Iðjuþjálfinn - 01.05.2003, Blaðsíða 24

Iðjuþjálfinn - 01.05.2003, Blaðsíða 24
24 - IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2003 Ég var þeirrar reynslu aðnjótandi að star- fa um skeið í velmetnum grunnskóla sem einnig er miðstöð sérkennslu á norður Jót- landi í Danmörku. Í farteskinu þaðan hef ég dýrmæta reynslu og innsýn af fyrir- myndar íhlutun tengda nemendum með hreyfihömlun, aðrar sérþarfir og þverfag- legum vinnubrögðum sem mig langar til að deila með ykkur iðjuþjálfum hér heima. Ég vil nefna að ég hef ekki reynslu af þjónustu iðjuþjálfa í íslensku skólakerfi. Skólinn þjónustar um 60 hreyfi- hamlaða og fjölfatlaða nemendur Skólinn sem um ræðir, rúmar 480 nemendur, þar af um 60 hreyfihamlaða og fjölfatlaða nemendur í sér- bekkjardeildum frá forskóla til níunda bekkjar. Nem- endur koma víðsvegar af norður Jótlandi og eru sóttir á morgnana og keyrðir heim að loknum skóla- degi. Öll hafa þau þörf á sértækri námsaðstoð, þjálf- un og eftirfylgd fleiri fagstétta. Þessir einstaklingar hafa greinst með heilalömun, síbreytilega vöðva- spennu, (spastísk og athetose einkenni, helftar- lömun, diplegi og tetraplegi). Einnig klofinn hrygg, ýmsa vöðvasjúkdóma, gigt, erfið S.I. vandamál og ýmis heilkenni, þó ekki down heilkenni né þroska- skerðingu. Nemendurnir hafa margir hverjir að auki ýmis önnur vandamál svo sem skerta sjón og floga- veiki. Misþroska börn svokölluð DAMP börn fá þjón- ustu iðjuþjálfa og sjúkraþjálfara í sérbekkjardeildum, í sínum hverfisskóla. Einnig er starfandi skóladag- heimili við skólann, þar sem nemendur hafa mögu- leika á tómstundaiðkun eins og reiðmennsku. Nemendur hefja ýmist nám við skólann við upp- haf síns skólaferils eða er vísað frá öðrum skólum, eftir sameiginlega ákvörðun og mat kennara, skóla- stjóra, skólaráðgjafa og foreldra. Nemandinn fer í mat hjá PPR (pædagogisk og psykologisk rådgivn- ing), iðjuþjálfa og sjúkraþjálfara í sveitarfélaginu sem í hlut á. Þar er gengið úr skugga um, að nemandinn geti nýtt sér þá þjónustu sem boðið er upp á í „vernduðu skólaumhverfi“. Við upphaf skólaárs er gert ítarlegt og nákvæmt heildarmat á nemandanum. Það er grunnur að gerð markvissrar íhlutunar, ráðgjöf og fræðslu til foreldra, fagstétta og annara sem viðkoma nemandanum. Einnig að vali á hjálpartækjum. Nemendur hafa möguleika á að fara inn í al- menna bekki í einstökum fögum þar sem þau standa jafnfætis faglega og félagslega. Skólinn er vel til þess fallinn að rúma hreyfihömluð börn með sérþarfir. Hönnun skólans, flestar innréttingar, umhverfi, sundlaug/íþróttasalir, jákvætt og hlýlegt starfsfólk er sönnun þess. Það leikur engin vafi á því, að flestum börnunum líður vel í daglegu umhverfi sínu, þar sem nær alla þjónustu sem þau þurftu á að halda er að sækja undir sama þaki. Öll þjónustan undir sama þaki Það hefur marga kosti í för með sér að nær öll þjón- usta er undir sama þaki. Barnið þarf ekki að hendast milli margra mismunandi staða til að sækja þjónust- una. Dagurinn verður meira samfelldur og minna álag á barnið. Báðir foreldrar geta jafnvel verið úti á vinnumarkaðnum og þurfa ekki að þeytast með barn sitt frá einum stað til annars. Þar að auki býður um- hverfið upp á náið og nauðsynlegt þverfaglegt sam- starf milli hinna ólíku fagstétta. Við skólann starfa um 130 manns. Auk kennara með sérmenntun, leikskólakennara, og þroskaþjálfa, Fagþekking iðjuþjálfa kemur að miklu gagni innan skólaþjónustu - Vannýtt auðlind sem mætti nýta í mun ríkara mæli innan íslenska skólakerfisins LINDA PEHRSON, IðJUþJÁLFI Á ENDURHÆFINGASVIðI LANDSSPÍTALA HÁSKÓLASJÚKRAHÚSS FOSSVOGI Nemendur hafa möguleika á að fara inn í al- menna bekki í einstökum fögum þar sem þau standa jafnfætis faglega og félagslega

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.