Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.1996, Blaðsíða 37

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.1996, Blaðsíða 37
Alsæ a -saga, áhrif og aukaverkanir Frá landlœknisembœttinu (útdráttur) ÍNÍ eysla á alsælu liefur aukist á undanförnum árum hér á landi og þá helst meðal ungs fólks. Efnið er ranglega selt sem algerlega hættulaust lyf. Því miður liefur þessi sölutækni borið árangur meðal grunlausra neytenda. Efnið: Alsæla, 3,4-methylene- dioxymethamphetamine (MDMA = Alsæla eða Ecstacy), er skylt amfetamíni og önnur skyld efni eru 3,4,- methylenedioxyethamphetamin (MDEA = Eva) og 3,4,-methylene dioxyamphetamin (MDA =love drug). Saga: Lyfíð var fyrst skráð 1914 í Þýska- landi og var þá notað til að minnka matarlyst í megrunarskyni. Um 1970 var farið að nota það vegna áhrifanna sem það hefur á skynjun og tilfinningar. Geð- læknar notuðu það við meðferð á hjóna- vandamálum, alkóhólisma, þunglyndi o.fl. Meðferðareiginleikar þess reyndust hins vegar litlir, en miklar líkur voru á misnotkun og var það því bannað í Bandaríkjunum árið 1985. Það er nú bannað og skráð sem eiturlyf í flestum vestrænum löndum. Á sjöunda og áttunda áratugnum var það notað meðal ungs fólks í Bandaríkjunum vegna breytinga sem það hefur á skynjun og þeirra tilfinninga sem það veitir um hamingju og ást. Menn neyttu þess mest einir eða í litlum hópum. Þá var það stundum kallað ástarlyfið. I Bretlandi, á níunda áratugnum, var farið að nota það í stærri hópum á sérstökum RAVE-dansstöðum þar sem dansað er stöðugt fram eftir nóttu. Þetta RAVE-æði breiddist síðan út til annarra landa. Þá fór að bera meira á hættuleg- um aukaverkunum þess og tilkynningum um dauðsföll af völdum þess hefur síðan fjölgað stöðugt. Eftir að lyfið var bannað er algeng- ara að það sé framleitt við misjafnar aðstæður og gæðin eru eftir því. Menn segja að það sé notað við „high tech tónlist", en framleitt við „low tech aðstæður“. Lyfið er selt sem hættulaust, lyf án aukaverkana og ekki vanabindandi. Rannsóknir sýna að þetta er alrangt. Því fylgja ýmsar aukaverkanir, misalvar- legar, og þær hafa orðið meira áberandi með breyttu neyslumynstri. Helstu aukaverkanir eru: • Áhrif á taugakerfi, sem lýsa sér fyrst og fremst með stífleika í vöðvum og tannagnístran, en getur endað í krömpum, sem erfitt er að ráða við. Áhrif á stjórnstöð líkamshitans, sem valda því að hann rýkur upp. Illmögulegt reynist að leiðrétta þetta ástand þrátt fyrir að allri nútímatækni sé beitt. Áhrif á hjarta- og æðakerfi valda blóðþrýstingslækkun og hjartsláttar- óreglu. Eituráhrif á nýru, sem valda fyrst auknum þvaglátum, en geta síðan skemmt nýrum svo að þau geti ekki skilið út þvag. - Eituráhrif á lifur geta valdið gulu. Blóðstorkutruflanir, sem geta meðal annars valdið heilablæðingu. • Geðræn áhrif, fyrst væg s.s. þreyta og svefnleysi, síðan alvarlegri eins og þunglyndi og ofsóknarkennd. Alsæla hefur þau áhrif á neytand- ann að hann skynjar ekki boð líkamans um þorsta, hungur, hita, kulda, sársauka, og eykur það líkurnar á skaðlegum áhrifum lyfsins. Nokkuð mörg dauðsföll eru skráð af völdum alsælu, a.m.k. 30 í Bretlandi, og samkvæmt erlendum tímaritum virðist algengt að um helm- ingur fórnarlambanna látist innan 60 klst. eftir innlögn á sjúkrahús. Komið liefur fram að auk virka efnisins er alls konar rusl í töflunum. Þá hafa óprúttnir sölumenn blandað LSD eða öðrum efnum í töflurnar. Þó að aukaverkana verði ekki vart í fyrsta skipti sem lyfsins er neytt geta þær komið í næsta skipti. Þol gagnvart lyfinu eykst við endurtekna neyslu og stöðugt stæni skammta þarf til að fá sömu áhrif. Margir neytendur kvarta yfir þunglyndi eftir að áhrifin fjara út. Enginn veit með vissu um langtímaáhrif á laugakerfið. Neyslu alsælu fylgir, eins og neyslu annarra fíkniefna, kæruleysi í kynlífi og þar með aukin hætta á alnæmi og öðrum kynsjúkdómum. Áhættan er jafnvel meiri við neyslu alsælu vegna ástartilfinningar- innar sem lyfíð vekur. Anna Björg Aradóttir, hjúkrunarfrœðingur hjá landlœknisembœttinu. Reykingafólk -fleiri slæmar fréttir eg rannsókn sýnir sterk tengsl á milli langtímareykinga og krabbameins í iirisi. Rannsóknin liyggir á viðtölum við um 2.600 manns og gefur hún vísbendingar um að í Bandaríkjunurn eigi reykingar sök á meira en 25% af öllum krabbameinstilfellum í brisi. Það sem rannsóknin sýnir ennfremur er að þvf lengur sem viðkomandi reykir því meiri er hættan. Sýnt þykir að sá sem reykt hefur í 40 ár sé í 110% meiri hættu að fá krabbamein í bris en sá sem ekki reykir. Sýnilegt er þó að það virðist draga úr líkunum að fá sjúkdóminn að hafa ekki reykt 10 undanfarin ár eða lengur. Þetta á þó ekki við um ristilkrabbamein, annan sjúkdóm sem nýlega var farið að tengja reykingum. Tvær óskyldar rannsóknir á yfir 150.000 manns sýntlu að reykingar geta leitt til ristilkrabbameins, bæði hjá konum og körlum, og að hættan sé fyrir hendi allt lífið -jafnvel þó hætt sé að reykja. Sé ekki hætt að reykja þá eykur það hættuna enn frekar og enn einu sinni er lögð á það áhersla að með því að hætta að reykja minnkar hættan á lungna- krabbameini og hjartasjúkdómum. Urdráttur úr grein ( Nursing 95, nóvember. TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆDINGA 2 . tbl. 72. árg. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.