Helgarpósturinn - 09.05.1980, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 09.05.1980, Blaðsíða 17
—Jie/garpásturin/ Kjarvalsstaðir: GRAFÍKMYND/R EFTIR ÞÝSKU EXPRESS- JÓNISTANNA Það er skammt stórtiOinda á milli i myndiistarheiminum. Um það leyti sem sýningu á verkum erlendu stórmeistaranna i kjall- ara Norræna húsinu lýkur, berja nýir gestir aO dyrum Kjarvals- staða. Þetta eru grafikmyndir eftir ýmsa helstu meistara þýska expressjónismans og spanna myndirnar timabilið milli 1920 og ’35. Sýningin er haldin i tilefni af 60 ára afmæli Germaniu og koma myndirnar hingað beint frá Þýskalandi af þvi tilefni. Sýning- in hefst á morgun,laugardag og stendur i eina viku eða til 18. mai. Germania minnist afmælis sins viö opnun sýningarinnar að Kjar- 17 Hér er eitt verka óskar Kokoschka.sem er meðal þeirra þýsku expressjónista sem verk eiga á sýningunni á Kjarvalsstöð- valsstööum kl. 14 á laugardag, þar sem Heykjavikur Ensemble leikur verk eftir Schumann og Jón Ásgeirssonog ávörp verða flutt. Meðal þeirra expressjónista sem eiga myndir á þessari sýn- ingu eru Max Beckmann, George Grosz, Kandinsky, Paul Klee, Oskar Kokoschka, Franz Marc, Emil Nolde og Karl Schmidt- Rottluff. -BVS ÍSLENSKAR KVIK- MYNDIR KYNNTAR VESTANHAFS Sýnishorn af kvikmyndagerð Islendinga verða væntanlega kynnt Bandaríkjamönnum nú i haust. 1 október hefst norræn kvikmyndakynning á vegum hins fræga listasafns Museum of Modern Art I New York og fer kynningin slðan áfram til Chicago og Los Angeles. Ráðgert er aö Islensk kvik- myndagerð leggi sitt af mörkum til þessarar kynningar en meðal norrænna kvikmyndagerðar- manna sem þar taka þatt er t.d. Ingmar Bergman. Von er á Larry Kardish, yfirmanni kvikmynda- mála við Museum of Modern Art hingað til lands og hyggst hann kynna sér það sem til greina kæmi sem islenskt framlag. Slik kynning I Bandarikjunum gæti komið Islenskri kvikmyndagerð á landakortið ef vel tekst til. —ÁÞ. Tékknesk kvikmynda- vika í Háskólabíói Tékknesk kvikmyndavika á vegum Tékkneska sendiráðsins i Reykjavik verður haldin i Háskólabiói dagana 17.—22, mai næstkomandi. Sýndar verða sex kvikmyndir og munu leikstjórar þeirra vera litt eða ekki þekktir hér á iandi. Myndirnar eru Skuggar sumars- ins eftir Frantisek Vlacil, Adela á eftir að borða eftir Óldrich Lipsky, Stefnumót i júli eftir Kar- el Kachyna, Haltu honum hrædd- um eftir Ladislav Rychman, Litla hafmeyjan eftir Karel Kachyna og Krabat eftir Karel Zeman, en sú síðastnefnda er teiknimynd og var hún sýnd hér á siðustu kvik- myndahátið. Viðfangsefni kvikmynda þess- ara eru margbreytileg, og má nefna að Adela á eftir aö borða, er skopstæling á sögum um gamlan og vinsælan einkaspæjara, Nick Carter, en bækur um hann hafa komið út á Islensku. Stefnumót i júli er eins og nafnið gefur til kynna, ástarsaga tveggja ung- menna, sem hittast I sumarleyf- inu. Haltu honum hræddum er gamansöm söngvamynd um ung- an sönglagahöfund. Myndirnar hafa vlða fengið verðlaun á kvikmyndahátiðum erlendis og má nefna aö Krabat fékk verðlaun I Teheran, sem besta barnamyndin árið 1978. Þar sem tékkneskar myndir eru sjaldséðar hér ættu kvik- myndaunnendur ekki að láta þessa viku fram hjá sér fara.