Iðjuþjálfinn - 01.05.2003, Blaðsíða 5

Iðjuþjálfinn - 01.05.2003, Blaðsíða 5
Algengt er að leitað sé til iðjuþjálfa vegna barna sem eiga við undirliggjandi skynúrvinnsluvanda að stríða. Til að greina hvar vandi þeirra liggur er mikilvægt að iðjuþjálfar búi yfir hentugum mats- aðferðum. Matstækið Sensory Profile er mark- bundið matstæki sem ætlað er að meta hversu vel börn túlka og vinna úr skynáreitum og áhrif rösk- unar á færni og hegðun í daglegu lífi þeirra. Niður- stöður forprófunar á Sensory Profile gefa vísbend- ingu um að matstækið sé áreiðanlegt í notkun með börnum á Íslandi og að óhætt sé að styðjast við bandaríska staðla við mat á frammistöðu þeirra. Það er snemma morguns og Jóna sem er sjö ára er að hafa sig til fyrir skólann. Hún reynir að finna þægileg föt en í hvert skipti sem hún fer í nýja flík er eitthvað sem ekki er rétt. Efnið í flíkinni veldur kláða, þvottamerkið í hálsmálinu virðist grafa sig inn í hálsinn og sokkarnir eru of þröngir um ökklana. Jóna veit að þessi óþægilega tilfinning mun trufla hana við námið allan daginn svo hún fer úr fötunum og heldur áfram að leita að einhverju þægilegu til að vera í. Þessi stutta saga sýnir hvernig Jóna bregst við snertiskynsupplýsingum sem bárust til heilans frá yf- irborði húðarinnar. Án þess að vera meðvituð um það er hún að meta áhrif snertiskynsins á færni sína við skólatengda iðju (Dunn, 2001b). Ófullnægjandi skynúrvinnsla í heila er oft orsök námsörðugleika og óæskilegrar hegðunar hjá börnum. Þrátt fyrir að þessi skynúrvinnsluvandi sé ekki alltaf augljós er hann algengur meðal barna um allan heim. Tíðni hegðunartruflana meðal barna og unglinga er talin vera allt að tíu prósent og um fimm prósent grunn- skólabarna þurfa sérstuðning vegna sértækra náms- örðugleika. Þrjú til fimm prósent barna greinast of- virk og af þeim greinast 30 til 50 prósent einnig með hegðunarröskun, um fjórðungur þjáist af kvíða og 10 til 30 prósent eru með einkenni áráttu og þráhyggju (Helga Hannesdóttir, 1996; Málfríður Lorange og Matthías Kristiansen, 1998). Töluvert er um að leitað sé til iðjuþjálfa vegna barna með hegðunartruflanir og þá þarf að greina hvar vandi þeirra liggur og hvernig hann lýsir sér í daglegu lífi. Mikilvægt er að iðjuþjálfar sem vinna með börnum og fjölskyldum þeirra beiti hentugum aðferðum við að meta færni barna við iðju. Hefð- bundin matstæki leggja oft á tíðum áherslu á undir- liggjandi hæfniþætti eða færni við afmörkuð verk við tilbúnar aðstæður fjarri heimili og skóla þar sem börnin takast á við dagleg viðfangsefni. Iðjuþjálfinn þarf síðan að draga ályktanir um hvernig einangruð frammistaða hefur áhrif á daglega færni heima fyrir, í skólanum og í samfélaginu. Slíkar upplýsingar eru oft ekki nægjanlegar til að skipuleggja íhlutun við raunverulegar aðstæður (Dunn og Westman, 1997) og gagnast því ekki sem skyldi. Matstækið Sensory Profile Sensory Profile er markbundið (criterion referenced) matstæki fyrir börn á aldrinum þriggja til tíu ára. Það samanstendur af spurningalistum sem foreldrar eða aðrir sem annast barnið fylla út. Tilgangur með notkun þess er að meta hversu vel börn túlka og vinna úr skynáreitum og áhrif röskunar á færni og hegðun í daglegu lífi. Höfundur matstækisins er Winnie Dunn prófessor í iðjuþjálfun og er það gefið út árið 1999 af The Psychological Corporation (Dunn, 1999). Spurningar matstækisins sem eru í formi staðhæfinga kanna viðbrögð barnsins við mis- munandi skynreynslu. Þær skiptast í þrjá megin hluta sem eru, Skyntúlkun, Fínstilling skynboða og Hegðun og tilfinningaviðbrögð. Skyntúlkunarhlutinn vísar til svörunar barnsins frá grunn skynkerfunum, þ.e. heyrn, sjón, jafnvægi og snertingu. Dæmi um staðhæfingu í þessum hluta er: Heldur fyrir eyrun til að verjast hávaða. Fínstilling skynboða endurspeglar stjórn barnsins á taugaboðum með því að greiða fyrir eða hindra mismunandi gerðir af svörunum. Dæmi um staðhæfingu í þessum hluta er: Er mikið á hreyfingu og iði. Þriðji og síðasti hlutinn endurspeglar hegðun barnsins út frá skyntúlkun. Dæmi um stað- hæfingar í þessum hluta eru: Þolir illa vonbrigði og Tjáir ekki tilfinningar sínar. Svarmöguleikar eru: „Alltaf, oft, stundum, sjaldan eða aldrei". Níu kvarð- ar segja til um skynnæmi barnsins. Þeir eru, Sókn í skynáreiti, Tilfinningaleg viðbrögð, Lítið þol/vöðva- spenna, Næmi á munnsvæði, Athygli/einbeiting, Skyn- næmi, Jafnvægi/staða, Kyrrseta og Fínhreyfingar/áttun. Við stigagjöf er notaður Likert kvarði og stig lögð saman til að fá samtölu hvers hluta og kvarða (Dunn, 1999). Þegar umönnunaraðili hefur merkt við tíðni atferlis hjá barninu eru niðurstöður teknar saman á sérstakt samantektarblað. Ákveðin færni- IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2003 - 5 Rannsókn á matstækinu Sensory Profile fyrir börn á aldrinum þriggja til tíu ára SNÆFRÍðUR ÞÓRA EGILSON LEKTOR VIð IðJUþJÁLFUNAR- BRAUT HÁSKÓLANS Á AKUREYRI MARÍA ÞÓRðARDÓTTIR IðJUþJÁLFI Á HEILBRIGðISSTOFNUN AUSTURLANDS ALÍS FREYGARðSDÓTTIR IðJUþJÁLFI SKÓLAVISTUN Á ÁRHOLTI Sensory Profile er markbundið (criterion referenced) matstæki fyrir börn á aldrinum þriggja til tíu ára. Það samanstendur af spurn- ingalistum sem foreldrar eða aðrir sem annast barnið fylla út.

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.