Norðurslóð - 27.03.1996, Blaðsíða 2

Norðurslóð - 27.03.1996, Blaðsíða 2
2 - NORÐURSLÓÐ NORÐURSLOÐ Útgefandi: Rimar hf. Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Hjörleifur Hjartarson, Laugahlíð, Svarfaðardal Jóhann Antonsson, Dalvík Framkvæmdastjóri: Sigríður Hafstað, Tjörn. Sími: 466 1555 Tölvuumbrot: Þröstur Haraldsson, Reykjavík Prentvinnsla: Dagsprent hf. Akureyri Skólinn í okkar höndum I byrjun þessa mánaðar var gengið frá sam- komulagi milii ríkis og sveitarfélaga um fjár- mögnun flutnings grunnskólans yfir til sveitar- félaganna. Þar er gert ráð fyrir að útsvar hækki en tekjuskattur lækki að sama skapi og ríkið leggi auk þess fram fé á næstu átta árum til að flýta fyrir einsetningu skólanna. Ymsar blikur eru á lofti nú um stundir í kjölfar frumvarpsins um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna sem sett hefur málið í uppnám á þessum viðkvæma tíma og telja margir óvíst að af flutningnum geti orðið þann 1. ágúst eins og ráð var fyrir gert. Engu að síður er Ijóst að af flutningnum verður og er ekki annað að sjá en sveitarstjórn- armenn séu flestir hlynntir honum og óragir við að takast á við þetta nýja og veigamikla verkefni. Flutningur grunnskólans er án efa stærsta verkefni sem sveitarfélögin hafa tekist á hendur og má heita furðulegt hversu lítið hef- ur verið rætt um hvaða áhrif hann hefur á fag- legt starf skólanna. Hér um slóðir hafa menn eins og víðar beðið með allar yfirlýsingar þar til hinn fjármálalegi grundvöllur hefur komist á hreint. Nú er það sem sagt orðið Ijóst og geta menn þá farið að leggja dæmið niður fyrir sér. Ekki er gert ráð fyrir miklum breytingum á innra starfi skólanna í byrjun en án efa á ýmis- legt eftir að breytast varðandi rekstur þeirra frá því sem nú er þegar fram líða stundir. Aug- Ijóslega ætti að vera auðveldara fyrir skólana að sækja sín mál til sveitarstjórna heldur en ríkisvalds en að sama skapi verður aðhaldið meira, bæði fjárhagslegt og faglegt. Ætla má að foreldrar geti sömuleiðis haft meira að segja um rekstur skólanna en áður og eins gefst meira svigrúm til að taka tillit til staðbundinna aðstæðna. Hættan er hinsvegar fólgin í því að skólarnir lenda nú meira en áður í beinni sam- keppni við aðra málaflokka um það fjármagn sem sveitarfélögin hafa til ráðstöfunar. Hér út með firðinum vannst mikilvægur sig- ur þegar samþykkt var að koma á fót á Dalvík nokkurskonar útibúi frá fræðsluskrifstofu þó svo það heiti enn tilraunaverkefni. Nú veltur mikið á heimamönnum að þeir vandi mjög sín verk og sem betur fer búum við svo vel að eiga mikið af vel menntuðu, hæfu og áhugasömu fólki á sviði uppeldismála sem velt hefur þess- um málum mikið fyrir sér. Við ættum því nú að hafa góða möguleika á að búa enn betur að menntun barna okkar. Það skiptir höfuðmáli og á því veltur framtíðin. hjhj Bærinn Egg á Hegranesi. Horft til Blönduhlíðar. Nyrst er Hofsstaðafjall, svo Tungufjall og syðst er Hjaltastaðafjall. Að enduðum níu áratugum Magnús H. Gíslason spjallar við Sigurð á Egg - 3. og síðasti hluti - - Hvernig er það, við liöfum lítið minnst á Kristin á Skriðulandi. Það er þá maður, sem mér er skylt að minnast. Ekki get ég hugs- að mér betra heinrili við fjallveg en Skriðuland var. Og eins var það við