Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Blaðsíða 151

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Blaðsíða 151
149 Rýnt í skýrsluna Staða lestrarkennslu í íslenskum grunnskólum Guðmundur B. Kristmundsson Háskóla Íslands, Menntavísindasviði Menntamálaráðuneytið hefur sent frá sér skýrsluna Staða lestrarkennslu í íslenskum grunnskólum sem unnin var af Auði Magndísi Leiknisdóttur, Hrefnu Guðmundsdóttur, Ágústu Eddu Björnsdóttur, Heiði Hrund Jónsdóttur og Friðriki H. Jónssyni (2009). Skýrslan er hvatning til umhugsunar um stöðu lestrarkennslu í íslenskum grunnskólum og bendir á leiðir til að bæta þar úr. Hér verður vikið að nokkrum atriðum sem vöktu athygli við lestur skýrslunnar. Þau tengjast einkum hugtökum sem þar eru notuð og umfjöllun um þau, niðurstöðum og hugsanlegum aðgerðum til að bæta úr þar sem á skortir. Um rannsóknina Rannsókninni er lýst í upphafi skýrslunnar, en hún byggist á úrtaki skóla á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Þetta úrtak gefur vissulega vísbendingar um stöðu lestrarkennslu en þess þarf að gæta að hver skóli hefur sinn stíl og þar geta einstakir kennarar ráðið miklu, eins og reyndar kemur fram í skýrslunni. Þeirri aðferð er beitt að ræða við kennara, skólastjóra, nemendur og sérfræðinga. Það er fullgild rannsóknaraðferð og gefur oft góða raun. Það er þó svo að þegar kennarar eru spurðir hvort þeir til að mynda fáist við lestur eða hugi að læsi nemenda er ekki víst að svarið sé í samræmi við það sem þeir í raun og veru gera. Það leiðir hugann að nauðsyn þess að rannsaka mun betur en gert hefur verið það sem gerist í skólastofum á Íslandi. Reyndar er vaxandi áhugi á þessu efni meðal þeirra sem stunda menntarannsóknir. Rannsókn á lestrarkennslu er viðamikið verk og rannsókn á læsi enn stærra viðfangsefni. Það vakti nokkra athygli að talsverð umfjöllun er í skýrslunni um einstaklingsmiðað nám. Það væri efni í aðra skýrslu þó vissulega komi það við sögu í lestrarkennslu, svo sem í allri annarri kennslu. Notkun hugtaka Það hefði verið til bóta ef sérfræðingar í lestri, lestrarkennslu og læsi hefðu lesið texta skýrslunnar. Ýmist er talað um læsi eða lestur. Þetta er ekki sami hlutur. Lestur (e. reading) er málrænt ferli þar sem samskipti þróast milli texta og lesanda. Hugtakið lestur hefur verið skilgreint með ýmsu móti. Einna algengust er sú skilgreining að lestur sé virkt ferli þar sem lesandi leitast við að greina merkingu texta með því að nota málið, þekkingu sína og reynslu. Lestur er því vitrænt ferli sem felur í sér að umskrá tákn og tengja þau því máli sem lesandi hefur aflað sér. Það tengist síðan þekkingu hans og reynslu sem hjálpar honum að greina merkingu textans. Læsi (e. literacy) er aftur á móti sú færni sem áunnist hefur og vart er hægt að segja að kenna megi læsi. Frekar ætti að tala um að efla það, t.d. með formlegri eða óformlegri lestrarkennslu eða hvatningu til lestrar. Í skýrslunni er gefin skilgreining PISA á læsi. Í PISA-rannsókninni árið 2000, þar sem lestur var í öndvegi, var eftirfarandi skilgreining notuð: Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009, 149–153 Rannsóknarrýni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.