Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2007, Blaðsíða 8

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2007, Blaðsíða 8
Valgerður Katrín Jónsdóttir, valgerdur@hjukrun.is „MIKLU SKIPTIR AÐ TALA VIÐ SJÚKLINGANA OG HLUSTA Á ÞÁ“ - Lækningalind Bláa lónsins í nýja húsnæðinu Starfskonur Lækningalindarinnar, frá vinstri, Dagmar Jóna Elvarsdóttir, Esther Hjálmarsdóttir og Ulla Urskov „Með þessu mannvirki hefur starfsemi lækninga- lindarinnar fengið þá umgjörð sem sómi er að,“ segir Magnea Guðmundsdóttir, kynningarstjóri Bláa lónsins, er ritstjóri Tímarits hjúkrunarfræðinga sótti lækningalindina heim fyrir skömmu. Starfsemin var áður í gömlu og úr sér gengnu húsnæði. Magnea segir að auk þess sem aðstaðan hafi gjörbreyst hafi gott andrúmsloft gömlu deildarinnar fylgt þeim yfir í nýja húsnæðið. Við göngum um húsnæðið og skoðum aðstöðuna. Gestir geta, auk þess að baða sig í lóninu, en ráðlagt er að gera það tvisvar á dag, klukkutíma í senn, farið í orkuherbergi þar sem m.a. er lýsing í loftinu sem vinnur gegn þunglyndi, Ijósmeðferð, vatnsleikfimi og líkamsræktarsal. Kísill, rakakrem og sölt eru notuð í meðferðinni og borin á tvisvar til þrisvar á dag og oftar ef þörf krefur. Boðið er upp á góðan íslenskan mat og salatbar og súpa er á boðstólum á hverjum degi. Gestirnir eru á öllum aldri, þeir koma með tilvísun frá húðlækni, a.m.k. þeir sem búa á Stór- Reykjavíkursvæðinu, en hinir sem búa úti á landi skila inn vottorði frá heimilislækni. Þrír til fjórir dagar til vika er lágmarksdvöl en meðaldvalartíminn er tvær til þrjár vikur. Innlögn er frá einni viku til fjögurra vikna en rannsóknir hafa sýnt að bestur árangur næst við þriggja til fjögurra vikna meðferð. Steingrímur Davíðsson, húð- læknir lækningalindarinnar, fylgist svo með meðferðinni. í nýju lækningalindinni eru 15 tveggja manna herbergi og gestir frá 20 þjóð- 6 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 83. árg. 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.