Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1995, Blaðsíða 9

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1995, Blaðsíða 9
Dr. Kristín Björnsdóttir Breyttar áhersEur í hjúkrunarmenntun /þessari grein er jjallað um breyttar áherslur í hjúkrunarmenntun. Þróun hjúkrunarmenntunar er skoðuð í Ijósi sögu hjúkrunarfræðinnar og hjúkrunarstarfsins. Greint erfrá gagnrýni á ríkjandi hugmyndir um þekkingu og eðli fagstaifa og áhrif þeirrar gagnrýni á afstöðuna til menntunarmála eru rakin. í greininni er því haldið fram að hjúkrunarfrœðingum haft aldrei fyllilega tekist að skapa aðstæður til að þróa hugmyndir um hjúkrun sem leiða til endurnýjunar og framþróunar innan fagsins. Breyttar áherslur í menntunarmálum eru mikilvœgur þáttur íþeirri viðleitni og eru þœr kynntar hér. Kristín Bjömsdóttir lauk meistara- og doktorsprófi f hjúkrunarfræði frá Columbia University í New York í Bandaríkjunum. Hún er dósent í hjúkrunarfræði og gegnir nú formennsku í stjórn námsbrautar í hjúkmnarfræði f Háskóla íslands. Barátta fyrir bættri menntun hefur, umfram alla aðra málaflokka, einkennt sögu hjúkrunarstéttarinnar á Vesturlöndum. Frá síðari hluta nftjándu aldar börðust hjúkrunarkonur, líkt og konur almennt, fyrir aðgangi að menntastofnunum og að fá nám sitt metið sem fullgilda fagmenntun. Þær vildu vera upplýstar og öðlast þá færni og skilning sem menntun veitir. Innan hjúkiunar hefur þessi barátta tekið heila öld og víða hefur árangur henni verið lítill þó við getum sannarlega vel við unað hér á íslandi. Það viðhorf hefur verið ansi lífseigt að til að sinna hjúkrun þurfi litla þekkingu, a.m.k. fræðilega þekkingu. Því er jafnvel haldið fram að menntun, sérstaklega háskólamenntun, leiði til þess að hjúkrunarfræðingar missi sjónar á því mikilvægasta í hjúkrunarstarfinu, þeirri umönnun sem er miðpunktur hjúktunar. I þessari grein mun ég halda hinu gagnstæða fram, þ.e. að góð menntun sé, eða geti verið, lykillinn að því að hjúkrunarfræðingar þrói og varðveiti liugsjónir sínar og áherslur í starfi. Ég mun hefja umfjöllun mína á að skoða stuttlega þróun hjúkrunarmenntunar á tuttugustu öld. Síðan fjalla ég um þær breytingar sem hafa orðið á afstöðu til hjúkrunarmenntunar á undanförnum árum. Loks geri ég grein fyrir því hvernig þær hafa verið útfærðar í námsbraut í hjúkrunarfræði í Háskóla Islands, samfara formlegri breytingu á námsskrá sem nú er að ljúka. Að þróa og varðveita hugmyndir Flestir telja að Florence Nightingale hafi mótað þann hugmyndafræðilega grunn sem hjúkrunarstarf á Vesturlöndum byggir á. í fjölmörgum ritverkum lýsti hún hjúkrun sem miðar fyrst og fremst að því að skapa umhverfi sem gæti stuðlað að velliðan og þroska. Sagnfræðilegar rannsóknir hafa einnig leitt í ljós að á síðari hluta nítjándu aldar og í byrjun þeirrar tuttugustu inótuðu hjúkrunarkonur í Englandi, Bandaríkjunum og á Norðurlöndunum hugmyndir um heilbrigði, heilsuvernd og lieilsueílingu í anda heilsufræðinnar. Þær unnu að því að fræða almenning um heilsusamlega lifnaðarhætti, veittu fjölbreytilega aðstoð og stuðning á heimilum og á heilbrigðisstofnunum og hvöttu stjórnvöld til að skapa þegnunum heilsusamlegt umhverfi. Það sem einkennir hjúkrunarstörf á íslandi í byrjun þessarar aldar er hve skýra hugmynd hjúkrunarkonur höfðu um framlag sitt til heilbrigðis þegnanna og hve einarðlega þær börðust fyrir að geta veitt þá þjónustu sem þær töldu þjóðina þarfnast (Kristín Björnsdóttir, 1994; 1992). Er leið á tuttugustu öldina dró úr áhrifum hjúkrunarkvenna og almennt þeitra sem lögðu áherslu á heilsuvernd. Þróun innan heilbrigðis- þjónustunnar beindist fyrst og fremst að uppbyggingu hátæknisjúkrahúsa (Skúli Johnsen, 1991). Samfara þeirri þróun dró verulega úr virkni og frumkvæði hjúkrunarkvenna við mótun heilbrigðisþjónustunnar. Breski sagnfræðingurinn Martha Vicinus (1985) heldur því fratn að innan sjúkrastofnana hafi hjúkrunarkonum aldrei tekist að skapa það andlega rými sem er nauðsynlegt til að skapa og útfæra nýjar hugmyndir. Þess í stað hafi krafan um vinnusemi, langan vinnutíma og mikla erfiðisvinnu, sem einkenndi hjúkrunarstarfið, slævt andlegt líf og þroska hjúkrunarkvenna. í bókinni Hospitals, Paternalism, and the Role of the Nurse (Sjúkrahúsin, föðurhyggjan og hlutverk hjúkrunarfrœðingsins) lýsir Jo Ann Ashley (1976) þróun hjúkrunarmenntunar í Bandaríkjunum á tuttugustu öld. Ashley bendir á að það hafi þjónað hagsmunum spítalakerfisins mjög vel að skipuleggja hjúkrunarnám á þann hátt að megináhersla væri lögð á að kenna framkvæmd ákveðinna verka en minni á þróun sjálfstæðrar og gagnrýnnar hugsunar. Sú áhersla, þ.e. á verkin á kostnað bóknáms, sem einkenndi hjúkrunarmenntun í Bandaríkjunum langt fram eftir tuttugustu öldinni, var rökstudd með því að fræðilegt nám nýttist lítt í hjúkrun og gæti jafnvel beint athygli nemandans frá umönnun. Þessi stefna er talin hafa orðið til að draga úr sjálfstæðri hugsun og frumkvæði meðal hjúkrunarnema. f bókinni Sérherbergi fjallar Virginía Woolf um konur og skáldsögur. Hún veltir því fyrir sér hvers vegna svo fáar bækur hafi birst eftir konur. Hún byrjar á því að leita skýringa á þeirri staðreynd að konur séu nánast ósýnilegar f sögunni og að eftir þær liggi næstum ekkert skrifað. Hún rekur ýmsar takmarkanir á frelsi kvenna sem of langt mál er að fjalla um hér. Hins vegar tel ég niðurstöðu hennar mikilvæga fyrir umræðu um hjúkrunarmenntun. Hún kemst nefnilega að þeirri niðurstöðu að til þess að geta skrifað bækur þurfi bæði peninga og sérherbergi. Hún heldur því fram að frelsi lil thugunar og sköpunar krefjist tíma og rýmis auk ákveðinnar efnislegrar * Ritrýnd grein TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 4. tbl. 71. árg. 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.