Jón á Bægisá - 01.12.2006, Blaðsíða 16

Jón á Bægisá - 01.12.2006, Blaðsíða 16
Kristjana Gunnars við frásöguna um Kanada. Ef okkur á að takast að koma auga á og staðfesta návist Stephans, verðum við að geta rætt torráðið ferli þýðinga. Eftir þessa tilraun til að færa fram rök fyrir nauðsyn þýðinga væri dapur- legt ef við kæmumst að raun um að þær væru óvinnandi verk. I þýðingar- fræðum hafa á liðnum árum mörg orð verið látin falla um óþýðanleikann. Hvað er það í rauninni sem glatast í þýðingu? Hvað er í reynd óþýðanlegt í bókmenntatexta? Árið 1891 lét Schopenhauer í ljós þá skoðun að allar þýð- ingar væru falsanir. Hann sagði: „Bókasafn þýðinga minnir á safn af eftir- prentunum málverka. Tökum þýðingar á höfimdum úr fornöld: þær eru eins augljóslega eftirlíking og kafhfífilsrót er fyrir kaffi. Ljóð er ekki hægt að þýða... “ (33). Hann taldi ástæðuna fyrir þessum ógerleika einfaldlega vera þá, að við hugsuðum með ólíku móti á ólíkum tungumálum. Þegar við tækjum upp nýtt tungumál, þá tileinkuðum við okkur alnýjan hugsunarmáta. Arið 1819 reyndi Goethe að flokka þýðingarferlið í þrjú hólf. Fyrst var framsetning frumtextans a eigin forsendum’ (60) sem átti að vera í óbundnu máli. I öðru lagi átti þýðandinn að ímynda sér framandleik frumtextans og tileinka sér hann. I þriðja lagi átti þýðandinn að láta þýðinguna algerlega koma í stað frumtextans. Þessi síðastnefndu ‘tímamót’, einsog hann nefndi þau, taldi hann vera ‘æðst þeirra þriggja (61). Enginn þessara þýðingarmáta getur samt orðið nákvæmur. Hvort sem um er að ræða orðrétta þýðingu, eftirhermu eða umskiptingu, þá verður árangurinn þesskonar gerviverk sem Schopenhauer talar um. Arið 1882 benti Nietzsche á annað svið sem vísast væri óþýðanlegt. Það felst einfaldlega í efnaskiptum (sundrunar- og nýmyndunarferli) frumtext- ans: „Það sem erfiðast er að þýða af einni tungu á aðra,“ segir hann, „er taktur stílsins: það sem á rætur í eðli kynstofnsins eða, svo talað sé á líf- fræðilegum nótum, í meðaltalstakti ‘efnaskiptanna’“ (69). Með öðrum orð- um felur táknfræðilegur bakgrunnur hvers tiltekins texta í sér meira magn menningarlegrar og líffræðilegrar arfleifðar en nokkur einstakur þýðandi getur gert sér vonir um að ná tökum á. Samkvæmt þessum gömlu vangavelt- um um þýðingar verður hver tilraun til að flytja verk af einni tungu yfirá aðra óhjákvæmilega fölsun. Miklu seinna, eða árið 1985, samdi Derrida ritgerðina „Des Tours de Babel“, þarsem hann kemur að kjarna málsins. Umræða um þýðingar hófst á siðskiptatímanum þegar mótmælendur kunngerðu nauðsynina á þýðingum Biblíunnar á móðurmál þjóða, þannig að allir menn gætu alstaðar lesið orð Guðs sjálfum sér að gagni. Fróðlegt er að veita því eftirtekt, að engar vanga- veltur eða umræður um óþýðanleik guðsorðs bægðu kappsömum kristnum mönnum frá að þýða orð Guðs. Ef okkur finnst íslenska Stephans vera svo flókin að henni verði ekki snúið á ensku, þá hljótum við að líta svo á að ís- lenskan sé flóknari en orð Guðs. Sé hægt að þýða Guð, hversvegna þá ekki 14 á Jffiayrr-lá - Tímarit þýðenda nr. 10 / 2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.