Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.1996, Blaðsíða 39

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.1996, Blaðsíða 39
Eftir Gudrun Simonsen "?ávie*tce 'Wiyfaútysde - Hver var hún? 1. Kafli - FÆDD MEÐ KOLLUN Árið er 1820 og heimurinn sem nýr. íbúar Evrópu geta andað léttar eftir langar og ógnvænlegar Napóleonsstyrjaldir- nar sem um árabil héldu þjóðunum í járngreipum. Loksins getur fólk tekið til við að ferðast á nýjan leik, farið yfir landamæri, hitt gamla vini og drukkið í sig ný áhrif. Ekki síst Englendingar, sem þau árin hafa orðið að halda sig heima á eyjunni sinni, þeir fara nú hópum saman yfir Sundið til að njóta lífsins erlendis. Þannig vildi það til að lítil ensk telpa leit dagsins ljós einn fagran vormorgun í Flórens á Ítalíu. Húsið sem hún fæddist í, Villa Colombia, prýðir enn þann dag í dag minningarskjöldur með áletruninni: „Hérfæddist Florence Nightingale hinn 12. maí 1820.” Allir þekkja nafnið og hafa einhverja hugmynd um hvað hún tók sér fyrir hendur. En vitum við í raun og veru hver þú varst, Florence Nightingale? Ja, ég var sem sagt ensk hjúkrunarkona og hef verið kölluð „The Lady with the Lamp” eða „Konan með lampann”... „Engilinn frá Skutari” hafa víst flestir heyrt nefndan. Og við vitum líka að þú áttir þátt í einstæðum aðgerðum til hagsbóta fyrir enska herinn í stríðinu á Krímskaga. ... tilgangslausasta stríði allra stríða ... Ennfremur að þú lagðir grunn að nútfma hjúkrun, ekki eingöngu á Englandi heldur í allri Evrópu, reyndar í öllum heiminum. Og margt, margt annað sem fjöldinn veit ekkert um Fólk vill gjarnan standa (þeirri trú að ég hafi verið einhvers konar engill... Sagnaritarar hafa lagt mesta áherslu d að ég vœri mild og góðviljuð, svona eins og konu beri að vera... Það er ekki einungis glansmynd, heldur sannleikanum samkvæmt. En þú ert miklu meira því að þú fékkst svo ótrúlega miklu áorkað á langri ævi. Meira en einhver engill gæti gert. En mér tókst aldrei að afkasta því sem ég vildi. Það hefur ásótt mig alla œvi að hafa ekki komið nógu miklu íverk ... Enda þótt ég allra seinustu árin, eftir að ég öðlaðist meiri sálarró, hafi hugleitt að ég gerði þó (það minnsta eitthvað. Það hef ég þrdttfyrir allt skráð hjá mér eftir að ég var orðin gömul... Já, þú varst svo sannarlega orðsins manneskja, hins ritaða orðs. Það var mín leið til að lifa lífinu. Ég reit um allt sem ég tók mér fyrir hendur, allt sem mér hugkvœmdist frá því ég var sjö til átta ára gömul og þar til ég var komin hátt á nírœðisaldur. Þá dapraðist mér sjón og ég varð að leggja frá mér pennann. Ég skrifaði um sjálfa mig, fjölskyldu mína og vini, hjúkrun, erfiðar ákvarðanir og þjóðfélagsaðstœður, um stjórnmál og trúarbrögð. Líka um kettina mi'na og um mat! Um mat? Já, matur skiptir miklu! Reyndar skrifaði ég líka skáldsögu þegar ég var ung. Hún hét “Cassandra”. Sagan var aldrei gefin út og fór áreiðanlega vel á þv( vegna þess að égjjallaði þar um svo margt sem ung og siðsöm stúlka hefði ekki átt að bera í mál (þá daga! En mest skrifaði ég þó um enska liermanninn sem þoldi miklar þjáningar af ósegjanlegri hugprýði. í mi'num augum var hann persónugervingur sjálfs mannkynsins. * Nightingale fjölskyldan hafði dvalið tvö ár á ítali'u þegar Florence litla fæddist. Henni var gefið nafn eftir fæðingarbæ sínum. Florence var þá alveg nýtt stúlkunafn en síðar hafa þúsundir bama verið skírð í höfuðið á henni. Foreldrar hennar áttu fyrir litla dóttur, Parthenope, sem fæddist í Napólí. Parthenope er gríska nafnið á Napólí. Daglega var nafn hennar stytt í Parthe eða Pop og Florence var kölluð Flo. Foreldrar þeirra hétu Fanny og Wen. Fanny var kát og glæsileg, hún naut þess að vera miðdepillinn og lifa hinu Ijúfa lífi. Þegar tónlistin og veisluhöldin vom alls ráðandi fannst henni lífið unaðslegt! Wen var sex ámm yngri en kona hans og meiri ró yfir honum. Hann þráði kyrrð svo að hann hefði næði til að lesa og sökkva sér niður í eigin hugsanir; hann hefði mjög gjarnan viljað leggja fyrir sig vísindastörf. En hann var afar ástfanginn af sinni fögm eiginkonu og lét hana ráða ferðinni. Sjálfum fannst honum þægilegt að vera eilítið baksviðs í tilvemnni. Fanny og Wen vom bæði komin af fjölmennum, auðugum og áhrifamiklum ættum; fjölskyldulífið var náið og mikið um alls konar samkvæmi. Fjölskyldan okkar er eiginlega „hópur af fjörkálfum” var Fanny vön að segja. Florence Nightingale um þrítugt með ugluna Aþenu. Teiknuð af systur hennar. TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2 . tbl. 72. árg. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.