að vera markmiðið að veita þá þjónustu sem fólk á rétt á,“ bók- uðu Matthías og aðrir fulltrúar minnihlutans. Matthías er aðstoð- armaður félagsmálaráðherra. „Nær væri að fulltrúinn snéri sér að ráðherra sínum og aðstoðaði hana við að vinna að framgangi húsnæðismála í samræmi við skýrslu sem hún sjálf lét vinna,“ bókaði Ármann. - gar Bæjarstjórinn í Kópavogi ósáttur við gagnrýni vegna félagslegra íbúða: Efast um hæfi aðstoðarmanns METFJÖLDI Margir mættu í ókeypis mælingu. ÁRMANN KR. ÓLAFSSON MATTHÍAS IMSLAND ATVINNUMÁL „Ég sótti um verk- efnastjórastöðu í þjónustuveri og fékk hana ekki en hins vegar er ég í tímabundinni ráðningu sem verk- efnastjóri stefnumótunar. Og hluti af því starfi er að veita upplýsing- ar bæði út á við og inn á við,“ segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri og núver- andi bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Á bæjarráðsfundi í Kópa- vogi í gær var lögð fram fyrir- spurn varðandi ráðningu Guð- rúnar Ágústu hjá Strætó bs. sem upplýsingafulltrúa. Karen Elísa- bet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokk, lagði fyr- irspurnina fram. Þar spyr hún hvernig starfið hafi verið auglýst, hvort ráðningarferlið hafi verið opið og gagnsætt og hvort um tímabundna ráðningu hafi verið að ræða. Bendir Karen á í fyrirspurn- inni að siðareglur bæjarfulltrúa og stjórnenda í Kópavogi hefðu mein- að viðkomandi að taka við starfinu ef viðkomandi væri bæjarfulltrúi eða formaður stjórnar Strætó. Guðrún Ágústa er fyrrverandi formaður stjórnar Strætó bs. Sjálf segir Guðrún Ágústa að ráðningin sé tímabundin til eins árs. - vh Fyrrverandi bæjarstjóri Hafnarfjarðar ráðinn tímabundið hjá Strætó bs.: Spyr um ráðningu Guðrúnar GUÐRÚN ÁGÚSTA Var ráðin tímabund- ið sem verkefnastjóri stefnumótunar hjá Strætó bs. en í starfinu felst meðal annars að sinna upplýsingagjöf. Ég sótti um verkefna- stjórastöðu í þjónustuveri og fékk hana ekki en hins vegar er ég í tímabundinni ráðningu sem verkefna- stjóri stefnumótunar. GEIMVÍSINDI Könnunarfarið Philae er nú stöðugt á yfirborði hala- stjörnu eftir að hafa fyrst mistekist að skorða sig fast á yfirborði henn- ar. Myndir hafa borist frá könn- unarfarinu og ræða vísindamenn nú næstu skref. Fyrstu upplýsing- ar bentu til að farið hafi þrívegis reynt að lenda á halastjörnunni án árangurs, en skutlum farsins mis- tókst að festa farið á yfirborðinu. Philae lenti á halastjörnunni í gær eftir tíu ára ferðalag, en vís- indamenn vonast til að farið geti veitt innsýn í upphaf sólkerfis okkar. - aí Könnunarfarið er nú lent á halastjörnunni: Stöðugt á yfirborði PHILAE Hér má sjá könnunar- farið sem er nú stöðugt á yfirborði halastjörnu. NORDICPHOTOS/ GETTY DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur dæmt Hrannar Pál Róbertsson í fangelsi í 5 og hálft ár fyrir til- raun til manndráps, þrjá þjófnaði og akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Þá hefur hann verið sviptur ökuréttindum ævilangt. Hrannar játaði fyrir dómi þjófn- aðina og akstur undir áhrifum. Hann neitaði hins vegar að hafa gerst sekur um tilraun til mann- dráps en honum ert gert að sök að hafa stungið mann. - skh Fimm og hálfs árs fangelsi: Tilraun til manndráps Það getur ekki verið markmið bæjarins að fela vandamálið. Úr bókun minnihlutans í félagsmálaráði KJARAMÁL Pattstaða er enn í deilu tónlistarkennara og sveitarfélaga. Verkfall tónlistarkennara hefur nú staðið í á fjórðu viku og sátt virðist ekki í sjónmáli. Viðsemj- endur hafa ekki fundað með ríkis- sáttasemjara síðan á mánudag. Meðan á verkfalli stendur eru tón- listarkennarar með um 180 þús- und krónur á mánuði eða 6 þúsund krónur á dag. Ríkissáttasemjari segir að ekki sé ástæða til að boða til fundar með deiluaðilum fyrr en eitthvað nýtt komi fram. - vh Verkfall tónlistarkennara: Ekkert þokast í viðræðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.