Atlastaði, hinum megin við Heljardalsheiðina. Þegar pabbi heitinn dó, en það var um vetur- nætur, bjóst Kristinn auðvitað við að ég færi að jarðarförinni, en vissi hins vegar, að ég var lasinn. Þegar ég svo kom upp á hálsinn gegnt Skriðulandi tók ég eftir, að hestur var þar á beit í túninu. Er til mín sást var hesturinn sóttur og lagt á hann. Þegar við Kristinn höfðum heilsast sagði hann: - Sigurður minn, ég var búinn að heyra að þú værir lasinn, svo að ég ætla að biðja hann Kolbein minn að fylgja þér hérna upp að Stóruvörðu, svo að þú sért ekki einn alla leiðina. Morguninn eftir jarðarförina var rok og rigning. Vildu þá allir, að ég færi hvergi. En ég var vel útbúinn. í regnheld- um fötum en þó ekki í vaðstígvél- um. Eg hafði gist á Hofi og Gísli sagði, að ég skyldi vera rólegur. Hann færi varla í þá vonzku, að ég kæmist ekki vestur, en ef svo færi, að ég kæmi hestinum ekki, bauðst Þórarinn á Tjörn til að taka hann að sér yfir veturinn, mér að kostn- aðarlausu. En mér héldu engin bönd. Kom þá Gísli með skinn- sokka og klæddi mig í þá. ég fékk sæmilegt veður á Heljardalsheið- inni og sólskin þegar ofan á Helj- ardal kom. En frá Skriðulandi var ntér ekki sleppt um kvöldið. Ojá, ferðamenn mættu oft hörð- um veðrum á Heljardalsheiði. Vor- ið 1906 fór ég norður í Svarfaðar- dal. Daginn, sem ég hugðist halda heimleiðis, var vonzkuhríð. Hugs- aði mér að fara upp Þverárdal. Jón á Þverá og Valdi bróðir fylgdu mér af stað. Þegar fram á dalinn kom, færðist veðrið í aukana og brast á iðulaus stórhríð. Aftóku þeir þá að ég færi lengra og þar sem ekki lá lífið á snerí ég við og gisti á Hnjúki. Seinni partinn daginn eftir lagði ég svo enn af stað og á skíð- um. Var þá veðrið sæmilegt en þyngsla skíðafæri. Kom í Skriðu- land og barði að dyrum. I fyrstu virtist enginn heyra til mín. Settist ég þá á fiskasteininn og sofnaði. Þar kom Kristinn svo að mér. Síð- ar var haft eftir Kristni, að ég hefði verið svo uppgefinn „...að hann var sofnaður áður en hún Hallfríð- ur mín hafði fært hann úr öðrum sokknum.“ Kristinn var einhver mesti greiðamaður og höfðingi, sem ég hef kynnst. Furðusögur Sigurður vill lítið segja mér af sinni búskaparsögu. telurfrá engu sérstöku að segja. - Hún var bara svipuð og gerð- ist og gekk hjá öðrum. En ef þú vilt að lokum heyra ofurlítið urn það, sem sumir kalla furðusögur, en aðrir bábiljur, þá get ég sagt það. Jú, gjarna vildi ég það. Og Sig- urð þekki ég að því að segja það eitt, sem hann veit satt og rétt. - Það var eitt sinn að við Bene- dikt heitinn í Keldudal vorum að girða á merkjum á milli bæjanna. Spurði Benedikt mig þá hvað ég hefði gert af naglbít, sem ég hafði verið með. ég sagði sem var, að ég hefði lagt hann á hellublað, sem var þama rétt hjá. - Nei, sagði Benedikt, - hann er þar ekki. Og mikið rétt, hann var þar ekki. Nú var ég og er enn sann- færður um, að þama lagði ég nagl- bítinn og hvergi annars staðar. En hvemig sem við leituðum, fundum við hann ekki. Nema hvað? Eftir þrjú ár var ég þama á gangi. Og hvað sé ég þá á hellunni annað en naglbítinn, sem hvorugur okkar sá þar þremur árum áður. Hvað hafði gerst þarna? Ja, svari nú hver, sem getur. Ærin á lofti aftanverð Eitt sinn var það að kvöldi til, að ég var að snúast við fé í húsunum héma