Skólavarðan


Skólavarðan - 01.11.2001, Blaðsíða 22

Skólavarðan - 01.11.2001, Blaðsíða 22
Þorgerður er ekkja og býr í lítilli fallegri íbúð fyrir aldraða í fjölbýlishúsi við Sléttu- veg í Reykjavík. Þegar inn í íbúðina er komið blasa við á veggjum myndir af ýmsu tagi, flestar eftir hana sjálfa. Mest ber á máluðum myndum og útsaumuðum og hefur hún unnið þær flestar á seinni árum, enda byrjaði hún ekki að mála að ráði fyrr en hún var komin yfir sjötugt. Hún hefur hins vegar kunnað að beita nál frá því hún man fyrst eftir sér. Þorgerður fæddist á Kolsstöðum í Mið- dölum í Dalasýslu 6. mars árið 1907 og var yngst ellefu systkina. Kolsstaðasystkinin eru landskunn fyrir verklagni og listfengi. „Já, ætli þessi náttúra að þurfa alltaf að vera að gera eitthvað með höndunum sé ekki komin úr báðum ættum,“ segir Þor- gerður. „Móðir mín, Helga Eysteinsdóttir, var listvefari og Hallgerður Jónsdóttir amma mín var listfeng og mikil hannyrða- kona.“ Heldurðu að listfengið í ættinni og þessi þörf fyrir að nota hendurnar sé frá henni komið? „Já, það tel ég víst, en einnig frá Háafellsættinni. Þær voru líka afskaplega vandvirkar föðursystur mínar frá Háafelli í Miðdölum.“ Draumasumar Þorgerður man sannarlega tímana tvenna. Þegar hún var að alast upp í torfbæ vestur í Dölum í dögun tuttugustu aldar þótti ekki sjálfsagt að stúlkur lærðu meira en barna- lærdóminn. „Þegar ég var fimm ára var Ey- steinn elsti bróðir minn að kenna yngstu bræðrunum, Hallsteini og Sigurði, að lesa. Ég sat hinum megin við borðið og fylgdist með og lærði stafina á hvolfi. Annars man ég ekki hvenær ég varð læs. Ég held að það hafi komið einhvern veginn af sjálfu sér. Þegar ég var átta ára var ég látin lesa skáld- sögur upphátt á kvöldvökunni.“ Hvernig stóð á því að þú gerðist kenn- ari? „Það var eiginlega Ásmundur bróðir minn sem kom því til leiðar,“ segir Þor- gerður. „Hann vildi endilega láta mig fara í Kennaraskólann. Sumarið 1929 var ég í tvo mánuði á lýð- háskóla á Norður Sjálandi. Þetta var draumasumar. Það var svo gaman að vera þarna. Þegar mánuður var eftir af nám- skeiðinu var varðskipið Ægir, sem þá var nýsmíðað, að leggja af stað frá Kaup- mannahöfn til Íslands. Íslendingum bauðst frítt far með skipinu heim. Ásmundur og Gunnfríður, fyrri kona hans, voru að koma frá París eftir margra ára dvöl í útlöndum og voru búin að tryggja sér far með skip- inu. Þau vildu að við Anna systir, sem einnig var í Danmörku á þessum tíma, yrð- um samferða. Mér þótti leiðinlegt að þurfa að hætta á námskeiðinu mánuði áður en því lauk og heimferðin var óskemmtileg. Ég hef aldrei orðið eins sjóveik og í þessari ferð.“ Eins konar förukona Eftir að heim var komið fór Þorgerður í kaupavinnu en um haustið settist hún í annan bekk Kennaraskólans. Þar var hún við nám í tvo vetur og útskrifaðist full- menntaður kennari vorið 1931. Magnús Helgason var skólastjóri fyrri veturinn. Þetta var síðasta starfsár hans og tók Frey- steinn Gunnarsson við af honum seinni veturinn. „Ég átti bara fjörutíu krónur þeg- ar skólinn byrjaði. Það var allt og sumt. Fyrri veturinn bjó ég með Önnu systur í lítilli íbúð á Njálsgötu en seinni veturinn leigðum við hjá Helga Hjörvar í Fjalakett- inum. Anna hjálpaði mér að kljúfa þetta fjárhagslega. Ég reyndi að halda bókhald yfir það sem hún lánaði mér og endur- greiða henni síðar en ég er ekki viss um að skuldin hafi nokkurn tíma verið að fullu greidd.“ Sumarið eftir kennarapróf starfaði Þor- gerður á Landspítalanum en um haustið réð hún sig í farkennslu upp í Borgarfjörð. „Ég átti að kenna börnum í tveimur sveit- um. Kennslan fór fram á átta bæjum og var ég hálfan mánuð í senn á hverjum bæ. Ég hafði sextán sinnum vistaskipti þennan eina vetur. Ég var eins konar förukona en mér var alls staðar tekið vel og var jafnvel fært kaffi í rúmið. En það náði auðvitað ekki nokkurri átt að hvert barn fengi aðeins eins mánaðar kennslu. Þó var ætlast til að þau skiluðu sama árangri og börn sem voru 7 - 8 mánuði í skóla. Ég lagði mig alla fram og reyndi að gera mitt besta en þetta var ekki auðvelt því að þegar ég var rétt að byrja að kynnast krökkunum þurfti ég að flytja mig Viðta l Í vor voru liðin sjötíu ár frá því að Þorgerður Sveinsdóttir kennari út- skrifaðist úr Kennaraskólanum. Af nítján kennaraefnum sem luku þaðan prófi vorið 1931 er hún nú ein á lífi, 94 ára gömul. Þorgerður Sveinsdóttir útskrifaðist úr Kennaraskólanum fyrir 70 árum: „Hví í ósköpunum voruð þið þá að auglýsa eftir kennara?“ 25 Ég lagði mig alla fram og reyndi að gera mitt besta en þetta var ekki auðvelt því að þegar ég var rétt að byrja að kynnast krökkunum þurfti ég að flytja mig um set. Þorgerður Sveinsdóttir átti sjötíu ára útskriftarafmæli sem kennari fyrr á þessu ári. Hún var farkenn- ari um tíma og síðar einn af frumkvöðlum í kennslu þroskaheftra hér á landi.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.