Iðjuþjálfinn - 01.05.2004, Blaðsíða 31

Iðjuþjálfinn - 01.05.2004, Blaðsíða 31
Við Heilbrigðisstofnun Ísafjarðar er í boði skipu- lögð endurhæfing og þjálfun fyrir aldraða. Þar er starfandi teymi sem í eru öldrunarlæknir, hjúkrun- arfræðingur, sjúkraþjálfari og iðjuþjálfi. Auk þess er m.a. haft samband við sálfræðing og talmeina- fræðing, sé talin þörf á því. Allir meðlimir teymis- ins geta komið með tillögur um tilvonandi skjól- stæðinga en auk þess tekið við tillögum frá hjúkr- unarfræðingi og sjúkraliðum heimahjúkrunar. Góð samvinna er á milli teymisins og heimhjúkrunar en fulltrúar hennar sitja flesta teymisfundi. Endurhæfingaráætlunin var prufukeyrð haustið 1997 en fór af stað fyrir alvöru í janúar 1998. Þá störfuðu við það öldrunarlæknir, sem búsettur var á Ísafirði, sjúkraþjálfari og hjúkrunarfæðingur. Haustið 2003 tók iðjuþjálfi til starfa og hefur verið með í teyminu síðan. Öldrunarlæknirinn fluttist frá Ísafirði árið 2000, en kemur einu sinni í mánuði til að inn- og útskrifa fólk. Þess á milli hittist teymið á fjarfund- um einu sinni í viku. Hver einstaklingur er fjórar vikur í endurhæfingu og eru þrír til fimm einstaklingar saman í einu. Starfsfólk teymisins ýtir undir hópefli milli einstak- linganna sem eru saman í þjálfuninni. Stofur skjól- stæðinganna eru yst á deildinni, en það gefur þeim möguleika á að vera útaf fyrir sig. Þeir sitja saman í matar- og kaffitímum, eru samferða í og úr æfingum og spjalla saman í dagstofunni þess á milli. Fyrstu dagana fer fram mat á færni skjólstæðing- anna. Iðjuþjálfinn tekur viðtöl við einstaklingana og í sameiningu ákveða þeir hvaða þætti skuli leggja áherslu á í þessar fjórar vikur. Iðjuþjálfunin er ein- staklingsbundin og getur verið allt frá handaþjálfun til hvatningar á þátttöku í félagslífi. Þeir sem ekki hafa komið áður í vinnu- stofuna er sýnd aðstaðan og hvað þar er boðið upp á. Sjúkraþjálfarinn metur m.a. göngugetu, jafnvægi og kraft. Út frá þessum mötum eru fengnar tölulegar niðurstöður sem svo eru notaðar til þess að útbúa endurhæfingaáætlun fyrir hvern og einn. Einstak- lingarnir koma í æfingar í sal sjúkraþjálfara tvisvar á dag kl. 10 og 13 og eru 30-60 mín. í senn. Eftir kaffi koma allir í vinnustofuna og iðju- þjálfinn aðstoðar þá við að finna verkefni sem hæfa hverjum og einum. Margir þeirra sem koma í endur- hæfinguna hafa lokað sig af félagslega og er þá lögð rík áhersla á að þeir mæti í vinnustofuna. Þar er hvatt til samskipta með því að spila þægilega tónlist og skapa umræður um þjóðmál, veður, verkefnin sem er verið að vinna og fleira. Skjólstæðingarnir finna sér verkefni sem þeir hafa gaman af og upplifa oft að verkleg geta er meiri en þeir áttu von á. Flest- ir taka með ánægju þátt í þeim samskiptum sem þarna fara fram, þar sem andrúmsloftið er afslappað og allir sinna verkefnum sem þeir hafa ánægju af. Í fjórðu viku er undirbúin heimilisathugun til þeirra skjólstæðinga sem á þurfa að halda. Þar er fólk- inu bent á algengustu slysahættur aldraðra í heima- húsi og hvað hægt sé að gera til að minnka líkur á falli. Komi í ljós að einstaklingurinn þurfi hjálpartæki sér iðjuþjálfi um að panta þau. Sumir skjólstæðing- anna eiga erfitt með að koma sér af stað til að stunda þá tómstundariðju sem þeir hafa áhuga á. Í þeim til- fellum getur iðjuþjálfi fylgt einstaklingnum í viðeig- andi tómstundaiðju og komið honum þannig af stað. Við mat iðjuþjálfa á einstaklingnum eru notuð ýmis matstæki. Þar ber fyrst að nefna Mæling á færni við iðju (COPM). Það er notað sem fyrsta viðtal við þá sem koma í endurhæfinguna. Það hefur ekki gengið nógu vel að nota matið í heild sinni þar sem fólk þessum aldri dregur sig tilbaka þegar kemur að því að leggja mat á mikilvægi iðju, framkvæmd hennar og ánægju. Þetta matstæki gefur þó góða mynd af daglegri iðju einstaklingsins sem nýtist við skipulagningu þjónustu fyrir hvern og einn. Margir þeirra sem hingað koma tala um að þeir séu farnir að gleyma og að það hái þeim. Þá er notað prófið Mini Mental State Examination (MMSE). Þetta er stutt próf sem gefur til kynna hvort einhver vitglöp séu til staðar. Taka verður tillit til í þessu mati að skóla- ganga fólks er misjöfn og því ekki alltaf víst að niðu- stöðurnar gefi rétta mynd af vitrænni getu einstak- lingsins. Þar sem greinarhöf- undur hefur ekki réttindi til að nota A-ONE matslist- ann er notaður Modified Barthel ADL listinn. Hann er ekki mjög nákvæmur en gefur grófa mynd af færni einstaklingsins við athafnir daglegs lífs. Í flestum tilfellum fara skjólstæðingarnir mjög ánægðir og þakklátir heim eftir fjórar vikur og vildu gjarnan vera lengur. Þeim sem hefur verið boðið að koma aftur hafa yfirleitt þegið það. Það er enn ekki til nein heildar samantekt um árangur þessarar end- urhæfingar en nú stendur til að taka saman gögn síð- ustu sex ára og meta árangurinn út frá því. Komi þessi gögn eins vel út og vonir standa til er þetta endurhæfing sem fleiri ættu að geta boðið upp á því tilkostnaðurinn er lítill en ánægja einstaklinganna er mikil og vonandi er sömu sögu að segja um árangur- inn. IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2004 - 31 Endurhæfing aldraðra á Ísafirði HARPA GUðMUNDS- DÓTTIR IðJUþJÁLFI VIð HEILBRIGðISSTOFNUN ÍSAFJARðAR Hver einstaklingur er fjórar vikur í endurhæfingu og eru þrír til fimm einstaklingar saman í einu. Starfsfólk teymisins ýtir undir hópefli milli einstaklinganna sem eru saman í þjálfuninni.

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.