suður á túninu. ég var búinn að gefa en átti eftir að kljúfa í garðanum. Var þá komið suður eftir til mín og ég beðinn að skjót- ast heim. Eg ákvað samt að fara fyrst austur í húsið og jafna þar í garðanum. Þegar í húsið kom sá ég, að ein ærin var á lofti að aftan- verðu og afturfætur hennar fastir í holu uppi í vegg. Og svo voru fæt- umir skorðaðir að ég náði þeim ekki út. Datt mér þá í hug að ná í jámkarl en hætti við það, því að ég óttaðist að fótbrjóta ána. Nei, betra var að taka á eins og ég hafði orku til, verra gat það ekki orðið. Og með því að neyta ýtrustu krafta, tókst mér að ná öðrum fætinum fyrst og síðan hinum. Mér var þetta atvik með öllu óskiljanlegt, því að útilokað var, að ærin hefði sjálf getað fest sig svona. Nú, nú, um kvöldið kom gestur og bað um gistingu. Auðvitað var hún sjálf- sögð. Hest næturgestsins lét ég inn í hesthús suður á túni. Um morg- uninn, þegar ég kom út, var gestur- inn kominn suður að húsum, og þegar mig bar þar að, var hann að koma út úr húsinu, sem ærin var í. Má tengja þetta saman? Ég veit það ekki, en hvað á maður að halda? Hollráð að handan? Stundum hefur komið fyrir, að mér hefur eins og verið sagt að gera eitt og annað eða láta eitthvað ógert. Mér hefur alltaf reynzt vel að fara eftir þeirri ábendingu. Um það get ég nefnt þér eftirfarandi dæmi: Það var fyrri hluta vetrar, kom- ið fram undir jólaföstu. Sigurpáll nokkur Sigurðsson var þá vinnu- maður hjá mér á Egg. Kona hans hét Ingibjörg Jónsdóttir. Æmar hafði ég frammi á Borgareyju, eins og oft framan af vetri. Tíð var góð, stillur en nokkurt frost og héla á jörð. Æmar héldu sig á flánum og Sigurpáll leit daglega eftir þeim. Nú stóð svo á, að Ingibjörg var komin að því að ala bam og þurfti Sigurpáll að sækja ljósmóður, Pál- ínu á Syðri-Brekkum. Ég ætlaði því frameftir til ánna, en kona mín bað mig að doka, því að hún þyrfti að vera hjá Ingibjörgu, en ég þá að líta eftir krökkunum. Áður en ljós- móðir kom var bamið fætt og allt í góðu lagi, svo Sigurpáll fór með hana svo til um hæl aftur, því að hún átti þess von, að verða á hverri stundu sótt til annarrar konu. í rökkurbyrjun fór ég svo fram eftir til ánna. Þar var ekkert að. Veður var kyrrt, tungl nálægt fyllingu en skýjað. Þegar ég var kominn af stað heimleiðis, heyrðist mér kall- að: Farðu með æmar heim í kvöld. Það fannst mér ekki koma til mála í þessu veðri og held áfram. Þá heyrði ég sömu orðin endurtekin og sýnu ákveðnar. Og ég ákvað að hlýða, þótt ekki væri mér það ljúft. Ég hafði Snugg gamla með mér, þú manst kannski eftir honum, mjög vænn fjárhundur, Snuggur, svo að ég var engan veginn einn. Týndi ég nú æmar saman og hélt með þær heimleiðis. Farið var að óttast um mig heima og mætti ég leitar- mönnum sunnan við túnið. Æmar létum við að sjálfsögðu inn. Morg- uninn eftir var komin öskrandi stórhríð. Hefði þá orðið ill vistin fyrir féð á Borgareyjunni, þar sem heita má að hvergi sé afdrep. ísjárverður draumur Öðm atviki get ég sagt þér frá, en þá var það draumur, sem varaði mig við hættunni. Það var einnig að vetrarlagi og ærnar á Borgar- eyjunni. Pétur Andrésson var þá vetrarmaður hjá mér. Svo stóð á, að ég þurfti út á Krók. Dreymir Framltald á bls. 6

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.