Jón á Bægisá - 01.12.2006, Page 108

Jón á Bægisá - 01.12.2006, Page 108
Rodrigo Rey Rosa np/ • larin Ég hafði dvalið um mánaðarskeið í hafnarbænum Livingston en þangað hafði ég farið til að hljóðrita útfararsöngva Garífúnafólksins.1 Mér varð strax ljóst að þetta yrði ekki auðvelt verk. Ég þurfti ekki einungis að vinna hug fólksins, heldur líka eignast vináttu þess og traust. Ég hafði komið mér fyrir í stráhúsi við ströndina í miðjum kókóspálma- lundi í um kílómetra fjarlægð frá bænum. Fyrstu dagana fannst mér ég lifa því áhyggjulausa lífi sem okkur dreymir öll um. En þetta breyttist þegar ég komst að raun um að allar tilraunir mínar til að komast í kynni við íbúana misheppnuðust. Um leið og ég kom réð ég blökkustrákinn Agústín mér til aðstoðar. Þegar hann spurði mig eftir tvær vikur hvenær ég hygðist fara, sagði ég hon- um hvers vegna ég hefði komið og að ég færi ekki fyrr en verki mínu væri lokið. Samstundis áttaði ég mig á hvaða mistök ég hafði gert. Agústín leit á mig fullur tortryggni. Hann yrði ekki lengi að breiða þetta út. Sjálfum var mér ekki rótt. Ég sóttist eftir hlýhug bæjarbúa en í sömu andrá óskaði ég dauða eins þeirra, því engin jarðarför yrði án látins manns og án jarðarfarar yrðu engar upptökur. Sá grunur tók að læðast að mér að einhver hefði þegar dáið í bænum og ég verið leyndur því. Ég bar þetta upp við Agústín en hann sagði að þá hefði mátt heyra trumbuslátt. Þá spurði ég hvort hann héldi að mér leyfðist að vera viðstaddur líkvöku. Ekki sagðist hann vita það en bætti svo við að allt ylti á peningum. Nú voru liðnar fjórar vikur og ég farinn að íhuga að leggja árar í bát. Einu sinni síðdegis þegar ég gekk eftir ströndinni kom ég auga á konu og stúlkubarn sem sátu undir pálmatré. Þær grétu báðar og sáu mig ekki 1 Svonefndir Garífuna eru afkomendur Karíbaindíána og blökkumanna og hafa stundum verið kallaðir svartir Karíbar. Undir lok 18. aldar er til uppreisnar þeirra kom voru þeir fluttir nauðugir frá eyju sinni San Vicente í Karíbahafi til Roatán, undan ströndum Honduras. Með tímanum gerðu þeir austurströnd Belize, Guatemala og Honduras að heimkynnum sínum. I tímans rás hefúr þeim tekist að varðveita ýmsar hefðir bæði Karíba og fólks af afrískum uppruna, s.s. tungumál Karíba og afríska tónlistar- og trúarsiði. Þýð. 106 ffis/ á - Ti'marit þýðenda nr. io / 2006
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.