Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Öldrun

PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Öldrun

						Ég var beðinn um að segja svolítið frá því í þessuágæta blaði hverja þýðingu það samkomulag sem
gert var í haust af hálfu Landssambands eldri borgara
við ríkisvaldið hefði.
Það er kannski rétt að byrja á að rifja upp að Lands-
samband eldri borgara er ungt að árum, enn á barns
aldri.
Innan sambandsins sameinast yfir fimmtíu félög
eldri borgara, sem starfa um land allt og hafa um sex-
tán þúsund félagsmenn. Sambandið á ennþá því miður
ekki í raun neina örugga aðkomu að ákvarðanatökum
stjórnvalda um málefni aldraðra.
Það tókst þó fyrir fjórum árum að fá stjórnvöld til
þess að skipa fastan sameiginlegan starfshóp stjórn-
valda og Landssambandsins. Starfshóp sem skyldi
vera ráðgefandi um þessi efni.
Það má segja að á grundvelli þess vettvangs hafi
hinn sérstaki stafshópur sem undirbjó málin í haust
orðið til.
Hann fékk formlega það verkefni að gera skyndi
úttekt á stöðu málefna aldraðra og að skila ríkisstjórn-
inni tillögum um það sem samkomulag næðist um í
hópnum að helst þyrfti að fá flýti framkvæmd. Auð-
vitað urðu menn ekki sammála þar um tillögur til
lausna á öllum þeim verkefnum sem við blasa í þessum
málaflokki, enda ekki við því búist.
Þau tvenn eða þrenn megin viðfangsefni sem til-
lögur voru gerðar um og ríkisstjórnin gaf síðan
yfirlýsingu um að hún myndi beita sér fyrir að koma í
framkvæmd, hafa þegar all mikið verið kynnt í fjöl-
miðlum, og þess vegna flestum kunn sem málin varða. 
Þar stóðu auðvitað upp úr ákvarðanir um að flýta
með auknu fjármagni opnun nýrra úrræða í vistun
aldraðra sjúkra, til bráðabirgða með því að opna nýja
deild á Vífilsstöðum, en einnig með því að flýta öðrum
framkvæmdum. En alveg sérstaklega að því er þetta
varðar að breyta svo reglum Framkvæmdasjóðs aldr-
aðra að allt fé sem til hans verði innheimt gangi til upp-
byggingar og viðhalds stofnana. Það er mikil breyting
frá því sem nú er þegar einungis 45% fjármagnsins fara
til þess.
Annað megin viðfangsefnið var að kanna hvernig
væri háttað heimaþjónustu og heimahjúkrun sem aldr-
aðir ættu kost á.
Það var niðurstaða í framhaldi af þeirri könnun að
slíka starfsemi þyrfti verulega að efla. Það væri í
mörgum tilfellum kostur sem aldraðir sæktust fremur
eftir heldur en vistun á stofnun. Það er einnig augljóst
að það væri verulega ódýrari kostur fyrir kostunaraðila
heldur en stofnanavist.
Það var líka gerð tillaga um að þessi starfsemi,
heimahjúkrun og heimaþjónusta, yrði sem mest sam-
hæfð og helst undir einni stjórn svo fólk þyrfti ekki að
leita til margra aðila um að fá slíka þjónustu. Og ríkis-
stjórnin hét fjármagni til þess að auðvelda, efla og sam-
þætta þessa starfsemi. 
En einnig hét ríkisstjórnin verulegu fjármagni til
þess að efla ýmsa dagvistunarþjónustu fyrir aldraða.
Um breytingarnar á upphæðum almannatrygg-
ingagreiðslna verður að segjast eins og er að sú niður-
staða sem þar fékkst er ekki beinlínis í takt við okkar
hugmyndafræði um eflingu almannatrygginga sem
tryggingakerfis.
Sú breyting var kannski frekar svona eins og nauð-
vörn fyrir þá fyrst og fremst sem búa við allra lökustu
kjör.
Við hefðum viljað sjá verulega hækkun á grunnlíf-
eyri almannatrygginga, því að það þarf að gerast til
þess að greiðslur frá lífeyrissjóðum og raunverulegar
almannatryggingar geti í framtíðinni staðið undir fram-
færslukostnaði þess sem hefur greitt alla sína starfs-
ævi iðgjald til lífeyrissjóðs.
Það að hækka einungis tekjutrygginguna og tekju-
tryggingaraukann rýfur ekki þá fátæktargildru sem
fólk er í.
Eigi að síður var þetta áfangi og kannski mest um
vert að fá þá viðurkenningu sem í því er fólgin að full-
trúar samtakana skuli vera kallaðir til svona vinnu.
Samtökin munu líka í framtíðinni ganga stíft eftir
því að svo verði áfram, enda fyrirheit stjórnvalda þar
um hluti af þeirri yfirlýsingu sem ríkisstjórnin gaf út í
tengslum við málið.
Nokkur skref
Benedikt Davíðsson,
formaður Landssambands
eldri borgara (LEB)
21ÖLDRUN ? 21. ÁRG. 1. TBL. 2003

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36