Skólavarðan


Skólavarðan - 01.11.2001, Blaðsíða 8

Skólavarðan - 01.11.2001, Blaðsíða 8
Verkfa l l 9 mótmælafundi við upphaf borgar- , bæjar- og sveitarstjórnarfunda víðs vegar á landinu og afhentu kjörnum fulltrúum sveitarfélaga áskoranir og upplýsingar um efnisatriði kjaradeilunnar. Þessar aðgerðir leiddu til þess að margar sveitarstjórnir tóku málið sérstaklega á dagskrá, lýstu yfir áhyggjum sínum vegna verkfallsins og skoruðu á deiluaðila að ganga til samninga hið fyrsta. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að sveitar- félögin voru mótaðilinn í þessari kjaradeilu. Þau fóru hins vegar ekki beint með samn- ingsumboðið. Mjög mikill baráttuhugur ríkti á glæsi- legum baráttufundi sem tónlistarskólakenn- arar efndu til í Háskólabíói sunnudaginn 18. nóvember. Talið er að allt að fimmtán hundruð manns hafi verið á fundinum. Hvert einasta sæti í aðalsal bíósins var skip- að og mörg hundruð manns stóðu í sal og anddyri. Í lok fundarins var samþykkt áskorun til allra sveitarstjórnarmanna landsins um að þeir sæju til þess að Launa- nefnd sveitarfélaga gengi þegar í stað til samninga við tónlistarskólakennara og leið- rétti það launamisrétti sem þeir hefðu orðið fyrir á undanförnum árum. Í niðurlagi áskorunarinnar var minnt á að tónlist væri sameiginlegur menningararfur allrar þjóð- arinnar. Eiríkur Jónsson, formaður Kenn- arasambands Íslands, sagði á fundinum að sveitarstjórnarmenn reyndu að skýla sér á bak við launanefndina í kjaradeilunni. Þeir virtust m.ö.o. hafa afsalað sér pólitísku valdi

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.