-GB Úthlutun úr kvikmyndasjóði: AFTUR GRÓSKUMIKIÐ KVIKMYNDAVOR Það fer varla milli mála, að fvrsta styrkveitingin úr islenska kvikmyndasjóðnum, sem fór fram I fyrravor, hafi veriö ágæt lyftistöng fyrir islenska kvik- myndagerð. Tvær myndanna, sem þá hlutu styrki, Land og synir og Veiðiferðin, hafa verið frumsýndar, og tvær eru komn- ar á lokastig I vinnslu. Nýlega voru veittir styrkir úr kvikmyndasjóöi öðru sinni. Þeir runnu til átta kvikmynda, einnar stuttrar 8 mm kvik- myndar og fjögurra handrita. Þorsteinn Jónsson fékk ellefu milljónir vegna kvikmyndar, sem er byggð á sögunni „Punkt- ur, punktur, komma, strik” eftir Pétur Gunnarsson, Páll Steingrlmsson og Ernst Kettler átta milljónir vegna myndar, sem er byggð á sögunni „Kona” eftir Agnar Þóröarson, Magnús Magnússon fjórar milljónir til að gera kvikmynd um llfrlki Mývatns, Snorri Þórisson þrjár milljónir vegna myndar um is- lenska refinn, Helga Egilson tvær miUjónir vegna teikni- myndar um Búkollu og Vil- hjálmur Knudsen tvær milljónir vegna kvikmyndar um jarð- varma. Auk þess var veittur fimm milljón króna styrkur til að ljúka viö Óöal feðranna og fjögurra milljón króna styrkur til Guömundar P. Olafssonar og Óla Arnar Andreassen til að ljúka kvikmynd um Vestur- eyjar. Jakob F. Magnússon, Björn Björnsson og Egill Eðvarösson fengu þrjár milljónir til að vinna handrit að kvikmynd um TIvolí I Reykjavík, Asgeir Long fékk eina miUjón vegna hand- rits að kvikmynd sem gerist I London á striðsárunum og á Is- landi 40 árum seinna, Helgi Gestsson fékk eina milljón til að gera handrit eftir örlagasögu úr Skagafirði og Haraldur Frið- riksson fékk eina milljón til að gera handrit, byggt á frásögn Pálma Hannessonar, „Villa á öræfum”. Þá fékk Asgrlmur Sverrisson tvöhundruð þúsund krónur til að gera 8 mm kvik- myndina „Riddari götunnar”. Helgarpósturinn hafði tal af þeim til að forvitnast nánar um þessi verkefni. „Punktur, punktur” kominn i gang — Skipulagsvinna er komin I gang og ég reikna meö, aö tökur geti farið fram I júll og ágúst. Fyrsta gerð af handritinu liggur fyrir og enda þótt það sé ekki komið I sina endanlegu mynd liggur ljóst fyrir, aö það veröur talsvert frábrugðið bókinni. Timaröö verður önnur, verkið einfaldað og persónur færri. En andinn og megin efnið er þaö sama, sagði Þorsteinn Jónsson kvikmyndatökumaður, um kvikmyndina „Punktur, punkt- ur, komma, strik”. Samt sem áöur verða um 30 leikarar I myndinni, sem gert er ráö fyrir að kosti 60-80 millj- o'nir fullgerö, og verði um 90 mlnútna löng. Styrkurinn er þvi ekki nema brot af áætluðum kostnaöi, en aðstandendur myndarinnar vonast til að geta dregiö sem flestar greiðslur þar til hún fer að gefa af sér. „Kona” komin i gang — Undirbúningur að kvik- mynduninni er komin I gang, og gróft kvikmyndahandrit hefur verið gert. Viö áætlum aö hefja tökur I júll eöa ágúst, og ljúka við myndina strax á þessu ári, sagði Ernst Kettler um mynd Morð var framið I Austurstræti. A myndinni hafa hljómsveitarmenn brugöiö sér Ihlutverk likmanna, og bera kistuna burt. ÍSLENSK POPPÓPERA Á HVÍTA TJALDINU Enn ein islensk kvikmynd verður frumsýnd I Regnboganum á laugardaginn. Myndin heitir „Himnahurðin breið” og er kvik- myndagerð á poppóperu nokk- urra nemenda við Menntaskólann við Hamrahlið, sem þeir sviðsettu i fyrravetur. — Myndin kemur rjúkandi heit úr kópieringu, beint á frum- sýninguna, og kostar þá 20 millj- ónir, sem við skuldum að mestu leyti. Við höfum ekki fengið annan fjárstyrk en hálfa milljón úr skólasjóði MH, sagði Kristberg Óskarsson, annar höfunda hand- rits, og leikstjóri, við Helgar- póstinn. — Verkið hefur tekið heilt ár, og i átta mánuði hafa þrlr menn ekkert gert annaö en vinna aö myndinni. Upphafiö aö myndinni var þaö, að viö ætluðum einungis að gera heimildarmynd um sviðs- setninguna, en siðan rúllaði þetta smám saman upp á sig, og úr þessu varð 50 minútna mynd, sagöi hann. Efni óperunnar er I