Peningamál - 01.02.2000, Blaðsíða 53

Peningamál - 01.02.2000, Blaðsíða 53
52 PENINGAMÁL 2000/1 Inngangur Liðin eru rúmlega tíu ár síðan samkomulag náðist um að setja leiðbeinandi alþjóðlegar reglur um lágmarks eiginfjárhlutfall fjármálastofnana. Samkomulagið var gert í Basel 1988 og var unnið á vegum Basel- nefndarinnar um bankaeftirlit en hún samanstendur af fulltrúum frá tíu stærstu iðnríkjum heimsins (G10, en reyndar eru ellefu ríki í hópnum) í samvinnu við Alþjóðagreiðslubankann (BIS). Markmiðið með reglunum var að treysta öryggi og stöðugleika hins alþjóðlega bankakerfis með því að hvetja alþjóðlegar bankastofnanir til að auka eigið fé. Einnig var það trú manna að væru gerðar staðlaðar kröfur til þeirra banka sem starfa á alþjóðamarkaði drægi úr ójafnri samkeppnisstöðu. Gert var ráð fyrir því að eiginfjár- hlutföll endurspegluðu betur mismunandi áhættu ólíkra banka, tækju tillit til liða utan efnahagsreikn- ings og drægju úr óhagræði af því að hafa yfir að ráða áhættulitlu lausu fé en það ber yfirleitt lægri vexti eins og vænta má. Þótt reglurnar hafi fyrst og fremst verið ætlaðar bönkum sem voru virkir á alþjóðamarkaði hefur raunin orðið sú að þeim hefur verið beitt á allflesta banka. Evrópusambandið gekk lengra en Basel- nefndin gerði ráð fyrir og lét reglurnar einnig ná yfir aðrar lánastofnanir en banka. Í kjölfarið styrktist eigið fé banka um allan heim verulega en um leið komu í ljós ýmsir gallar við reglurnar, bæði vegna nýjunga í bankaviðskiptum og einnig hafa bankar verið lunknir við að finna leiðir framhjá ákvæðum reglnanna. Aðferðir reglnanna við mat á áhættu mis- munandi eigna eru einnig mjög grófar og hafa haft veruleg áhrif á útlánastefnu bankastofnana og í sumum tilvikum skekkt samkeppnisgrundvöll á milli atvinnugreina og þar með haft óæskileg áhrif á efna- hagslífið. Tillögur að nýjum reglum voru kynntar síðast- liðið sumar og eru þær nú til umræðu meðal bankastofnana og eftirlitsaðila um allan heim. Tölu- verð gagnrýni hefur komið fram og er óljóst hver niðurstaðan verður en stefnt er að því að fullmótaðar reglur liggi fyrir í lok þessa árs. Helstu ástæður fyrir reglum Áhyggjur af fjárhagslegum styrk fjármálastofnana sem störfuðu á alþjóðamarkaði voru helsti hvatinn að setningu reglnanna 1988. Fjárhagslegur styrkur banka var mjög misjafn frá einu landi til annars og komu þar til bæði ólíkar aðstæður, lagalegar og skattalegar, og munur á samkeppnisumhverfi en einnig var mikill munur á innbyrðis samkeppnis- stöðu banka í hinum ýmsu löndum vegna ólíkrar uppbyggingar fjármálaþjónustu. Banki þar sem litlar kröfur voru gerðar um eigið fé gat þannig haft veru- legt forskot í verðlagningu á banka í öðrum löndum þar sem meiri kröfur voru gerðar, jafnvel þótt öll áhætta fyrri bankans væri margfalt meiri. Þannig gátu fjárhagslega veikir bankar stefnt alþjóðamarkaði í voða ef þeir náðu að verða mjög virkir á honum. Hættan á kerfisbresti er ávallt nokkur og ekki þarf stóra þúfu til að velta hlassinu. Fyrstu reglur 1988 og síðari endurbætur á þeim Í reglunum sem settar voru 1988 var sett fram krafan um 8% lágmarks eiginfjárhlutfall. Upphaflega var eiginfjárhlutfall sem mælt var samkvæmt þessum viðmiðunarreglum kallað BIS-hlutfall en eftir að Evrópusambandið gerði kröfur til aðildarlanda sinna (og landa á evrópska efnahagssvæðinu, EES) um TÓMAS ÖRN KRISTINSSON 1 Alþjóðlegar eiginfjárreglur - nýjar tillögur 1. Höfundur starfar á peningamálasviði Seðlabanka Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.