Skólavarðan - 01.05.2004, Blaðsíða 14

Skólavarðan - 01.05.2004, Blaðsíða 14
14 SAMKYNHNEIGÐ OG TVÍKYNHNEIGÐ UNGMENNI SKÓLAVARÐAN 5.TBL. 4. ÁRG. 2004 Málþing um samkynhneigð og tvíkyn- hneigð ungmenni, Andspænis sjálfum sér, var haldið í Fjölbrautaskólanum á Selfossi 23. apríl sl. Fyrirlesarar úr all- flestum fagstéttum sem koma að mál- um unglinga fjölluðu um hlutverk sinn- ar stéttar gagnvart samkynhneigðum og tvíkynhneigðum ungmennum. Sara Dögg Jónsdóttir var meðal fyrirlesara á þinginu og tók því vel að flytja okkur fréttir af því ásamt því sem hún léði okk- ur fyrirlestur sinn til afnota. Hluti hans er birtur hér en í heild sinni er fyrirlest- urinn að finna á www.ki.is Kynntar voru niðurstöður könnun- ar sem gerð var af kennaranemum við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Loka- verkefni þeirra fjallaði annars vegar um viðhorf starfandi umsjónarkennara á Norðurlandi eystra til samkynhneigðra og tvíkynhneigðra og mat þeirra á fræðslu til nemenda og þeirra sjálfra, og hins vegar um mat samkynhneigðra og tvíkyn- hneigðra á því hvort og þá hvernig tekið var á samkynhneigð og tvíkynhneigð á skólagöngu þeirra. Fulltrúi landlæknisembættisins vakti athygli á því að ungir samkynhneigðir eru meðal þeirra sem eru í áhættuhópi varðandi sjálfsvígstilraunir og þeirra sem fremja sjálfsvíg. Sigrún Sveinbjarnardóttir doktor í sál- arfræði og kennari við Háskólann á Akur- eyri benti á ábyrgðina sem foreldrar axla og ekki síst þeir fagaðilar sem sinna ung- lingum almennt. Ábyrgð sem felur í sér að vera meðvitaður um líðan þessara ung- menna og taka kynhneigð inn í myndina þegar hugað er að líðan þeirra. Það var mat þeirra sem sóttu málþingið að mikil þörf væri á fræðslu um samkyn- hneigð inn í skólakerfið, hvort heldur er til nemenda, kennara eða annars starfsfólks. Eins og kom fram í erindi undirritaðrar, en hún fjallaði um stöðu þessarar fræðslu og hversu langt skólakerfið væri komið í að viðurkenna samkynhneigð, þá virðist mikill munur á viðhorfi skólasamfélags- ins, sem virðist almennt líta umræðu og fræðslu um samkynhneigð jákvæðum augum, og því að samkynhneigðir einstak- lingar, hvort sem þeir eru kennarar eða nemendur, hafi stuðning samfélagsins í að vera þeir sjálfir í starfi og námi. Mikið virðist skorta á að umræður um samkyn- hneigða og tvíkynhneigða nemendur fari fram og samkynhneigðir kennarar virðast veigra sér við að láta á því bera á vinnu- stað af ýmsum ástæðum, ekki síst af ótta við viðbrögð foreldra og skólastjórnenda. Í skýrslu á vegum forsætisráðuneytisins frá 1994 um málefni samkynhneigðra er sérstaklega fjallað um mikilvægi þess að kennarar fái fræðslu um samkynhneigð í menntun sinni, að samkynhneigðar sé sérstaklega getið í Aðalnámskrá og mik- ilvægi þess að samkynhneigðir kennarar hljóti stuðning skólastjórnenda til þess að vera þeir sjálfir í starfi. Málþingið Andspænis sjálfum sér var fyrsta sinnar tegundar og staðfestir mikil- vægi þess að umræður um samkynhneigð og tvíkynhneigð fari fram innan fagstétt- anna. Þögnin hefur verið rofin og því verður spennandi að fylgjast með frekari vakningu sem vonandi mun eiga sér stað og verða til þess að samkynhneigðir og tvíkynhneigðir öðlist sömu viðurkenningu og aðrir. Sara Dögg Jónsdóttir Höfundur er varaformaður og fræðslufulltrúi Samtakanna ´78 og annast, fyrir hönd sam- takanna, skipulag fræðslu um samkynhneigð. Sara Dögg er grunnskólakennari að mennt og starf hennar beinist ekki síst að því að fræða og aðstoða þær starfsstéttir sem sinna upp- eldi, menntun og sálgæslu. Hún býður upp á fundi og umræður með kennurum, náms- ráðgjöfum og skólastjórnendum á grunn- og framhaldsskólastigi. Hægt er að ná sambandi við Söru í síma 552 7878, síma skrifstofu Sam- takanna, eða með tölvupósti: fraedsla@samtokin78.is Andspænis sjálfum sér

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.