Skólavarðan - 01.08.2004, Blaðsíða 3

Skólavarðan - 01.08.2004, Blaðsíða 3
3 FORMANNSPISTILL SKÓLAVARÐAN 6.TBL. 4. ÁRG. 2004 Þegar líður að hausti er viss eftirvænting í loftinu. Hún tengist gjarnan því að skólar taka aftur til starfa eftir sumarfrí nemenda og kennara. Lífið og tilveran taka á sig annan blæ eftir verslun- armannahelgina, verkefni haustsins og vetrarins eru í sjónmáli. Hjá sumum örlar á eftirsjá eftir fríinu og frelsinu sem því fylgir að vera ekki bundinn klukku og fyrirfram ákveðnum verkefnum dag- inn út og inn. Kannski verður eftirsjáin í haust óvenju mikil vegna þess að sumarið hefur leikið við okkur Íslendinga, hlýja og logn dögum saman, oft líka sól - er hægt að biðja um það betra? Ég geri ráð fyrir að í hugum félagsmanna Kennarasambands- ins einkennist haustið þó fyrst og fremst af væntingum til nýrra kjarasamninga sem framundan eru. Allt bendir til þess að kjara- bætur verði ekki auðsóttar nú frekar en endranær. Það hefur komið berlega í ljós í samningaviðræðum vegna grunnskólans, enda liggur í loftinu að verkfall skelli á síðari hluta september. Samningaviðræður hafa legið niðri í sumar en eru að hefjast að nýju um þessar mundir. Vonandi leggja aðilar allt undir til að ná samningum sem fyrst. Sveitarstjórnarmenn verða að opna augu sín fyrir því að það verður að stíga stórt skref til að bæta kjör kennara í þessum samningum. Ennfremur verður að nást um það víðtæk sátt í þjóðfélaginu. Félag leikskólakennara hefur gert áætlun um viðræður við Launanefnd sveitarfélaga en kjarasamningur vegna leikskóla rennur út í lok ágúst. Í viðræðuáætlun kemur fram að verði ekki búið að ná samkomulagi fyrir lok september verði óskað eftir að ríkissáttasemjari taki við stjórn viðræðna. Gera má ráð fyrir að staða í samningamálum vegna grunnskólans hafi að verulegu leyti áhrif á samningaviðræður vegna leikskólans. Áherslur í kröfugerð FL eru ekki ósvipaðar áherslum grunnskóla og skal þar fyrst og fremst nefna verulega hækkun grunnlauna auk ýmiss konar samræmingar við aðra kennarahópa. Væntanlegir kjarasamningar félaga innan KÍ eru þeir fyrstu eftir að leikskólakennarar gengu til liðs við Kennarasambandið. Nýtt umhverfi og nýir samherjar vekja vissulega væntingar og vonir í hugum leikskólakennara. Kjarasamningarnir eru einnig þeir fyrstu þar sem tími og ráðrúm gafst til að undirbúa í samein- ingu og setja fram sameiginlegar áherslur allra félagsmanna KÍ, sem öll félögin standa á bak við. Það hlýtur að verða til þess að auka samhug, samstöðu og stuðning milli kennarahópa á ólíkum skólastigum. Í því sambandi vil ég sérstaklega minna á það mark- mið KÍ að byrjunarlaun kennara í leik-, grunn-, framhalds- og tón- listarskólum verði sambærileg við byrjunarlaun opinberra starfs- manna með sambærilega menntun og ábyrgð í starfi. Um þetta stefnumál þarf að standa saman af einurð og festu og hvika hvergi fyrr en markinu er náð. Hvert og eitt félag verð- ur að styðja þann hóp sem í sviðsljósinu er hverju sinni, grunn- skólakennara fyrst, leikskólakennara næst og svo koll af kolli, en samningar tónlistar- og framhaldsskólakennara losna síðar í haust. Þetta er mjög mikilvægt og styrkir okkur öll í senn, bæði inn á við og út á við. Því segi ég: Allir saman nú, einn, tveir, þrír, en við ætlum ekki að vera þæg og góð í orðsins fyllstu merkingu eins og segir í text- anum og einhver gæti ályktað eða vonað. Við ætlum að þjappa okkur saman og styðja hvert annað í því að bæta kjör kennara hjá vorri þjóð. Björg Bjarnadóttir Björg Bjarnadóttir Allir saman nú, einn, tveir, þrír

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.