Skólavarðan


Skólavarðan - 01.12.2015, Side 40

Skólavarðan - 01.12.2015, Side 40
40 DESEMBER 2015 Skólinn á að vera öruggur staður. Þar dvelja nemendur og starfsfólk stóran hluta dags árið um kring og þar ríkir alla jafna gleði, nálægð og samvinna. Í kjölfar harmleiksins í skólanum í Trollhällan í Svíþjóð í lok október hefur umræða um öryggi í skólum aukist mikið. Aðstæður þar voru um margt sérstakar, bókasafn skólans og kaffistofa voru opnar almenningi, en talið er að um hatursglæp hafi verið að ræða. Nemandi og kennari létust. Atburðir sem þessir eru afar sjaldgæfir í nágrannalöndum okkar, sem betur fer. Hins vegar hefur atvikum um vanlíðan og vanrækslu nemenda (þ.m.t. ofbeldi) farið fjölgandi. Fulltrúar dönsku kennarasam- takanna DLF hafa meðal annars sagt frá því að fjöldi slíkra erinda hafi margfaldast á undanförnum árum og áhrifin eru þau að kennarar tala bæði um erfiðar starfsaðstæð- ur í skólanum og vanlíðan. Kennarar kvarta undan ósamrýmanlegum og tilfinningaleg- um kröfum, ofbeldi og hótunum, skorti á stuðningi og að þeir upplifi að þeir standi sig ekki nægjanlega vel. Fræðslu, reynslu og úrræði skorti til að takast á við breyttar aðstæður. Skilgreiningu á ofbeldi á vinnustað er að finna í nýrri reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Þar segir að ofbeldi sé „hvers kyns hegðun sem leiðir til, eða gæti leitt til, líkamlegs eða sálræns skaða eða þjáninga þess sem fyrir henni verður, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennda sviptingu frelsis.“ Margt starfsfólk skóla þarf á einhverjum tímapunkti að takast á við erfiða og óvænta atburði og þeim fylgir oft hræðsla, kvíði og óöryggi. Þegar slíkt gerist þarf starfsfólk skólans að vera fært um að bregðast fljótt og faglega við. Því er afar mikilvægt að búið sé að ræða viðunandi og óviðunandi hegðun nemenda, foreldra og annarra í skólanum. Hvaða hegðun upplifum við sem áreitni, líkamlegt og andlegt ofbeldi? Við hvaða aðstæður upplifum við að við séum í óþægilegum eða áhættusömum aðstæðum? Hversu oft koma slíkar aðstæð- ur upp? Það er mikilvægt að allt starfsfólk skólans hafi sameiginlegan skilning á hvaða aðstæður séu óviðunandi eða skapi hættu. Ákvæði skulu vera í skólareglum Í aðstæðum þar sem ofbeldi eða áföll koma upp er nauðsynlegt að bregðast skjótt og rétt við. Þess vegna er afar mikilvægt að í skólum sé til viðbragðsáætlun sem allir þekkja og skilja. Ákvæði um hótanir, ofbeldi og áreitni gagnvart starfsfólki skóla skulu auk þess vera í skólareglum. Koma þarf fram hvaða hegðun er óleyfileg, hvernig ofbeldisatvikum verður fylgt eftir og hvaða viðurlög gilda. Sérstaklega er mikilvægt að skólastjórnandi taki og sýni ábyrgð, sé sýnilegur leiðtogi. Hann þarf að hafa yfirsýn og stjórna viðbrögðum. Sé starfsmanni skóla hótað eða hann beittur ofbeldi af hálfu nemanda skal: • Tilkynna atvikið til stjórnanda og trúnaðarmanna. • Hafa samband við foreldra viðkomandi nemanda (ef yngri en 18 ára) og segja frá hegðun hans. Ef atvikið er alvarlegt er nemandanum komið í hendur foreldra. • Skrá atburðinn formlega og undantekn- ingarlaust. • Skólastjórnandi tryggi að viðkomandi starfsmanni sé boðin viðunandi aðstoð. • Tilkynna atburðinn til viðeigandi aðila, lögreglu og/eða barnaverndar, ef við á. Slíkt er afar mikilvægt ef um er að ræða alvarlegan atburð til að tryggja að allir aðilar máls eigi kost á réttlátri málsmeðferð, og varðandi bótarétt ef einhver slasast. Tryggja þarf samnemendum öryggi og aðstoð. Tala þarf við nemendur um atvikið, útskýra hvað gerðist, hvernig verði brugðist við og hvað muni gerast í framhaldinu; allt eftir aldri þeirra og þroska. Einnig þarf að hafa samband við fjölskyldur nemendanna og útskýra hvað gerðist. Í sumum tilvikum er nóg að senda bréf en í öðrum væri góð hugmynd að boða til fundar. Skólinn er vinnustaður nemenda og starfsfólks. Þar fer fram mikilvægasta starf í heimi, að mennta og ala upp komandi kynslóðir. Þar á að ríkja lýðræði, virðing, öryggi og traust fyrir alla. AÐ BREGÐAST RÉTT VIÐ OFBELDI OG ÁFÖLLUM INNAN SKÓLANS Hafdís Dögg Guðmundsdóttir sérfræðingur í vinnuumhverfis- og jafnréttismál- um. NORDPLUS Menntaáætlun norrænu ráðherranefndarinnar H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Næsti umsóknarfrestur í allar undiráætlanir er 1. mars 2016 Nordplus Junior Styrkir leik-, grunn-, og framhaldsskóla. Hægt er að sækja um verkefnastyrki eða ferðastyrki fyrir kennara- og nemendaheimsóknir. Nordplus Voksen Styrkir samstarf símenntunarstofnana og annarra stofnana sem sinna fullorðinsfræðslu. Hægt er að sækja um verkefnastyrki og ferðastyrki. Nordplus fyrir háskólastigið Styrkir samstarfsverkefni menntastofnana á háskólastigi sem geta falist í hraðnámskeiðum, þróunarverkefnum eða sameiginlegu námi. Nordplus Horizontal Styrkir samvinnu sem tengir saman ólíka menntageira. Áætlunin er opin öllum sem vinna að þróun og nýsköpun í menntamálum. Nordplus norræna tungumálaáætlunin Styrkir verkefni sem auka skilning og þekkingu á norrænum tungumálum, einkum dönsku, norsku og sænsku. Margt starfsfólk skóla þarf á einhverjum tímapunkti að takast á við erfiða og óvænta atburði og þeim fylgir oft hræðsla, kvíði og óöryggi.

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.