stórum dráttum barátta tveggja afla, hins góöa og hins slæma. Persón- urnar I myndinni togast á milli sitt á hvað, og ýmsir verða á milli þessara tveggja afla. Auk leikara úr hópi MH-fólks leika ýmsir borgarar Reykjavfk- ur hlutverk i myndinni án þess aö vita af þvi, en hún er öll tekin I Reykjavfk og nágrenni, meðal annars á Hallærisplaninu og I Austurstræti. Ari Harðarson og Kristberg Óskarsson geröu handritið, Kjartan Ólafsson samdi tónlist- ina, en Guömundur Bjartmarsson annaðist kvikmyndatöku. Aðal persónur myndarinnar (söngvar- ar) eru sjö, auk fimm hljómlist- armanna, sem koma fram I smærri hlutverkum auk þess að annast tónlistarflutning. —ÞG DRAUMUR OG MARTRÖÐ Tónabló: Woody GuthrjeíBound for Glory) Bandarisk. Argerð 1978. Hand- rit: Robcrt Getchell. Leikstjóri: Hal Ashby. Aðalhlutverk: David Carradine, Melinda Dill- on, Ronnie Cox. Helst var von um aö fá hand- tak við ávaxtatinslu. Fátækling- arnir slógu upp búðum við stærstu ávaxtaekrurnar i von um stopula vinnu fyrir það kaup sem vinnuveitendur skömmt- uðu sjálfir að eigin geöþótta. Kvikmyndir eftir Þráin Bertelsson 1 kreppuárunum I Bandarikj- unum fóru uppflosnaðir bændur og verkamenn hópum saman til Kaliforniufylkis, fyrirheitna landsins, þar sem drýpur smjör af hverju strái. Viö .komuiia þangað breyttist draumurinh\ ofti martröö, þvi þótt landsgæð- in ættu aö vera nóg handa öllum var þeim misjafnlega skipt. Sumir eignuðust allt. Aöjrir ekkert. Verkalýösbaráttan var hörð á þessum tima, og erfitt að fá þennan soltna og sundurleita hóp til að samfylkja undir fána verkalýðshreyfingarinnar. Um þetta timabil hafa verið skrifaðar frægar bækur, svo sem „Þrúgur reiöinnar” eftir Steinbeck, sem John Ford kvik- myndaöi árið 1940. Tónabió sýnir núna mynd frá þessum krepputima um farand- David Carradine og Melinda Dillon sem Woody Guthrie og kona hans I mynd Tónabiós. söngvarann fræga Woody Guthrie, sem var einn þeirra sem elti drauminn til Kaliforniu og sá þar þá misskiptingu auös og valds sem varð honum upp- frá þvi yrkisefni I söng og ljóöi. Um margt minnir þessi mynd töluvert á myndina um Joe Hill, sem Bo Widerberg gerði hérna á árunum, enda margt svipað með þeim Woody Guthrie og Joe Hill. Myndina um Woody hefur leikstjófrinn Hal Ashby gert og unnið gott verk, en þó er eins og hann hafi verið ofurlitið tvistíg- andi i túlkun sinni, þvi manni veröur aldrei almennilega ljóst hvort honum er efst i huga að sýna manni á dálitið róman- tiskan hátt þá flökkunáttúru sem blundar I okkur öllum ellegar að gera skil Woody Guthrie og bandarisku þjóð- félagi á timum hans. David Carradine leikur aöal- hlutverkiö meö miklum glæsi- brag, og hefur þó ugglaust veriö I talsverðri úlfakreppu aö eiga að leika mann sem lést árið 1967 oger aðdáendum sinum i fersku minni. Fyrir kvikmyndatökuna hlaut Haskell Wexler óskarsverðlaun og er vel að þeim kominn, enda er hann I hópi þeirra sem hafa lyft list kvikmyndatökumanns- ins til vegs og viröingar. Nú mun vera væntanleg i Tónabió önnur mynd eftir Hal Ashby, sem hlotið hefur mun betri undirtektir en myndin um Woody; það er „Coming Home”, sem hvarvetna hefur vakið mikla athygli. Sömuleiöis var sýnt úr mynd, sem kvikmynda- unnendur biða af mikilli óþreyju: „Apocalypse Now” eftir Francis Ford Coppola. Raunar er sú eftirvænting blandin kviða, þvi hvernig mun sú mynd njóta sin 1 Tónabiói? Hvers vegna ekki I Háskólabiói eöa Laugarásbiói? En þetta er útúrdúr. Myndin um Woody Guthrie er ágætis- mynd, sem óhætt er að mæla með.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.