Iðjuþjálfinn - 01.05.2003, Blaðsíða 13

Iðjuþjálfinn - 01.05.2003, Blaðsíða 13
IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2003 - 13 Það þekkja það allir sem vinna að íhlutun hversu mikilvægt er að at- hafnir hafi þýðingu fyrir viðkom- andi og veiti honum ánægju. Besta leiðin til að svo sé er að flétta íhlut- un inn í daglegt líf skjólstæðings og veita honum þannig tækifæri á að sigrast á hindrunum við raunveru- legar aðstæður jafn óðum og hann stendur frammi fyrir þeim. Njóta afrakstursins og geta þannig verið stoltur af því að hafa tileinkað sér nýja færni. Einstaklingurinn lærir þannig að þekkja sjálfan sig, öðlast aukna trú á eigin áhrifamátt og er reiðubúnari til að takast á við þær hindranir sem verða á vegi hans í framtíðinni. Tækifæri til slíkrar íhlutunar hafa þóekki verið á hverju strái. Það var þvíeinkar ánægjulegt þegar mér bauðst að taka þátt í nýju verkefni á vegum Æfingastöðvar Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra (ÆSLF) þar sem börnum með heila- lömun (Cerebral Palsy (CP)) var boðið upp á heilsdags þjálfun í svo kölluðum þjálfun- arbúðum í Reykjadal sumarið 2002. Það sumar var sex börnum boðið upp á slíka þjálfun í 3 vikur að sumarlagi. Vakti verkefnið mikla lukku og var því endurtekið sumarið 2003 við góðar undirtektir foreldra ekki síður en þeirra fagaðila sem koma að mál- um þessarra barna. Er það ætlun mín með þessarri grein að veita ykkur inn- sýn í þetta verk- efni. Þjálfunarbúðir í Reykjadal Það þekkja það allir sem vinna að íhlutun hversu mikilvægt er að athafnir hafi þýð- ingu fyrir viðkomandi og veiti honum ánægju. Besta leiðin til að svo sé er að flétta íhlutun inn í daglegt líf skjólstæðings og veita honum þannig tækifæri á að sigrast á hindrunum við raunverulegar að- stæður jafn óðum og hann stendur frammi fyrir þeim. Njóta afrakstursins og geta þannig verið stoltur af því að hafa tileinkað sér nýja færni. Einstaklingurinn lærir þannig að þekkja sjálfan sig, öðlast aukna trú á eigin áhrifamátt og er reiðubúnari til að takast á við þær hindranir sem verða á vegi hans í framtíðinni. Tækifæri til slíkrar íhlutunar hafa þó ekki verið á hverju strái. Það var því einkar ánægjulegt þegar mér bauðst að taka þátt í nýju verkefni á vegum Æfingastöðvar Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra (ÆSLF) þar sem börnum með heilalömun (CP) var boðið upp á heilsdags þjálfun í svo kölluð- um þjálfunarbúðum í Reykjadal sumarið 2002. Það sumar var sex börnum boðið upp á slíka þjálfun í 3 vikur að sumarlagi. Vakti verkefnið mikla lukku og var því endurtek- ið sumarið 2003 við góðar undirtektir for- eldra ekki síður en þeirra fagaðila sem koma að málum þessarra barna. Er það ætlun mín með þessarri grein að veita ykk- ur innsýn í þetta verkefni. Sumarið 2002 var ráðist í tilraunaverk- efni á vegum Æfingastöðvar Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra (ÆSLF) þar sem boðið var upp á heilsdagsþjálfun fyrir börn með heilalömun (CP). Hugmyndin kviknaði eft- ir að tveir sjúkraþjálfarar fóru á námskeið um reiðþjálfun fatlaðra sem meðferðar- úrræði. Verkefnið var kostað af Styrktarfé- lagi lamaðra og fatlaðra sem lét til starfs- menn sína og útbjó aðstöðu fyrir reiðþjálf- un við sumarbúðir félagsins í Reykjadal. Vinnuskólar Reykjavíkur og Mosfellsbæjar útveguðu aðstoðarmenn, auk þess sem for- eldrar báru hluta kostnaðar en einnig fengu börnin felld niður leikskólagjöld þær vikur sem þau voru frá vegna þjálfunarbúðanna. Til verkefnisins fengust líka ýmsir styrkir og má þar nefna veglegan styrk úr Pokasjóði. Um var að ræða nýjung í þjálfunarúrræð- um fyrir börn þar sem áhersla var lögð á að þjálfunin vekti áhuga hjá börnunum og daglangt tækju þau þátt í athöfnum sem ýttu undir færni þeirra á ýmsum sviðum. Þátttakendur í verkefninu voru skjól- stæðingar Æfingastöðvar SLF á leikskóla- og skólaldri. Markhópur verkefnisins voru börn með heilalömun (CP) en einnig fengu önnur börn sem sýndu áhuga að taka þátt. Nú í sumar var fjórum 7-8 barna hópum boðið upp á þjálfun og gátu foreldrar valið milli þess að börnin mættu að morgni og færu heim að degi loknum eða að þjálfun- Þjálfunarbúðir í Reykjadal SIGNý ÞÖLL KRISTINSDÓTTIR, IðJUþJÁLFI Á ÆFINGASTÖð STYRK- TARFÉLAGS LAMAðRA OG FATLAðRA

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.